Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 42
18 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Vesalings Gordon Brown. Hann er með óheppnari forsætis- ráðherrum Breta; hann tók við sökkvandi skútu og nú er honum kennt um allt sem miður fer á meðan forveri hans, hinn elskaði og dáði Tony Blair, flengist glottandi um heiminn og vinnur sér inn stig í stóru mannvinakeppni fyrrum þjóðarleiðtoga. Á meðan sekkur Bretland, svipað Íslandi, í vonlaust kreppufen og almenning- ur hefur upp raust sína og formæl- ir áætlaðri vanhæfni forsætisráð- herrans. Gordon gefst þó ekki upp og reynir sitt besta til þess að vera rödd skynseminnar á þessum ógn- vekjandi efnahagstímum. Í síðustu viku hélt hann ræðu þar sem hann hvatti samlanda sína til þess að hætta að sóa matvælum. Hver bresk fjölskylda kastar matvöru að andvirði 64.000 íslenskra króna í ruslið á ári hverju og að auki sóa fyrirtæki, verslanir og veitinga- staðir enn meiru. Gordon blöskraði eðlilega þessar ógnvænlegu tölur og hvatti því samlanda sína til aðhalds í matarinnkaupum og skipulagningar í matargerð. Tveim- ur dögum eftir að Gordon lét þessa skoðun frá sér var gerð könnun á meðal kjósenda Verkalýðsflokksins sem leiddi í ljós að 75 prósent þeirra telja forsætisráðherrann ömurlegan lúða. En hægan, hægan. Þó að það sé vissulega fremur asnalegt að hvetja almenning til þess að borða minna af mat þegar maður er sjálfur á leið í átján rétta matarboð í Japan, þá er Gordon bara alls ekkert svo galinn. Hver sá sem hefur þurft á þremur gulrótum að halda en neyðst til að kaupa tvö kíló, því annað er ekki til í búðunum, þekkir pirringinn sem því fylgir að verða að borða gulræt- ur í hvert mál í viku ellegar henda einu og hálfu kílói, og þar með pen- ingum, í ruslið. Hægt væri að argintætast endalaust út í skítlegt eðli stórmarkaðanna og þátt þeirra í offitufaraldrinum, sem klárlega er mikill, en það er sannarlega þjóðráð að líta jafnframt í eigin barm og kynnast frystinum og niðursuðuvörum eilítið betur. STUÐ MILLI STRÍÐA Hlustið á rödd skynseminnar VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR KYNNIST NIÐURSUÐUVÖRUM BETUR Æ Æ Æ! Nýjar aðvaranir frá framleiðendunum! Drykkja getur leitt þig út á dansgólfið En það á nú ekki við alla! Við vonum bara það besta! Skál! Palli, ég bara verð að fá að vita hvernig það kom gat á vegginn á baðherberginu! Þú vilt ekki vita það. Ha? Pældu í því. Ef ég segi þér allt sem gerist í mínu lífi þá er ekkert sem við getum uppgötvað um hvort annað. Og þá er ekkert sam- band okkar á milli. Ég er mamma þín. Það er ekkert samband okkar á milli, við verðum bara að þola hvort annað. Og ég neyðist til að halda þessu fyrir sjálfan mig. Dagurinn byrjar ekki fyrr en ég hef fengið kaffi. Ég nenni ekki að spila meira. Ekkert rugl. Þú hættir ekki fyrr en ég hef sannað að þetta er svindl! Fólk eyðir þúsundum króna í svona spil og það er svindlað á því! Bangsarnir eru búnir. Á ég að velja mat- vinnsluvélina eða leikjatölv- una? Ég er að segja þér það Halli, þessi hattur dregur að stelpurnar! Sendu SMS s keytið BT XXX á núm erið 1900. Þú færð spur ningu og svar ar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 19 00. TAKTU ÞÁTT! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 10. HVER VINNUR! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum þann 8. ágúst 2008. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik líkur 8.ágúst 2008 SMS LEIKUR Aðalvinningur er MEDION tölva ásamt 19“ LG skjá! Geggjaðir aukavinningar PANASONIC MINIDV · iPod Nano · Playstation 3 GARMIN GPS · HP Prentarar · Olympus myndavélar SonyEricsson gsm símar · PSP tölvur · Gjafabréf á Tónlist.is Kippur af Gosi, Guitar Hero bolir og enn meira af DVD myndum, geisladiskum og tölvuleikjum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.