Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.07.2008, Blaðsíða 50
26 14. júlí 2008 MÁNUDAGUR E inn stærsti íþróttaviðburður hvers árs er hjólreiðakeppnin Tour de France. Frakklandshjól- reiðarnar eru meðal erfiðustu íþróttakeppna heims, 3.500 kílómetra hjólreiðaferð í stórbrotnu útsýni í frönsku Ölpunum, Pýreneafjöllunum og frönsku Rívíerunni áður en sigurvegarinn er krýndur í Sigur- boganum í París. Saga keppninnar nær til ársins 1903 þegar dagblöðin Le Veló og L´Auto börðust hatrammlega um lesendur. Sem svar við Paris-Brest hjólreiðakeppninni sem Veló stóð fyrir skipulagði L´Auto keppni sem átti að verða lengri og erfiðari. Aðeins fimmtán skráðu sig til keppninnar en með því að bjóða peninga fyrir þátttöku komu 60 til viðbótar. Sumir þeirra voru áhugamenn, sumir atvinnulausir og enn aðrir í ævintýraþrá. Þetta vakti athygli almúgans, áhuginn á keppninni var mikill og L´Auto tókst ætlunarverk sitt og margfaldaði lesendahóp sinn. Keppnin er byggð upp á dagleiðum. Sá sem er efstur eftir hverja dagleið keppir í hinni frægu gulu treyju daginn eftir. Sá sem kemur í mark á fljótasta tímanum fyrir allar dagleiðirnar, sem eru 23 í keppninni í ár, vinnur. Árið 1990 vann Greg LeMond Frakklandshjólreiðarnar án þess að vinna eina einustu dagleið en með því að vera ofarlega alla dagana var hann með besta tímann samanlagt. Lengd keppninnar í ár er 3.554 km, stysta keppnin var árið 1904 (2.420 km) en árið 1926 fór sú lengsta fram (5.745 km). Frakklandshjólreiðarnar telja 21 dagleið í ár, sú fyrsta var í Brest en keppninni lýkur á hinni frægu breiðgötu Champs-Élysées áður en keppendur fara undir Sigurbogann þann 27. júlí. Alls eru tíu dagleiðir á jafnsléttu, fimm í mjög erfiðum fjöllum, fjórar í erfiðum fjöllum auk tveggja daga þar sem tímatökur fara fram. Árið 2008 fer keppnin aðeins fram í Frakklandi. Nokkrum sinnum hafa einstaka dagleiðir farið fram í öðrum löndum, til að mynda í fyrra þegar keppnin hófst í London. Keppnin hefur eðlilega breyst í aldanna rás. Styrktaraðilar eru orðnir mjög áberandi og liðin eru sum hætt að hugsa um að koma öllum sínum mönnum sem fremst í mark. Níu manns skipa hvert lið, tuttugu lið taka þátt. Sumir liðsmenn eru hreinlega notaðir til að aðstoða þá bestu en hver hjólreiðamað- ur hefur mismunandi kosti, líkt og í flestöll- um íþróttagreinum. Sumir eru betri í stuttum hröðum lengdum, aðrir í brekkum og enn aðrir í að halda góðum meðalhraða á löngum leiðum. Aukaleikararnir eru oft notaðir til að hvíla betri kappana með því að kljúfa vindinn. Erfitt er að lýsa hversu erfið keppnin er í raun og veru. „1.900 metrar þarna uppi eru ekki eins og neinir 1.900 metrar í heiminum. Það er ekkert súrefni þarna, það er ekkert líf. Bara klettar. Þetta er eins og að vera á tunglinu,“ sagði Lance Armstrong um eina dagleiðina, Ventoux-klifrið, fyrir nokkrum árum. Keppendur sem fá að klæðast hinni gulu treyju sem sigurvegarinn fær til eignar eftir keppnina hljóta sérstakan sess í sögunni. Það jafnast ekkert á við það að skáka öðrum í sjálfum Frakklandshjólreiðunum. Um tunglið og undir Silfurbogann Tour de France-hjólreiðakeppnin fer fram nú í júlí. Keppninni er lýst sem einni erfiðustu íþróttagrein í heimi en saga hennar spannar meira en 100 ár. Hjalti Þór Hreinsson kynnti sér sögu Frakklandshjólreiðanna þar sem meðal annars er hjólað um „tunglið“ í ölpunum. ERFITT Frakklandshjólreiðarnar taka á. Hér sjást keppendur á fyrsta degi í ár þegar þeir áttu 3.500 kílómetra ófarna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 1926 Frá keppni í Tour de France fyrir 82 árum. Ólögleg lyf hafa fylgt Frakklandshjólreið- unum alla tíð. Fyrstu ólöglegu lyfin voru áfengi til að lina sársaukann. Með tíman- um urðu ólöglegu lyfin þróaðri. Það var þó ekki fyrr en árið 1975 að sig- urvegari keppninnar varð uppvís að lyfja- notkun. Það var Bernard Thévenet sem vann 1975 og 1977. Daninn Bjarne Riis viðurkenndi árið 2007 að hafa reglulega misnotað lyf á árunum 1993 til 1998. Hann vann árið 1996. Keppnin árið 1998 er stundum kölluð „Tour of Shame“ í stað Tour de France. Willy Voet úr Festina-liðinu var þá hand- tekinn með vaxtarhormón, stera og amfet- amín í fórum sínum. Franska lögreglan réðst inn á hótel hjá nokkrum liðum og fann meðal annars ólögleg lyf hjá TVM- liðinu. Í kjölfarið braust út mikil reiði meðal keppenda og hættu margir hverjir keppni. Árið 2000 var Festina sakfellt fyrir að hafa skipulagt ólöglega lyfjagjöf. Fleiri lið urðu uppvís að því, til dæmis liðin Cofi- dis og Kelme árið 2004. Nú síðast árið 2006 var Floyd Landis sviptur titlinum eftir hann varð uppvís að amfetamínnotkun. Landis ætlaði að berjast fyrir réttlæti sínu en tapaði máli sínu 30. júní á þessu ári. Í lok júlí 2007 urðu svo þrjú tilfelli sem urðu til þess að kasta rýrð á Frakklands- hjólreiðarnar. Upp komst um Alexander Vinokourov sem notaði ólöglegt blóðþynn- ingslyf og í kjölfarið hætti lið hans keppni. Daginn eftir fannst testosterón í blóði Cristians Moreni og Cofidis-liðið hætti keppni og sama dag var Daninn Michael Rasmussen, sem var í forystu á þeim tíma, rekinn úr keppni fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Eftir hverja dagleið eru í það minnsta fjórir keppendur prófaðir. Sá sem vinnur dagleiðina, sá sem er efstur í heildina og tveir af handahófi. Auk þess eru allir keppendur prófaðir fyrir fyrsta dag og flest liðin prófa sjálf sína menn fyrir keppnina. Þá er keppendum skylt að láta vita af sér eftir keppnina ef ske kynni að nauðsynlegt þyki að prófa þá aftur. Anne Gripperm, framkvæmdastjóri Alþjóða hjólreiðasamtakanna, hefur látið hafa eftir sér að hún sjái það sem jákvæð- an hlut að menn falli á lyfjaprófi. „Vissu- lega eru þetta mikil vonbrigði á augna- blikinu, en þetta mun bæta keppnina í framtíðinni. Þetta sýnir að lyfjaeftirlitið er að virka.“ Hundrað ára dópsaga Lance Armstrong er af mörgum talinn einn besti íþróttamaður sögunnar. Hann vann Frakklandshjólreiðarnar sjö ár í röð, frá árinu 1999 til 2005 þegar hann hætti keppni. Það var viðeigandi að hann hætti á toppnum. Hann fæddist árið 1971 í Texas-ríki í Bandaríkjunum og sýndi strax mikla íþróttahæfileika. Hann varð atvinnumað- ur í frjálsum íþróttum aðeins sextán ára gamall. En eftir að hann fór að æfa með ólympíuliði Bandaríkjanna í hjólreiðum var ekki aftur snúið. Hann æfði stíft og gerðist atvinnumað- ur eftir að hafa orðið Bandaríkjameistari áhugamanna 1991. Hann vann sig upp metorðastigann en þegar hann var á tindi ferils síns fékk hann fréttir sem breytti lífi hans. Krabbamein. Armstrong fékk tíðindin í október 1996. Meinið hafði fest sig í eista hans, lungum og heila og lík- urnar á því að hann lifði af voru ekki taldar miklar. Hann hóf lyfjameðferð og með von í brjósti barðist hann hart áfram. Lyginni líkast náði hann sér að fullu. „Þetta var það besta sem gat komið fyrir mig,“ sagði Armstrong um lífsreynsluna. Hann stofnaði samtök til baráttu gegn krabba- meini nokkrum mánuðum eftir að hann greindist og hefur hjálpað þúsundum sjúklinga. Hans aðalstarf í dag er í kringum samtökin sem bera nafn hans. Aðeins tveimur árum síðar var hann byrjaður að keppa aftur, 1998. Í sinni fyrstu keppni neyddist hann til að hætta og viðurkenndi hann að vera ekki tilbú- inn. Hann tók sér gott frí aftur og eftir sigra í nokkrum keppnum byrjaði ferill hans að rúlla á ný árið 1999. Armstrong vann Frakklandshjólreið- arnar það ár með ótrúlegri þrautseigju. Það var ekki bara sigur fyrir hann held- ur fyrir krabbameinssjúklinga um allan heim. „Allt er mögulegt. Það er hægt að segja þér að þú eigir 90 prósent líkur, 50 eða eitt prósent, en þú verður að trúa og berjast fyrir þínu,“ sagði Armstrong. Sumir hafa raunar haldið því fram að sársaukaþröskuldur hans hafi hækkað við lyfjameðferðina sem hafi hjálpað honum í keppnum. Hann vann heil sex ár til viðbótar og skráði sig á spjöld sögunnar sem besti hjólreiðamaður fyrr og síðar. „Að lokum vil ég segja við fólk sem trúir ekki á hjól- reiðar, efasemdamennina. Ég vorkenni ykkur. Mér þykir fyrir því að draumarn- ir ykkar eru lítilvægir, mér þykir fyrir því að þið trúið ekki á kraftaverk. Þetta var mögnuð keppni. Þetta er stórkostleg- ur viðburður og þið eigið að horfa í kring- um ykkur og sjá það. Þið eigið að trúa á þetta fólk. Ég verð aðdáandi Tour de France þar til ég dey. Það er ekkert laun- ungarmál að þetta er erfið keppni og það þarfnast mikilla krafta til að vinna hana. Viva le Tour að eilífu. Takk!“ sagði Arms- trong eftir að hann hætti keppni árið 2005, strax eftir sigur sinn í Tour de France, sjöunda árið í röð. Hann hætti á toppnum. Lance Armstrong – goðsögn í lifanda lífi © GRAPHIC NEWS Leiðarnúmer Leið byrjar Leið endar Leið byrjar/endar Einstaklings tímataka Hvíldardagur FRAKKLAND ÍTALÍA ENDAR: 27. JÚLÍ Paris Champs-ElyséesBrest BYRJAR: 5. JÚLÍ BRITTANY Dags. 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 16 17 18 19 20 22 23 24 25 26 27 km 197.5 164.5 208 29.5 232 195.5 159 172.5 224 156 167.5 168.5 182 194.5 183 157 210.5 196.5 165.5 53 143 Leið nr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 3,560Samtals Plumelec Auray Saint- Brieuc Saint-Malo Nantes Cholet Châteauroux Aigurande Super-Besse Brioude Aurillac Figeac Toulouse M I Ð J A R Ð A R H A F I Ð AT L A N T S H A F I Ð Bagnères- de-Bigorre Pau Hautacam Lannemezan Foix Lavelanet Narbonne Nîmes Digne-les- Bains Prato Nevoso Cuneo Jausiers Embrun L’Alpe- d’Huez Bourg- d’Oisans Saint-Etienne Roanne Montluçon Cérilly Saint-Amand- Montrond Etampes Source: Le Tour FÆRSLA 1910: Frakkinn Adolphe Helière drukknaði í frönsku Rívíerunni á hvíldardegi. 1935: Spánverjinn Fransisco Cepeda féll niður í gil. 1967: Bretinn Tom Simpson lést vegna hjartatruflana. Amfetamín fannst í blóði hans. 1995: Fabio Casartelli lenti í árekstri á 90 km hraða og lést eftir að höfuð hans skall á götunni. Hann var ekki með hjálm, sem hefði þó líklega ekki bjargað honum. BANASLYS Á TÚRNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.