Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 44
20 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > ÓVISS MEÐ BRÚÐKAUP Jessica Biel segist ekki hafa neina löng- un til að giftast. Hin 26 ára leikkona seg- ist ekki verða vonsvikin þó hún myndi aldrei koma til með að giftast, en hún hefur átt í ástarsambandi við söngvar- ann Justin Timberlake frá því í fyrra. „Ég held að þegar maður tekur ákvörðun um að eignast fjölskyldu lendi allt annað í öðru sæti. Ég myndi ekki vilja tapa frama mínum og sjálfstæði heldur hafa jafn- vægi á milli þess og fjölskyldunnar,“ segir Jessica í viðtali við glanstímaritið Harper‘s Bazaar. Unnið er að endurkomu hljómsveitar- innar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi,“ sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn.“ Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tæki- færi til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod,“ sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár.“ Rod Stewart aftur með Faces ALLTAF FLOTTUR Rod Stewart er alltaf unglegur og hress. Talið er líklegt að hann muni syngja með The Faces síðar á árinu. Breska dagblaðið The Mail on Sunday fullyrðir að hinn dularfulli graffítilistamaður Banksy heiti í raun Robin Cunningham og sé 34 ára gamall. Blaðið heldur því fram að borin hafi verið kennsl á listamanninn af mynd sem tekin var af honum fyrir fjórum árum á Jamaíka. Talsmaður Banksys vill ekki tjá sig um fréttina. „Ég segi það sem ég segi alltaf: Ég staðfesti aldrei né neita svona fregnum.“ Verk Banksys hafa birst víða um heim á opinberum stöðum. Þau hafa notið mikilla vinsælda og hafa þekkt nöfn á borð við Christinu Aguilera og Angelinu Jolie keypt þau. Mikil leynd hefur alla tíð hvílt yfir því hver Banksy er. Það eina sem vitað er um listamann- inn er að hann ólst upp í Bristol. Ljóstrað upp um Banksy? Amy Winehouse er orðin hjartveik eftir linnulausa neyslu eiturlyfja. Þetta var fullyrt í breskum fjöl- miðlum í gær. Óttast hefur verið um heilsu Amy um nokkurn tíma, en ekkert hefur verið látið uppi um hvað hrjáir hana. Heimildar- menn nákomnir söngkonunni segja að sannleikanum um heilsu- far hennar sé vísvitandi haldið leyndum. Amy var flutt með hraði á sjúkrahús í síðasta mánuði eftir að hafa fengið verk fyrir brjóstið. Faðir hennar sagði þá að hún hefði greinst með lungnaþembu. „Við vorum dauðhrædd um að hún hefði fengið hjartaáfall,“ sagði heimildarmaður News of the World. „Við fundum varla púls á henni og hún gat varla andað. Þetta var hræðilegt. Þetta var miklu alvarlegra en hún hefur síðan viljað viðurkenna. Amy er í mikilli hættu á að fá hjartaáfall vegna eiturlyfjaneyslu sinnar.“ Móðir Blake Fielder-Civil, eiginmanns Winehouse, fullyrðir að sonur hennar hafi áður bjargað Amy þegar hún var við það að fá hjartaáfall. „Blake hefur aldrei sagt mér að Amy sé með lungna- þembu. Ég held að hún sé hjart- veik og því miður er það sprottið af eiturlyfjaneyslu.“ Amy Winehouse er hjartveik HJARTVEIK AF DÓPNEYSLU Amy Wine- house er enn í fréttunum vegna bágs heilsufars. Nú er því haldið fram að hún sé hjartveik eftir mikla eiturlyfjaneyslu. NORDICPHOTOS/GETTY Angelina Jolie fæddi tví- bura á sjúkrahúsi í Frakk- landi á laugardagskvöld. Eiginmaðurinn Brad Pitt var viðstaddur fæðinguna og ljómaði af stolti. Þar með eiga þau orðið sex börn. Bandarískt tímarit hefur keypt réttinn af fyrstu myndunum af tvíburunum. Sannkallaður fjölmiðlasirkus hefur verið í Nice í Suður-Frakk- landi síðustu daga. Þar hefur leik- konan Angelina Jolie legið á spít- ala og beðið fæðingar tvíbura sinna og eiginmannsins Brads Pitt. Nokkrum sinnum birtust fréttir á vefmiðlum um að börnin væru fædd, en þær voru jafnharðan bornar til baka. Það var svo á laugardagskvöld að tvíburarnir litu dagsins ljós, gullfallegur strákur og undurfögur stelpa voru tekin með keisaraskurði. „Foreldr- arnir og börnin eru við hestaheilsu. Allt er í besta lagi,“ sagði Michael Sussman, læknir Angelinu. Og heimsbyggðin gat varpað öndinni léttar. Tvíburarnir hafa þegar verið nefndir. Stúlkan kallast Vivienne Marcheline og drengurinn Knox Leon. Talið er að stúlkan sé skírð eftir móður Angelinu, leikkonunni Marcheline Bertrand, sem lést í fyrra af völdum krabbameins. Börnin höfðu vart séð foreldra sína þegar þeir höfðu selt fjölmiðla- réttinn af fyrstu myndunum; ónefnt bandarískt tímarit hefur fallist á að greiða vel yfir 800 millj- ónir króna til að birta fyrstu mynd- irnar af tvíburunum. Foreldrarnir mega þó eiga það að peningunum verður varið til góðgerðarmála. Angelina Jolie er 33 ára og Brad Pitt 44 ára. Þau opinberuðu sam- band sitt árið 2005 eftir að hafa leikið saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith. Þá höfðu sögu- sagnir lengi verið á kreiki um ástarsamband þeirra. Fyrir eiga þau fjögur börn. Þau eignuðust dótturina Shiloh fyrir tveimur árum en hún bættist þar með í hóp systkinanna Maddox sem er sex ára, Pax sem er fjögurra ára, og Zahara sem er þriggja ára. Þau voru ættleidd frá Kambódíu, Víet- nam og Eþíópíu. Enn bætist í barnaflóruna EIGNUÐUST TVÍBURA Angelina Jolie fæddi tvíbura á sjúkrahúsi í Suður-Frakklandi á laugardag. Tvíburarnir, drengur og stúlka, voru teknir með keisaraskurði. Brad Pitt var viðstaddur fæðinguna. NORDICPHOTOS/GETTY STÓR FJÖLSKYLDA Eftir fæðingu tvíbur- anna eiga Brad og Angelina alls sex börn. Hér sjást þau með þeim fjórum sem þau áttu fyrir: Maddox, Pax, Zahara og Shiloh. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.