Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 48
FÓTBOLTI Fylkismenn unnu nauð- synlegan sigur á FH-ingum í Kaplakrika í gær. Sigurmarkið skoraði Jóhann Þórhallsson í við- bótartíma. Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, missti sig af fögn- uði á varamannabekknum enda þurfti Árbæjarliðið á öllum stig- unum að halda. FH-ingar komust yfir með umdeildu marki í fyrri hálfleik en Fylkismenn sýndu mikinn karakt- er og tryggðu sér sigurinn. Fyrri hálfleikurinn var frekar rólegur. Fylkismenn byrjuðu ágætlega en eftir því sem leið á náðu FH-ingar meiri tökum. Allan Dyring átti fast skot strax í byrjun en beint á Daða Lárusson. Á 27. mínútu var Tryggvi Guðmundsson mjög nálægt því að koma FH yfir en þá átti hann glæsilegt viðstöðu- laust skot í slá eftir hornspyrnu. Fylkismenn komu knettinum í markið í fyrri hálfleik en Kristinn Jakobsson dæmdi réttilega auka- spyrnu þar sem brotið var á Daða markverði. Hinumegin átti Atli Viðar Björnsson ágætis marktil- raun en skot hans fór framhjá. Þegar 45 mínútur voru komnar á klukkuna komst FH yfir með ansi umdeildu marki. Fjalar Þor- geirsson markvörður var með báðar hendur á boltanum þegar Atli Viðar Björnsson sparkaði boltann úr höndum hans. Atli Guðnason sendi síðan á Arnar Gunnlaugsson sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skora. Skiljanlega voru Fylkis- menn allt annað en sáttir við að Kristinn Jakobsson dæmdi ekki brot. Fylkismenn lögðu árar ekki í bát og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik höfðu þeir jafnað. Kjartan Andri Baldvinsson fékk sendingu frá Andrési Má Jóhann- essyni, komst einn gegn Daða og kláraði færið ansi snyrtilega með því að vippa boltanum lauslega í hornið. Ansi langþráð mark en Fylkis- menn höfðu ekki skorað í 437 mín- útur áður en Kjartan náði að skora í gær en Jóhann Þórhallsson hafði skorað síðasta mark liðsins. Jóhann kom einmitt inn á sem varamaður fyrir Kjartan í gær. Kjartan Ágúst Breiðdal hefði síðan átt að koma Fylki yfir ekki löngu síðar en hann fékk þá dauða- færi. Vann baráttu við Höskuld og komst í virkilega gott færi en skot hans framhjá. FH-ingar fengu líka sín færi og boltinn flaug aftur í slá Fylkismarksins eftir aukaspyrnu. Fylkismenn áttu hættulegar sóknir og varamaðurinn Hermann Aðalgeirsson skaut föstu skoti rétt framhjá. Annar varamaður, Matthías Guðmundsson, átti fínan sprett hjá FH en skot hans sleikti hliðarnetið. Allt stefndi í jafntefli þegar Jóhann Þórhallsson fékk sendingu frá Hermanni, fór illa með Tommy Nielsen í vörn FH og skoraði sig- urmarkið. Fylkismenn eru því komnir með tólf stig og hafa skilið Skagamenn og HK-inga eftir í enn verri málum á botninum. „Ég verð að viðurkenna að það var smá hik en sem betur fer kláraði ég það,“ sagði Jóhann við Stöð 2 Sport um færið sem hann skoraði úr. Leifur Garðarsson sagðist ekki hugsa neitt um sína stöðu hjá Fylki. „Ég held að þetta sé hugarfarslegt. Ég held að menn hafa ekki gírað sig upp að undan- förnu, því miður,“ sagði Leifur. - egm Fjölnisvöllur, áhorf.: 1.226 Fjölnir ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–11 (7–5) Varin skot Þórður 4 – Esben 5 Horn 8–5 Aukaspyrnur fengnar 10–9 Rangstöður 6–1 ÍA 5–3–2 Esben Madsen 5 Heimir Einarsson 4 Dario Cingel 5 Árni Thor Guðmunds. 4 (83. Aron Pétursson -) Guðjón H. Sveinss. 4 (57. Jón V. Ákason 5) Andri Júlíusson 3 Helgi Pétur Magnúss. 4 Bjarni Guðjónsson 5 Stefán Þórðarson 3 Vjekoslav Svadumovic 3 Atli Guðjónsson 5 *Maður leiksins FJÖLNIR 4–5–1 Þórður Ingason 7 Magnús I. Einarsson 6 (90 Kolbeinn Krist. -) Óli S. Flóventsson 7 Kristján Hauksson 7 Gunnar V. Gunnarss. 5 Ólafur P. Snorrason 7 Ásgeir A. Ásgeirsson 7 Ágúst Gylfason 6 (90. Andri V. Ívarss. -) Tómas Leifsson 6 (73. Ólafur Johnson -) Pétur Georg Markan 7 *Gunnar M. Guðm. 7 1-0 Pétur Georg Markan (30.) 2-0 Gunnar Már Guðmundsson (72.) 2-0 Magnús Þórisson (5) 24 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FH 1-2 FYLKIR 1-0 Arnar Gunnlaugsson (45.+1) 1-1 Kjartan Andri Baldvinsson (49.) 1-2 Jóhann Þórhallsson (90.+2) Kaplakrikavöllur, áhorf.: 837 Kristinn Jakobsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6-7 (2–4) Varin skot Daði x – Fjalar x Horn 1–2 Aukaspyrnur fengnar 19–12 Rangstöður 6-5 FH 4–3–3 Daði Lárusson 5, Höskuldur Eiríkssson 7, Tommy Nielsen 3, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5, Hjörtur Logi Valgarðsson 6, Davíð Þór Viðarsson 5 (61. Bjarki Gunnlaugsson 5), Dennis Siim 6, Arnar Gunnlaugsson 6 (77. Jónas Grani Garðarsson -), Atli Guðnason 3, Tryggvi Guðmundsson 4 (77. Matthías Guðmundsson -), Atli Viðar Björnsson 5. Fylkir 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 6, Þórir Hannes- son 6, Kristján Valdimarsson 6, *Ólafur Stígsson 7, Víðir Leifsson 7, Ian Jeffs 6, Peter Gravesen 6, Allan Dyring 5 (77. Hermann Aðalgeirsson -), Kjartan Ágúst Breiðdal 6, Andrés Már Jóhannsson 6, Kjartan Andri Baldvinsson 7 (72. Jóhann Þórhallsson -). STAÐAN Í LANDSBANKADEILD: 1. FH 11 7 1 3 21-12 22 2. Keflavík 10 7 1 2 23-15 22 3. Fjölnir 11 7 0 4 19-10 21 4. KR 10 6 0 4 18-11 18 5. Valur 10 5 1 4 16-13 16 6. Breiðablik 10 4 3 3 17-15 15 7. Fram 10 5 0 5 10-9 15 8. Grindavík 10 4 1 5 13-17 13 9. Þróttur 10 3 3 4 13-18 12 10. Fylkir 11 4 0 7 12-19 12 11. ÍA 11 1 4 6 8-17 7 12. HK 10 1 2 7 11-26 5 FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson sat í fimm mínútur í ísbaði eftir sigurleikinn gegn FH eftir áskorun strákanna í Keflavíkur- liðinu. Ísböð eru greinilega komin í tísku. „Þetta er hluti af því að vera með í þessum góða móral. Maður fær áskoranir og ég legg áskoranir á þá,“ sagði Kristján sem skorar á liðið sitt að vinna. Áskoranir strákanna eru af öðrum toga, en fyrir ísbaðið þurfti Kristján að sporðrenna kókosbollum og kóki ef sigur ynnist í Grindavík. Sú varð raunin og ísbað var næst. „Þeir trúðu því ekki að ég gæti þetta. Þeir sáu það núna að þjálfarinn er keppnismaður. En ég viðurkenni að það var beygur í mér fyrir ísbaðið,“ sagði Kristján sem vissi ekkert upp á hverju tekið yrði næst. - hþh Þjálfaranum hent í ísbað: Hluti af góðum móral í Keflavík KALDUR Kristján viðurkennir að honum hafi ekkert litist á blikuna en hann entist samt í fimm mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN ÖRVAR >Kópavogsslagur í kvöld Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Í Kópavoginum mætast Breiðablik og HK á sameiginlegum heimavelli sínum. Rúnar Páll Sigmundsson mun stýra liði HK sem enn hefur ekki fundið nýjan þjálfara. Blikar sigla lygnan sjó um miðja deild en staða HK er slæm á botninum. Athyglis- vert verður að sjá hvaða áhrif brott- rekstur Gunnars Guðmundsson- ar og ströng þjálfaraleit hafa á leikmenn liðsins. Leikurinn hefst klukkan 20. Þá tekur Fram á móti Keflvík og Þróttarar halda suður með sjó til Grindavíkur. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Íslenska landsliðið í körfubolta er statt í Litháen um þessar mundir. Liðið leikur tvo æfingaleiki gegn einu besta landsliði heims en sá fyrri tapaðist í gær, 115-62. „Það voru góðir kaflar í þessu og menn geta verið sæmilega sáttir. Við höfum ekki spilað saman í marga mánuði og erum að slípa okkur saman. Við töpuðum fyrir vægast sagt góðu liði,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari. „Við spiluðum vörnina þó nokkuð vel á köflum sérstak- lega í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn var fínn og við komum okkur í fín færi en við nýttum þau alls ekki nógu vel. Það var nánast enginn sem nýtti opnu skotin sem við fengum. Það gengur ekki gegn liði sem er með algjöra yfirburði í teignum, við þurftum að nýta opnu skotin fyrir utan,“ sagði þjálfarinn. „Það skrifast á að við erum að koma okkur af stað en við erum að verða hættulegri. Ég er pott- þéttur á að við spilum betur í næsta leik gegn þeim,“ sagði Sigurður en sá leikur er á morgun. Strákunum líður vel í Litháen þar sem liðið æfir við frá- bærar aðstæður. „Við erum nánast í mekka körfuboltans og hér er frábært að vera. Liðin eru bæði að nota þetta sem æfingu og leikirnir bera keim af því. En ef maður getur tekið eitthvað jákvætt út úr leikjunum græðum við heilmik- ið á þessu,“ sagði Sigurður. Landslið Litháa er númer fimm í heiminum og það varð í þriðja sæti á Evrópumótinu á síðasta ári. Í því eru nokkrir leik- menn sem spila í NBA-deildinni. „Þeir stefna á Ólympíugullið. Þeir gera sér raunhæfar vonir um að vinna Bandaríkin,“ sagði Sigurður um styrkleika Litháa. Helgi Magnússon var stigahæstur með fjórtán stig, Jakob Sigurðarson skoraði tíu stig og tók sex fráköst, Hreggviður Magnússon átta og þeir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þor- valdsson skoruðu sex. Litháar tóku 52 fráköst en Íslendingar 36 og stoðsendingar heimamanna voru 27 gegn aðeins sjö sendingum Íslendinga. Þá var skotnýting Litháa í teignum 62% gegn 38% nýtingu Íslendinga samkvæmt heimasíðu KKÍ. ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í KÖRFUBOLTA: TAPAÐI MEÐ 50 STIGA MUN FYRIR EINU BESTA LIÐI HEIMS Litháar alltof stór biti fyrir Íslendinga FÓTBOLTI Ekkert varð úr því að Guðjón Þórðarson ynni hundrað- asta leikinn sinn í efstu deild karla. Skagamenn biðu lægri hlut gegn Fjölni í gær, 2-0. Leikurinn fór rólega af stað en Fjölnismenn voru þó grimmara liðið. Þeir höfðu öll völd á miðjunni og náðu oft ágætis spili. Skaga- menn, sem höfðu fjölgað varnar- mönnum sínum eftir síðasta leik, voru í vandræðum og ógnuðu lítið. Fjölnismenn komust verðskuldað yfir þegar Pétur Georg Markan skoraði gott mark eftir sendingu Tómasar Leifssonar. Staðan í hálf- leik var 1-0. Í síðari hálfleik hófu Fjölnis- menn leikinn af álíka krafti og þeir höfðu spilað í fyrri hálfleik. Þeir voru mun sterkari aðilinn og þrátt fyrir að Skagamenn hafi aðeins komist inn í leikinn um miðjan hálfleikinn var það síður en svo ósanngjarnt þegar Gunnar Már Guðmundsson skoraði annað mark Fjölnis og kom þeim í 2-0. Lítið gerðist það sem eftir lifði leiks og fögnuðu Fjölnismenn góðum og sanngjörnum sigri á ÍA og laumuðu sér þar með í þriðja sæti deildarinnar. Skagamenn sitja hins vegar sem fastast við botninn. Þeir hafa ekki unnið í átta leikjum í röð í deildinni og ljóst að þeir þurfa að fara að spila mun betur ef ekki á illa að fara. Guðjón Þórðarson var svekktur í leikslok. „Við höfum verið að reyna að nálgast það sem vantar upp á og ég held við höfum snert á nær öllum flötum hvað þjálfun liðsins varðar. Við náum ekki að skora og ef við skorum ekki þá vinnum við ekki fótboltaleiki. Ég hef varla séð það svartara og þetta er eiginlega alveg ný áskorun. En það er bara eitthvað til að takast á við.“ Þegar blaðamaður spurði Guð- jón hvort hann hefði eitthvað íhug- að sína stöðu sagði Guðjón: ,,Hefur þú íhugað þína stöðu sem blaða- maður, hvernig hún er? Mín staða er fín og mér líður ágætlega. Þó að maður snerti á mörgum flötum í þjálfuninni er ekki endilega víst að það gangi upp,” sagði Guðjón. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var aftur á móti sáttari með sína menn. „Ég er mjög ánægð- ur með stigin þrjú og liðið í heild sinni. Menn lögðu mikið í þetta og uppskáru eftir því, sanngjarn sigur. Skagamenn börðust en ég vissi að ef við næðum fram okkar leik þá ættum við að geta klárað þetta,“ sagði Ásmundur. ,,Markmið okkar voru skýr, að halda sér í deildinni og við erum á góðri leið með að klára það. Það gæti svo styst í það að við förum að skoða hlutina í öðru samhengi,“ sagði kampakátur þjálfari Fjölnis að leik loknum. - sjj Enn syrtir í álinn hjá Skagamönnum sem hafa ekki unnið í átta síðustu leikjum: Frískir Fjölnismenn komnir í fluggírinn FAGNAÐ Fjölnismenn fagna marki Péturs í fyrri hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Lífsnauðsynlegur sigur Fylkismanna Jóhann Þórhallsson létti pressunni af Fylki með sigurmarki í uppbótartíma gegn FH í gær. Fylkir hafði ekki skorað í 437 mínútur áður en félagið jafnaði eftir að hafa lent undir. FH tapaði öðrum leiknum í röð. VÖKUL AUGU Leifur Garðarsson fylgist með leiknum af hliðarlínunni. Loksis gat hann fagnað sigri, og það á sínum gamla heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.