Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 46
22 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 12 12 16 MAMMA MIA kl. 6 - 8 - 10 HANCOCK kl. 6 - 10 HELLBOY 2 MASTERCARD FORSÝNING* kl. 8 * TVEIR FYRIR EINN EF GREITT ER MEÐ MASTERCARD 12 16 MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HANCOCK D HJÓÐ & MYND kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45 - 5.50 THE INCREDIBLE HULK kl. 10.30 HELLBOY 2 MASTERCARD FORSÝNING* kl. 8 * TVEIR FYRIR EINN EF GREITT ER MEÐ MASTERCARD 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 14 16 MAMMA MIA kl. 6 - 8.30 - 11 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ENSKT TAL kl. 6 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 HELLBOY 2 MASTERCARD FORSÝNING* kl. 8 * TVEIR FYRIR EINN EF GREITT ER MEÐ MASTERCARD 5% 5% SÍMI 551 9000 7 12 12 16 14 10 MEET DAVE kl. 6.10 - 8.30 - 10.40 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 HAPPENING kl. 10.20 SEX AND THE CITY kl. 10.20 ZOHAN kl. 5.40 - 8 SÍMI 530 1919 FÍNASTA SUMARSKEMMTUN - V.J.V., TOPP5.IS/FBL Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 8 L HANCOCK kl. 10:10 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 - 8 L NARNIA 2 kl. 5:40 7 WANTED kl. 8 12 MAMMA MÍA kl. 3:40 - 5:40D - 8D - 10:20D L MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40D- 6 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L HANDCOCK kl. 8 - 10:10 12 WANTED kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 NARNIA 2 kl. 5 7 INDIANA JONES 4 kl. 8 12 THE BANK JOB kl. 10:20 16 MEET DAVE kl. 6 - 8 - 10 L WANTED kl. 8D - 10:20D 16 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D L NARNIA 2 kl. 6 - 9 7 DIGITAL DIGITAL MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 L MEET DAVE kl. 8 7 HANCOCK kl. 10 12 Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi! - bara lúxus Sími: 553 2075 HELLBOY 2 - MASTERCARD FORSÝNING kl. 8 12 MAMMA MIA - DIGITAL kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 L HANCOCK kl. 6:10, 8 og 10.10 12 KUNG FU PANDA - ÍSl.TAL kl. 4 L WANTED kl. 10 16 NARNIA: PRINCE CASPIAN kl. 5 7 M Y N D O G H L J Ó Ð ÞETTA ER KLASSÍK  - Ó.H.T, Rás 2 2 FYRIR 1 Wii-leikjavélin hefur verið spútnik- vél frá byrjun og komið öllum á óvart með velgengni sinni. Stóran hluta velgengni hennar má rekja til Wii Sport sem fylgdi með vél- inni. Núna er komið út Wii Fit, og spurningin er mun það verða enn ein velgengin hjá Nintendo? Þegar Wii Fit er keypt fylgir með því bretti sem er í raun bæði leikja- tól og vigt. Eitt það fyrsta sem er gert þegar Wii Fit er ræst upp þá biður Wii vélin þig að stíga á brett- ið og gefa upp aldur og hæð, síðan tekur hún þyngd þína og aldur og reiknar þyngdarstuðul þinn. Fyrir suma er þetta skemmtilegt og fyrir okkur hina minnir þetta okkur á að kannski er kominn tími á að hreyfa sig aðeins meira. Wii Fit er skipt upp í fjórar teg- undir er leikjum; jóga, eróbikk, vöðvaæfingar og síðan jafnvægis- leiki. Í leikjunum er hægt að spila til dæmis húlla hopp, að skalla fótbolta og skíði. Eitt af því flotta í leiknum er að það er hægt að nota dagatalið í leiknum og setja sér takmark, til dæmis að ná ákveðinni lækkun á þyngd. Í hvert sinn sem spilað er fylgist leikurinn með hve lengi er spilað og hvernig gengur. Ég ákvað að prufa að spila á hverjum degi í viku og sjá hvernig mér gengi og hvort að þetta gengi upp almennt. Í fyrstu var þetta pínu klaufalegt og ég þakkaði fyrir að enginn sá mig. Eftir nokkra daga náði ég betri tökum á þessu og byrjaði að hafa gaman af þessu og í lok vikunnar gat ég vel hugsað mér að spila lengur. Það sem er kannski hægt að finna að Wii Fit er að þú getur ekki búið til þitt eigið prógram og stór hluti leikjanna eru læstir í byrjun svo það þarf að eyða nokkrum tímum í að spila áður en þú hefur aðgang að öllu sem Wii Fit hefur upp á að bjóða. Þetta mun aldrei koma í stað raunverulegrar lík- amsræktar eða hreyfingar, en þetta getur samt orðið hvatningin sem kemur sumum af sófanum og fær þá til að hreyfa sig meira. Það sem gerir Wii Fit svona sér- sakt er að leikurinn höfðar til tals- vert víðari hóps en þess sem er vanalega að spila hina hefðbundnu tölvuleiki. Wii Fit brúar bilið á milli þess að vera tölvuleikur og æfingatól. Sveinn A. Gunnarsson Líkamsrækt heima í stofu TÖLVULEIKIR Wii Fit Kominn út fyrir Nintento Wii PEGI Merkingar: 3+ Upplýsingar um PEGI merkingar má finna á Saft.is. ★★★ Tölvuleikur eða líkamsræktartól? Eða kannski bæði? Leikhópurinn Vér morð- ingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hóp- urinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikar- ar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórs- son og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leik- húsið og koma okkur upp tengilið- um. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaup- mannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stór- kostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill.“ Vér morðingjar vinna nýja túlk- un á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised“ þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi.“ Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri.“ Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn nein- um. “ Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáld- ið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert ann- ars staðar.“ Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman.“ kolbruns@frettabladid.is Þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman Ronnie Wood, bassaleikari rokk- sveitarinnar frægu Rolling Stones, er dottinn í það og er drykkjufélagi hans átján ára gömul unglingsstúlka. Ronnie hitti stúlkuna Ekater- inu, sem er af rússneskum ættum, á bar í London eftir frumsýningu myndarinnar Shine a Light. Vinir stúlkunnar segja hana sannfærða um að hún sé orðin kærasta Ronnies og segja að hún sé yfir sig ástfangin af rokkaran- um. Eiginkona Ronnies segir hana þó aðeins vera drykkjufé- laga hans og ekkert annað. „Ronn- ie er ekki hann sjálfur þessa dag- ana. Hann er alkóhólisti og hann er dottinn í það. Hann drekkur tvær vodkaflöskur á dag, hann mundi aldrei haga sér svona ef hann væri allsgáður,“ segir eigin- kona hans, Jo Wood. Ronnie er þessa dagana stadd- ur í sumarhúsi sínu á Írlandi og er hin unga Ekaterina með í för. Ronnie Wood dottinn í það aftur RONNIE WOOD Bassaleikari Stones er kominn með barnunga kærustu. RÆÐST Á GARÐINN ÞAR SEM HANN ER HÆSTUR Vignir Rafn Valþórsson og leikhópur- inn Vér morðingjar takast á við Shakespeare í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.