Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 16
16 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is AFMÆLI HARALDUR ÓLAFSSON, PRÓFESSOR Í MANNFRÆÐI VIÐ HÍ, ER FÆDDUR ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1930. „Svar við einni spurningu kallar á aðrar spurningar.“ Haraldur Ólafsson var blaðamað- ur á Alþýðublaðinu um skeið, síðar dagskrárstjóri hjá Ríkisútvarpinu og sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn um tíma. Hann hefur ritað nokkrar bækur, meðal annars Manneskjan er mesta undrið. Þennan dag árið 1974 var vegurinn um Skeiðarár- sand opnaður við hátíðlega athöfn. Magnús Torfi Ólafsson samgönguráðherra klippti á borða sem strengdur var yfir Skeiðarárbrú. Þar með lauk tengingu hringvegar um landið. Framkvæmdir á sandinum hófust í september 1972. Þær fólust í gerð vegar milli Núpsstaðar og Skaftafellsár, aflmiklum varnargörðum og bygg- ingu 12 brúa, meðal annars lengstu brúar lands- ins - yfir Skeiðará. Alls var kostnaður um 850 milljónir og var hann fjármagnaður með happ- drættislánum ríkissjóðs. Vígsluathöfnin fór fram við vestri sporð Skeiðar- ár brúar og sóttu hana vel á þriðja þúsund manns, þar á meðal forsetahjónin, Kristján og Halldóra Eldjárn. Veður var gott nema hvað gríð- arstór skúr kom meðan á hátíðadagskrá stóð í stóru samkomutjaldi og varð Eysteinn Jóns- son alþingismaður að gera hlé á ræðu sinni á meðan. Fleiri ávörp voru flutt og nýstofnaður kór Skaftfellinga í Reykjavík söng í fyrsta sinn opin- berlega. Margt var sér til gamans gert og hátíða- höldum lauk með útidansleik um kvöldið. ÞETTA GERÐIST: 14. JÚLÍ 1974 Hringvegur opnaður um Ísland MERKISATBURÐIR 1929 Varðskipið Ægir kemur til Reykjavíkur, fyrsta íslenska skipið knúð dísilvél. Það á eftir að þjóna Íslending- um í nær sex áratugi. 1839 Skírnarfontur sem Bertel Thorvaldsen gaf Dóm- kirkjunni í Reykjavík er vígður. Við athöfnina er drengur skírður í höfuðið á listamanninum. 1958 Hópur íraskra hermanna fremur valdarán og veltir Faisal konungi úr stóli en talið er að hann hafi látist í árásinni. 1962 Hótel Saga er tekin í notk- un undir stjórn Þorvaldar Guðmundssonar. 1971 Fyrri ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar tekur við völdum af viðreisnar- stjórninni. PÉTUR MART- EINSSON FÓT- BOLTAKAPPI er þrjátíu og fimm ára í dag. ANDRI SNÆR MAGNASON RITHÖFUND- UR er þrjátíu og fimm ára í dag. EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTT- IR LEIKKONA er þrjátíu og sex ára í dag. ÓMAR STEF- ÁNSSON BÆJ- ARFULLTRÚI er fjörutíu og tveggja ára í dag. Gjörningar, fatahönnun, teiknimyndasögugerð, sirkus og trommuleikur eru meðal þeirra greina sem kenndar eru í smiðjum hinnar árlegu listahátíðar LungA. Hún hefst á Seyðisfirði í kvöld og stendur fram á sunnudag. Þátttak- endur eru á aldrinum 16 til 25 ára og leiðbeinendurnir listamenn á heimsmælikvarða hver á sínu sviði. Sex manna ráð ungs fólks í listum hefur veg og vanda af undirbúningi LungA, auk framkvæmdastjóra. Talsmaður hópsins er Björt Sigfinnsdóttir. „Það er mikið líf og fjör á Seyðisfirði þessa vikuna,“ segir hún glaðlega. „Hátt í annað hundrað manns koma að hátíðinni með einhverjum hætti og við það bætast gestir sem koma alls staðar að og njóta þess sem boðið er uppá. Þeir hafa síðustu ár verið þrjú til fjögur þúsund.“ Miðstöð LungA er í Félagsheimilinu Herðubreið sem Björt segir ótrúlega vel fallið til þessara nota, þar séu margir salir, gangar og eldunaraðstaða. Síðan telur hún upp það helsta sem framundan er. „Við erum með gjörn- ingasmiðju í fyrsta skipti undir stjórn meistaranna Snorra og Ásmundar Ásmundssona. Í fatahönnun leiðbeinir Sara í Nakta apanum sem er meðal vinsælustu hönnuða meðal unga fólksins í dag. Sirkus-kennararnir eru frá hinum heimsfræga „Circus Cirkör“. Við erum með kennslu í teiknimyndasögugerð sem hinn eini sanni Hugleikur Dags- son heldur utan um. Svo er farið með krakkana um heima tónlistarinnar og þeim kennt að nota skrítin hjóð í bland við alvöru hljóðfæri. Fyrir því standa Gísli Galdur úr Trabant og Curver úr Ghostigital sem ekki þarf að kynna og í smiðju sem nefnist Stomp kennir Bjössi úr Mínus krökkunum að slá takt á það sem hendi er næst. Björt segir þá hefð hafa skapast að hafa opin námskeið eitt kvöld og nú verði kennt bókband. „Á fimmtudeginum frá 17 til 20 getur fólk bundið hér inn gömul ástarbréf, uppskriftir, teikningar eða hvað sem er í fallega bók,“ lýsir hún. Björt segir kvöldviðburðina sem eru kvikmyndasýning- ar, hönnunarsýning og stórtónleikar opna öllum og bendir á að nánari upplýsingar séu á www.lunga.is Tónleikana á föstudag og Dj veisluna á laugardeginum segir hún verða veglega. Þar komi fram virtir kraftar eins og Truntimuller og Kasper Bjørke sem séu meðal eftir- sóknarverðustu plötusnúða í heimi. „Söngkonan Bryndís Jakobs verður hér og ekki má gleyma Bang Gang sem hefur aldrei spilað áður á Austurlandi. Blood Groop ætlar að frumflytja fullt af nýju efni hér hjá okkur og kemur beint af Hróarskelduhátíðinni.“ Björt segir hugmyndina að LungA hafa upphaflega kviknað við eldhúsborðið heima hjá henni fyrir næstum tíu árum þegar hún kvartaði undan því við móður sína að ekk- ert væri um að vera fyrir unga fólkið. „Þá dreif mamma upp eitt stykki listahátíð með góðra manna hjálp,“ rifjar hún upp. „Tilgangurinn hefur alltaf verið að gera listina aðgengilega ungu fólki og leyfa sem flestum að skapa. LungA er vettvangur þar sem hver og einn getur komið og lært og ég tel hana góðan stökkpall fyrir frekara nám.“ gun@frettabladid.is LUNGA: LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS Á AUSTURLANDI Góður stökkpallur fyrir nám Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Alexandersson frá Grindavík, Prestastíg 11, Reykjavík, lést á Krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut föstudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Hildur Júlíusdóttir Almar Eiríksson Kittý Magnúsdóttir Leifur Eiríksson Þórey G. Guðmundsdóttir Margrét B. Eiríksdóttir Edvard G. Guðnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Pétursdóttir, varð bráðkvödd að heimili sínu, Grænumörk 5 Selfossi, sunnudaginn 6. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. 80 ára afmæli Í dag, 14. júlí, er Stella Lange Sveinson 80 ára. Í tilefni dagsins ætlar hún og eiginmaður hennar, Haraldur Sveinsson, að vera með heitt á könn- unni á heimili sínu að Bláhömrum 4 Grafarvogi milli kl. 17.-21. Vonast til að sjá sem fl esta ætting ja og vini. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sighvatur Borgar Hafsteinsson Norður-Nýjabæ, Þykkvabæ, lést að morgni þriðjudagsins 8. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju miðvikudaginn 16. júlí kl. 14:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Una Sölvadóttir Sindri Snær Sighvatsson Sölvi Borgar Sighvatsson Sigurborg Sif Sighvatsdóttir Jósep Hallur Haraldsson Sigurjón Fjalar Sighvatsson Valdís Katla Sölvadóttir FRAMKVÆMDARÁÐ LUNGA Ívar Pétur Kjartansson, Sigrún Halla Unnarsdóttir, Björt Sigfinnsdóttir, Sigríður Eir Zophoniasardóttir, Lísa Leifsdóttir og Guðmundur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.