Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 14. júlí 2008 17 Kirkjan í Innri-Njarðvík er með elstu steinhúsum landsins. Kirkj- an verður opin gestum daglega í sumar milli klukkan 13 og 17 en röng mynd birtist síðasta mánu- dag með frétt þess efnis. Kirkja hefur staðið í Innri- Njarðvík í margar aldir. Bygging þessara sem nú stendur hófst árið 1884 og var grjótið í hana tekið úr fjörunni og úr heiðinni. Grjót- ið var flutt heim og höggvið til undir stjórn Magnúsar Magnús- sona múrara í Miðhúsum í Garði en fyrir kirkjubyggingunni stóð Ásbjörn Ólafsson bóndi og hrepp- stjóri í Innri-Njarðvík. Kirkjan var svo vígð 18. júlí árið 1886 af séra Þórarni Böðvarssyni prófasti. Kirkjan var lagfærð árið 1944 en þá hafði hún lítið verið notuð í tæp 30 ár. Guðjón Samúelsson teiknaði nýjan turn á kirkjuna og fékk kirkjan altaristöflu eftir Magnús Á. Árnason myndlistar- mann að gjöf. Sjá www.nat.is. Opið í Innri- Njarðvík INNRI-NJARÐVÍK Kirkjan er hlaðin úr handhöggnu grjóti og var vígð árið 1886. MYND/ELLERT Nýtt íslenskt spil er komið á markaðinn. Stóð- hestaspilið heitir það og er hannað af sömu köppum og stóðu að Hrútaspilinu sem kom út í desember 2006 og uppskriftaspilabókinni Veiðimanni sem kom út árið 2007. Það eru þeir Stefán Pétur Sólveigarson og Sverrir Ás- geirsson. Spilinu svipar mjög til Hrútaspilsins. Spilað er um eiginleika stóðhestanna og einkunnir gefnar fyrir til dæmis afkvæmi, kynbætur, byggingu og hæfileika hestanna, en eins og með öll hin spilin þá er hægt að nota þau sem hefðbundinn spilastokk. Stóðhestaspilin eru aðeins stærri en venjuleg spil, eða í hinni svo- kölluðu pókerstærð. Spilið var fyrst kynnt á Landsmóti hesta- manna á dögunum og seldist vel. Að sögn Stefáns tók það pínulítið á taugarnar að kynna spilið á mótinu, en það gekk mjög vel og spilinu var vel tekið. „Flestir af hestunum sem stóðu sig vel á Hellu eru í stokknum og því var mikil ánægja með það á mótinu,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns tók gerð spilsins um tvo mánuði, en báðir voru þeir félagar í ann- arri vinnu með. Það voru þó ekki þeir sem völdu hestana í spilið heldur fengu þeir þrjá ráðunauta sér til aðstoðar. Mikið var lagt í spilið, en að sögn Stef- áns keyptu þeir allar ljósmyndirnar á spilunum og létu prenta allt í fjór- um litum, bæði fram- og bakhlið, sem telst fremur óvanalegt miðað við upp- lag. Spilið fer í verslanir á næstu dögum og verður það selt í bókabúðum um allt land, í flugstöð Leifs Eiríksson- ar og í spilabúðum. Þeim sem vilja kynna sér spil félaganna nánar er bent á heimasíðuna www.spilaborg.is. Stóðhestaspilið seldist vel á landsmóti hestamanna Á dögunum bætti Ingibjörg R. Magnúsdóttir hjúkrunarfræðing- ur 1.750.000 krónum í sjóð sem starfar í hennar nafni við Rann- sóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hann veit- ir styrki til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi. Þetta rausnarlega framlag Sigrúnar kemur í tilefni af eins árs afmæli sjóðsins og 85 ára afmæli hennar. Stofnfé sjóðsins er 5.000.000 króna og samanstendur af gjafa- fé frá Ingibjörgu, Magnúsi Frið- riki Guðrúnarsyni og fé sem gefið var í tilefni doktorsprófs Sigrún- ar Gunnarsdóttur. Einnig framlög- um Rannsóknastofnunar í hjúkr- unarfræði, Glitnis, Ljósmæðra- félags Íslands og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis. Ingibjörg var ein þeirra sem stóð að stofn- un námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973 og stjórnaði þeirri braut um tíma. Góð gjöf FRÁ AFHENDINGU Sóley S. Bender, deild- arforseti hjúkrunardeildar HÍ, Ingibjörg R, stofnandi sjóðsins, og Sigurður J. Haf- steinsson, fjármálastjóri Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.