Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 4
4 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 20° 20° 21° 20° 21° 24° 23° 16° 23° 25° 29° 19° 22° 23° 30° 32° 23°12 Á MORGUN Norðan eða norðvestan, 5-10 m/s. MIÐVIKUDAGUR Stíf norðlæg átt allra austast, annars hægari. 11 11 12 13 15 13 13 12 12 11 7 2 4 6 8 6 10 6 11 7 8 6 12 16 11 910 9 10 14 14 BREYTINGAR Á morgun fer veður kólnandi norðan og austan til en búast má við fínum hitatölum og björtu veðri sunnanlands. Á miðvikudag og fi mmtudag verður lítið um úrkomu á landinu öllu og horfur á sumar- blíðu sunnan og vestan til. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Í dálknum Frá degi til dags í gær var ranghermt að Sigurjón M. Egilsson hafi verið „látinn fara“ sem ritstjóri Mannlífs. Sigurjón verður áfram rit- stjóri Mannlífs. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Egill Jónsson, fyrrum alþingis- maður og bóndi á Seljavöllum, er látinn, 77 ára að aldri. Egill fæddist að Hoffelli í Nesja- hreppi 14. desember 1930. Hann lauk prófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri. Árið 1955 stofnaði Egill, ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Hjaltadóttur, nýbýlið Seljavelli í Nesjum. Egill var ráðunautur Búnaðarfélags Íslands og síðar héraðsráðunautur Búnaðar- sambands Austur-Skaftfell- inga. Hann var fulltrúi á Búnaðarþingi og sat í hrepps- nefnd Nesjahrepps. Egill sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árunum 1979 til 1999. Auk þess kom Egill að útgáfumál- um og ritstörfum. Egill Jónsson látinn STJÓRNMÁL Með evruaðild mætti skjóta þriðju stoðinni undir sam- starf Íslands og Evrópusambands- ins, segir Björn Bjarnason dóms- málaráðherra á heimasíðu sinni. Hann segir Íslendinga hafa tengst Evrópusambandinu eftir tveimur meginleiðum, EES-samningnum og Schengen-samkomulaginu. Einnig muni meiri pólitísk sátt verða um þá leið heldur en þá að ganga í sam- bandið. Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segir á heimasíðu sinni að hún hafi fyrir nokkrum árum sett fram sömu hug- mynd og Björn geri nú. Á þeim tíma velti hún meðal annars upp þeirri hugmynd að semja sérstak- lega um upptöku evrunnar án fullr- ar aðildar að myntbandalaginu eða Evrópusambandinu. Það fékk lítinn hljómgrunn hjá sjálfstæðismönn- um, og bæði Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Björn Bjarnason sögðu óraunhæft að taka upp evru hér á landi án aðildar að Evrópu- sambandinu. Þá sagði Björn einnig að sérfræðingar innan seðlabank- ans teldu evruaðild án Evrópusam- bandsaðildar ekki fýsilega. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur sagt að valkostir Íslands í Evrópusambandsmálum séu skýr- ir, að vera fyrir utan það eða fyrir innan. Því sé upptaka evrunnar án aðildar að Evrópusambandinu ekki möguleg, og stefna ríkisstjórnar- innar sú að ekkert verði gert í þess- um málum á kjörtímabilinu. Björn segir hins vegar að nú hafi vaknað spurning um þessa milli- leið. Hann sé ekki að leggja til ein- hliða upptöku evru, heldur yrði evra tekin upp á grundvelli samn- inga við Evrópusambandið. Hann telur lögheimildir fyrir þessari millileið vera hjá Evrópusamband- inu. „Ég vil ekkert segja um upptöku evrunnar, við þurfum að einbeita okkur að því að hlúa að krónunni núna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, um pistil Björns. Hún segir tillögu hans ekki nýja af nál- inni, hann hafi bent á þetta áður. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segir hins vegar mikil tíð- indi fólgin í pistli Björns. Hann sjái að krónan sé ekki framtíðarmynt Íslendinga, og að leita verði nýrra leiða. „Það sem kemur mér á óvart er að hann telji unnt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópu- sambandið því það er í andstöðu við það sem ESB segir sjálft og er þvert á niðurstöðu Evrópunefndar forsætisráðherra sem ég sat í og hann var formaður í. Batnandi Birni er best að lifa.“ thorunn@frettabladid.is helgath@frettabladid.is Evruaðild gæti orðið þriðja stoðin í samstarfi við ESB Björn Bjarnason segir að með evruaðild mætti skjóta nýrri stoð undir samstarf við ESB. Hann segir ekki um einhliða upptöku evru að ræða heldur yrði evran tekin upp á grundvelli fyrirliggjandi samninga. „Evrópusambandið notar tiltekið kerfi til þess að halda utan um myntbandalagið. Eitt þeirra er aðlögunarkerfi að upptöku evrunnar. Þetta kerfi læsir saman gengi evrópsku gjaldmiðlanna með mjög lítilli gengisbreytingu,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmála- fræðingur. Danir hafa einir þjóða í Evrópusambandinu haldið áfram í þessu kerfi þrátt fyrir að hafa hafnað upptöku evrunnar. Eiríkur segir þessa leið hafa verið nefnda á Íslandi. Vandinn sé hins vegar sá að við séum ekki í Evrópusambandinu og því sé ólíklegt að það sé pólitísk- ur vilji fyrir því að hleypa Íslandi inn í kerfið – sem eigi að vera aðlögun- arkerfi að fullri upptöku evru. Hann segir þessa leið þó vera tæknilega mögulega. „Hins vegar er staða efnahagslífsins og peningamála það alvarleg að hugsanlega gæti Ísland farið til Evrópusambandsins og beðið um þetta sem einhvers konar neyðaraðstoð,“ segir Eiríkur. Björn Bjarnason útskýrir ekki frekar muninn á því sem hann ræðir í pistli sínum og einhliða upptöku evrunnar. Hann segist þó ekki hafa þessa dönsku leið í huga. Hann telur að fleiri leiðir mætti skoða, og bendir á að prófessorarnir Stefán Már Stefánsson og Guðmundur Magnússon hafi meðal annars nefnt leið til upptöku evru. TÆKNILEGA MÖGULEG LEIÐ SEM NEYÐARAÐSTOÐ BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherrann vill kanna upptöku evru á grundvelli samninga Íslands við Evrópusambandið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SUÐUR-AFRÍKA, AP Valdabrölt Roberts Mugabe í Simbabve hefur grafið undan óskrifaðri reglu leiðtoga Afríkuríkja, að snúast aldrei gegn neinum úr hópnum. Það eitt að nokkur Afríkuríki skuli ekki viðurkenna niðurstöður forsetakosninganna í Simbabve á sér engin fordæmi í álfunni og þykir jafnvel merki um bjartari framtíð ríkjanna þar sem lýðræði fær meira vægi. Yngri kynslóð Afríkuleiðtoga er óhræddari að brjóta gegn hefðinni og meðal þeirra sem helst hafa látið í sér heyra er Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu, en hún er eina konan í hópnum. Hún varð fyrst Afríkuleiðtoga til að styðja harðari refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn leiðtogum Simbabve, og sagði mikilvægt að alþjóðasamfélagið sætti sig ekki við að ofbeldi sé beitt til að halda völdum. Aðrir eru Levy Mwanawasa, forseti Sambíu, Ian Khama frá Botsvana og Umar Yar-Adua frá Nígeríu, sem sjálfur stendur reyndar í réttarhöldum vegna ásakana um kosningasvindl. „Ofbeldið í aðdraganda kosninganna var svo heiftúðugt að það endurspeglar ekki óskir íbúanna í Simbabve,“ sagði Zainab Bangura, utanríkisráðherra Síerra Leóne. Rúanda og Senegal hafa einnig fordæmt kosningarnar í Simbabve, sem Mugabe segir hafa tryggt sér sigur. - gb ROBERT MUGABE Leiðtogi Simbabve hefur notið þess að leiðtogar annarra ríkja Afríku forðast gagnrýni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forseti Simbabve hefur til þessa ekki þurft að þola mikla gagnrýni, en það er að breytast: Mugabe grefur undan einingu Afríku Íbúðalánabönkum bjargað Bandaríska fjármálaráðuneytið og Seðlabanki Bandaríkjanna ætla að koma íbúðalánabönkunum Fannie Mae og Freddie Mac til bjargar. Hlutabréf í bönkunum tveimur hafa hríðfallið á síðustu vikum vegna mik- ils taps þeirra á íbúðalánum. Framtíð bankanna tveggja, sem eru ráðandi á bandarískum íbúðalánamarkaði, hefur verið í hættu. Henry Paulson fjármálaráðherra segir stjórnvöld BANDARÍKIN GENGIÐ 11.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,2111 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 75,68 76,04 149,68 150,40 119,64 120,30 16,029 16,123 14,839 14,927 12,619 12,693 0,7069 0,7111 123,35 124,09 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.