Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 14. júlí 2008 25 Blaðberinn minn kemur oft með mér í bíltúr Núna er ekkert mál að endurvinna! Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír. Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24, alla virka daga, frá kl. 8-17, á meðan birgðir endast. F í t o n / S Í A FÓTBOLTI Lars Petter Fosdahl er norskur umboðsmaður sem hefur unnið með íslenskum leik- mönnum frá 1996. Hann segir að íslensk félagslið verði að passa sig á því að verðleggja leikmenn ekki of hátt, þá snúi norsk félög sér bara í sínar eigin akademíur eða hreinlega til annarra landa. Hann tekur undir það sem kollegi hans Ólafur Garðarsson sagði í Fréttablaðinu í gær að markaðurinn ræður verðinu á leikmönnum. Í gær sagði Jónas Kristinsson hjá KR að íslenskir leikmenn væru of ódýrir. „Það er sanngjarnt að segja að íslenskir leikmenn hafi verið of ódýrir í nokkur tíma en sú er ekki raunin nú. Ég tel að það sé sanngjarnt að borga í mesta lagi 20-30 milljónir íslenskra króna fyrir leikmenn, en auðvitað eru undantekningar á því,“ sagði Fosdahl við Fréttablaðið í gær. Hann segir að Marel Baldvins- son hafi kostað Stabæk 40 millj- ónir íslenskra króna, verð sem er ólíklegt að Íslendingar eigi eftir að fá að sjá aftur. Þá telur hann að Brann hefði ekki keypt Birki Má Sævarsson af Val hefði það þurft að borga mikið meira en 20-25 milljónirnar sem það borgaði. „Fyrir utan Heiðar Helguson held ég að nánast enginn leik- maður frá Íslandi hafi verið seldur með gróða. Félög horfa auðvitað mikið á það. Það verður að segjast að leikmenn frá Íslandi hafa ekki margir reynst góðar fjárfestingar.“ Hann tekur þó skýrt fram að Íslendingar séu í afar miklum metum hjá norskum félögum, þau viti alltaf að hverju þau gangi með þá. „Þeir eru dugleg- ir, vinnusamir og baráttuglaðir. Það er aldrei neitt vesen á þeim,“ segir Lars. Hann tekur Veigar Pál Gunn- arsson svo sem dæmi. „Veigar hefur verið að standa sig mjög vel hjá Stabæk. Samt sem áður hefur að mér vitandi ekki borist neitt tilboð í hann,“ segir Lars. Hann bendir einnig á að íslensk félagslið eigi erfitt með að halda í stráka sem dreymir um atvinnu- mennsku. „Það verður líka að viðurkennast að íslenska deildin er ekki jafn góð og deildirnar í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Ef þú skoðar líka landslið Íslands er ekki hægt að sjá mikla ástæðu til þess að verð leikmanna ætti að hækka,“ sagði Lars léttur. „Leikmenn frá Íslandi sem hafa verið góðir í heimalandinu hafa margir reynst miðlungs- menn í norska boltanum. Ég held að ef leikmenn verði verðlagðir of hátt fari norsku félögin bara að leita annað, til dæmis í eigin akademíur. Ef þau geta valið um jafn góðan leikmann frá Íslandi og Noregi velja þau alltaf þann norska.“ Lars segir einnig að góðærið í norska boltanum sé búið, í bili. „Það eru hreinlega ekki jafn miklir peningar í spilunum núna og fyrir einu eða tveimur árum. Fyrir utan félög eins og Brann og Rosenborg þá eru mörg félög í miklum fjárhagskröggum. Stabæk var við toppinn en þurfti síðan að selja sinn besta leik- mann. Staðan er breytt,“ segir umboðsmaðurinn. - hþh Norskur umboðsmaður segir að verð á íslenskum leikmönnum sé gott og varar félög við því að hækka: Fáir Íslendingar reynast góð fjárfesting Auðun Helgason (Viking) Ármann S. Björnsson (Brann) Brynjar B. Gunnarss. (Vålerenga) Helgi Sigurðsson (Stabæk og Lyn) Kristján Ö. Sigurðsson (Brann) Marel Baldvinsson (Stabæk) Ríkarður Daðason (Viking og Lilleström) Rúnar Kristinsson (Lilleström) Veigar Páll Gunnarsson (Strømsgodset og Stabæk) Meðal kúnna Lars fyrr og nú: Níu íslendingar ENGIN TILBOÐ Veigar Páll Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega hjá Stabæk en Lars Petter segir að engin tilboð hafi borist í Íslendinginn þrátt fyrir það. FÓTBOLTI Sara Björk Gunnars- dóttir getur valið sér félag þegar hún fer frá 1. deildarliði Hauka. Landsliðskonan er mjög eftirsótt og hafa til að mynda Valur, KR, Stjarnan og Breiðablik, öll sýnt henni mikinn áhuga. Þá vildi þýskt úrvalsdeildarfélag semja við hana en hún taldi sig ekki tilbúna í það að svo stöddu. „Það er stöðugt verið að spyrj- ast fyrir um hana,“ segir Kristján Ómar Björnsson, framkvæmda- stjóri Hauka. Hin sautján ára gamla Sara er samningsbundin Haukum út næsta ár. „Við höfum verið að fara yfir stöðuna en ekki tekið neina ákvörðun. Við komum að sjálf- sögðu alls ekki í veg fyrir hennar framþróun. Það er eiginlega meira að frumkvæði félagsins að koma henni annað, hvort sem það verður núna í félagaskipta- glugganum eða eftir tímabilið,“ segir Kristján. Haukar horfa mikið til þess að fá leikmenn í skiptum fyrir Söru. „Við myndum taka upp símtólið ef félag byði okkur það,“ sagði Kristján sem hrósar Söru í hástert. „Hún hefur sýnt mikinn kar- akter með því að einbeita sér að Haukunum. Margur leikmaður- inn hefði stokkið frá skútunni hjá félaginu sem er í afar erfiðri stöðu,“ sagði Kristján um hina uppöldu Haukastúlku en liðið er í næstneðsta sæti A-riðils 1. deildarinnar. „Við ætluðum okkur stærri hluti. Við viljum að hún nái sínum markmiðum og komi svo bara aftur til okkar,“ sagði Kristján. - hþh Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir eftirsótt: Öll stóru félögin vilja Söru Björk EFTIRSÓTT Sara Björk hefur staðið sig gríðarlega vel með íslenska landsliðinu sem og Haukum. Hún getur valið úr félögum og fram til þessa hefur hún valið uppeldisfélag sitt, Hauka, þrátt fyrir gnægð af tilboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Helgi Sigurðsson hefur verið KR-ingum afar erfiður við að eiga síðan að hann gekk til liðs við Valsmenn fyrir síðasta tímabili. Liðin hafa mæst þrisvar í Landsbankadeildinni á þessum tíma, Valsmenn hafa unnið alla leikina og Helgi hefur skorað 5 af 7 mörkum liðsins. Hann hefur einnig verið kosinn maður leiksins hjá Fréttablaðinu í tveimur þessara leikja. Allt KR-liðið hefur skorað tvö mörk í þessum þremur leikjum en það hefur líka Valsmaðurinn Baldur Aðalsteinsson gert. Líkt og í fyrrasumar skoraði Helgi nú sína fyrstu tvennu á tímabilinu í leik á móti KR. - óój HELGI GEGN KR ´07 OG ´08: 24. maí 2007 Valur-KR 2-1 2 mörk 8. ágúst 2007 KR-Valur 0-3 1 mark 10. júlí 2008 KR-Valur 1-2 2 mörk Landsbankadeild karla: Helgi er erfiður KR-ingum 5 MÖRK Í 3 LEIKJUM Helgi hefur verið heitur gegn KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.