Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 6
6 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR DELL A928 FJÖLNOTATÆKI 13.320 KR. Fullt verð: 16.650 kr. VA RA VI KU NN AR Grensásvegi 10, 108 Reykjavík // Sími 563 3000 Tryggvabraut 10, 600 Akureyri // Sími 463 3000 // www.ejs.is 20% afsláttur Ti lb oð ið g ild ir frá 1 4. ti l 1 9. jú lí Prentar, ljósritar, skannar Ljósmyndaprentun 24 síður á mínútu í svörtu og lit Upplausn: 4800 x 1200 dpi 100 blaðsíðna bakki Prentar út á jaðar blaðsins "PictBridge" prentar beint úr myndavélum 1200 x 2400 dpi 48-bit skanni Scan to email USB 2.0, PictBridge, minniskortalesari 435mm x 285mm x 168mm (b x d x h) EFNAHAGSMÁL Meðan rætt er um kreppu á landinu blómstrar efna- hagur Vestmannaeyja, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja. „Staðan í efnahagskerfi sveitar- félagsins er mjög sterk. Eiginfjár- staða atvinnurekanda er sterk.“ segir hann. „Hér eru miklar fram- kvæmdir fram undan. Litlar breytingar hafa verið gerðar á áætlunum þrátt fyrir þessa höfuðborgar kreppu, sem við vilj- um kalla svo.“ Elliði segir sjávarútveginn öfl- ugan í Eyjum og ferðaþjónustuna eflast. Gengislækkun krónunnar hafi komið þessum atvinnugrein- um vel, auk þess sem erfiðleikar í fjármálagreinum hafi fært athygli fjárfesta í auknum mæli til frum- atvinnugreina á borð við sjávarút- veg. Auk þessa skipti fyrirhugað- ar samgöngubætur til Eyja með uppbyggingu Bakkafjöruhafnar miklu máli. Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar, er líka bjartsýn. „Það er geysilegur styrkur fólg- inn í grunnatvinnugreinunum hérna sem eru framleiðsla á áli og framleiðsla á sjávarafurðum. Við erum með sjávarútvegsfyrirtæki sem standa mjög sterkt og hafa haft tækifæri til að hagræða og sækja fram á undanförnum árum, meðal annars vegna þeirrar eftir- spurnar eftir vinnuafli sem hér hefur verið,“ segir hún. Framlegð Fjarðabyggðar til útflutnings- tekna þjóðarinnar er tugföld miðað við fjölda íbúa, segir hún. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, telur nokkur tækifæri til uppbyggingar í sveitarfélaginu, svo sem í þorskeldi, en hefur þó áhyggjur af niðurskurði aflaheim- ilda. „Mín tilfinning er frekar góð því ég sé þessi tækifæri, svo fram- arlega sem [aflaheimildir] dragast ekki enn meira saman,“ segir hann. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, er svart- sýnni. „Ég hef áhyggjur af kom- andi misserum. Ég er ekki sam- mála því að þetta sé eingöngu höfuðborgarkreppa. Þetta er eitt- hvað sem allt Ísland mun ganga í gegnum,“ segir hún. Hún segir að frost sé á fasteignamarkaði á Akur- eyri. Sveitarfélagið sé ágætlega statt en þoli ekki mikla niður- sveiflu. gunnlaugurh@frettabladid.is Niðursveiflan frekar höfuðborgarkreppa Fjármálakreppan kemur misilla niður á sveitarfélögum. Bæjarstjóri Vestmanna- eyja segir atvinnulífið blómstra og að í raun sé um höfuðborgarkreppu að ræða. Meiri bjartsýni ríkir í Fjarðabyggð og á Ísafirði en á Akureyri. FRIÐARHÖFN Í HEIMAEY Forsvarsmenn sveitarfélaga á landsbyggðinni telja áhrif fjármálakreppunnar á bæjarfélögin mismikil. FRÉTTALBLAÐIÐ/HARALDUR ÍSRAEL, AP Í síðustu viku kom lögreglan fram með nýjar ásakanir um fjársvik á hendur Ehuds Olmert forsætisráð- herra Ísraels. Grunur leikur á að hann hafi laumað í eigin vasa tugum þúsunda dollara. Peningana notaði hann til að borga ferðalög konu sinnar og fjögurra barna. Börn Ehuds Olmert forsætisráðherra Ísraels styðja við bakið á föður sínum. Þau gáfu út þá yfirlýsingu í gær að þau vissu ekki betur en að flugmiðarnir hefðu verið gjafir frá föður þeirra. Þessar ásakanir gætu orðið til þess að Olmert missi sæti sitt sem forsætisráð- herra. - mmr Forsætisráðherra Ísrael: Grunaður um fjársvik EHUD OLMERT SAMGÖNGUR Forráðamenn Spalar afhentu samgönguráðherra skýrslu um rannsóknir og tæknilega undirbúningsvinnu vegna nýrra ganga við Hvalfjörð í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun. Kristján L. Möller þakkaði forráðamönnum Spalar forgöngu þeirra og sagði eðlilegt að huga að nýjum göngum. Ný göng eru þó ekki á sam- gönguáætlun en Kristján sagðist telja að ráðast þyrfti í gerð þeirra á næstu 5 til 10 árum. - mmf Skýrsla afhent ráðherra: Ný göng við Hvalfjörð HVALFJARÐARGÖNG Samgönguráðherra finnist eðlilegt að huga nýjum göngum. AFGANISTAN, AP Sjálfsmorðsárásar- maður sprengdi sjálfan sig í loft upp við lögreglustöð í suðurhluta Afganistan í gær. Tuttugu og fjórir létust og þrjátíu særðust í sprengingunni og flestir hinna látnu og slösuðu voru búðareigendur og ungir götusölumenn. Íbúar Afganistan hafa orðið fyrir miklum sprengjuárásum í þessum mánuði. Um fimmtíu og fimm létust fyrir viku síðan í sprengjuárás í Kabúl. Um fimmtíu og þrjú þúsund hermenn frá fjörtíu löndum eru í Afganistan á vegum NATO og er verkefni þeirra að halda aftur af auknum árásum Talíbana í landinu. - mmr Kandahar í Afganistan: 24 létust í sprengjuárás SÚDAN, AP Luis Moreno-Ocampo, saksóknari stríðsglæpadómstóls- ins í Haag, leggur í dag fram sönnunargögn fyrir dómstólnum sem sýna eiga fram á stríðsglæpi ráðamanna í Afríkuríkinu Súdan. Blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í Súdan frá því að blökku- menn í suðurhéruðum landsins gerðu uppreisn gegn araba- ríkisstjórninni árið 2003. Allt að þrjú hundruð þúsund hafa látist og tvær og hálf milljón verið hrakin af heimilum sínum. Súdanstjórn er meðal annars sökuð um að hafa skipulagt árásir janjaweed-hersveita á þorp og bæi í Darfúr-héraði. - gh Ráðamenn í Súdan: Sakaðir um stríðsglæpi UPPREISNARMENN Uppreisnarmenn og Súdanstjórn hafa meðal annars deilt um yfirráð yfir olíulindum í suðurhéruðum Súdans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA „Ég vísa því á bug að þessar viðræður feli í sér að Þróunarsamvinnustofnun sé beitt í annarlegum tilgangi,“ segir Skúli Helgason, varaformaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Haft var eftir Sigfúsi Ólafssyni, fulltrúa Vinstri grænna í stjórn ÞSSÍ, í Fréttablaðinu í gær að hann teldi utanríkisráðuneytið nota stofnunina sem tæki í baráttunni fyrir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefna á vegum ráðuneytisins á Barbados hafi vakið vonir smáríkja í Karíbahafi um að hljóta þróunaraðstoð, en ekkert slíkt hafi verið ákveðið. Þetta hafi verið gert í því skyni að veiða atkvæði. „Þessar viðræður eru í fullu samræmi við stefnu Íslands í þróun- armálum sem sett var 2005. Þar segir orðrétt að það eigi að efla samstarf við smáeyjaríki,“ segir Skúli. Hann telur eðlilegt að utanríkis- ráðuneytið nýti sér sérþekkingu starfsfólks ÞSSÍ til að kanna mögu- leikann á samstarfi við ný ríki. „Í nýju frumvarpi utanríkisráð- herra sem liggur fyrir Alþingi er sérstaklega tiltekið að Þróunarsamvinnu- stofnun geti komið að svæðisbundnum verkefnum eins og þarna er verið að tala um,“ segir Skúli. - sgj Varaformaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands segir stofnunina ekki vera í atkvæðaveiðum: Í samræmi við þróunarstefnu Íslands SKÚLI HELGASON BARBADOS ÞSSÍ gæti hafið þróunarsamstarf við svæð- isfélög í Karíbahafinu. KJÖRKASSINN Ber ríkislögreglustjóra að svara fyrir um hvort leysa skuli 10-11 lögregluþjón frá störfum? Já 79,7 % Nei 23,3 % SPURNING DAGSINS Í DAG: Fer of mikið af raforku Íslands í stóriðju? Segðu skoðun þína á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.