Fréttablaðið - 30.07.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.07.2008, Qupperneq 12
12 30. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Þegar hásumarið hvelfist yfir París og borgin fyllist af ungum og léttklæddum blómarós- um, koma og aðrir út úr felustöð- um sínum; reyndar eru þeir jafnan til staðar í einhverjum hornum og skúmaskotum, allan ársins hring, en nú streyma þeir leynt og ljóst um stræti og garða, og fara skimandi um. Það eru þeir menn sem iðka öllum stundum að taka blómarósirnar tali undir ýmsum átyllum til að gilja þær og hafa af þeim stundargaman, eða kannske lengra. Þessir menn eru kallaðir „dragueurs“ á frönsku og sögnin yfir athæfi þeirra er „draguer“, en hvort tveggja er komið af germönsku sögninni „að draga“, eins og liggur reyndar í augum uppi. Á klassískri íslensku er þó í þessu sambandi talað um að „húkka“, hin germanska rót merkir þar annað stig. Vafalaust hafa menn af þessu tagi stundað iðju sína með nokkuð svipuðum hætti allar götur síðan París varð París, enda eru aðferðir þeirra gamalreyndar og ekki við miklum framförum að vænta á því sviði. En hjá því gat þó varla farið að hin mikla bylting, sem sigur markaðshyggj- unnar hefur valdið, hefði róttæk áhrif á athæfi þessara táldráttar- manna eins og allar aðrar hliðar mannlífsins, enda hefur sú orðið raunin á. Í sumar má lesa í blöðum að þjálfaðir „húkkarar“ með mikla starfsreynslu að baki bjóðist til að kenna nýliðum listina, þeir setji sem sé upp skóla í „húkki“. Einn lærimeistarinn af þessu tagi sem blöð hafa skýrt frá er Arnaud nokkur Olieric, sem kýs að nefna sig „Fönix“. Hann hélt við níu konur í einu, þegar það rann upp fyrir honum, fyrir einu ári eða svo, að sú þekking sem hann byggi yfir væri mikilla peninga virði. Hófst hann þá þegar handa. Þar sem markaðs- væðing af þessu tagi verður að hafa á sér engilsaxneskt yfir- bragð ef menn eiga að taka hana alvarlega í Frakklandi, kallaði hann fyrirtæki sitt „Natural Technics Development“, og lét í veðri vaka að innihald kennslunn- ar væri komið frá gósenlandi frjálshyggjunnar, Bandaríkjun- um, hvað svo sem hæft var í því. Fyrir hverja kennslustund tók hann frá 75 evrum og upp í 150 evrur, og þeir sem höfðu numið listina fengu titilinn „Pick up artist“, skammstafað „PUA“. „Fönix“ sagði þó blaðamanni að franski markaðurinn væri enn mjög þröngur, aðeins um eina milljón evra á ári, en hann víkkaði ört. Sjálfur sagðist hann hafa þjálfað meira en hundrað og fimmtíu nemendur, en því fer fjarri að hann sé einn um hituna. Í þessari grein eru einnig starfandi fyrirtæki eins og „Spike“, „Sébastien Night“, „CoolPUA“ og mörg fleiri svo sem „Become In“ sem er sérhæft í að kenna húkk á gangstéttum. „Þetta er alger bylting“, sagði Alexis, 29 ára gamall fjármála- maður, sem hafði tekið fjórtán lexíur og varið til þess 1800 evrum, „ég lá fimm stúlkur á þremur mánuðum“. Til að vega og meta þennan árangur geta tölfróðir menn kannske reynt að reikna út hvað Alexis verður lengi, með þessum hraða, að komast yfir þúsund og þrjár konur eins og Don Giovanni tókst á sínum tíma á Spáni. Blaðamaður fékk að fylgjast með því þegar Fönix tók tvo nemendur í tíma á kaffistétt við Ódáinsvelli í París. „Konur ganga fyrir tilfinningum“, útskýrði meistarinn. „Látið þær tala um dans, það eru myndhvörf fyrir kynferðismál“. Markmiðið er að leiða fórnarlömbin út í fyndin og tvíræð samtöl, sýna sjálfan sig í sem bestu ljósi en gera sér upp áhugaleysi. „Húkkarinn verður að fá stúlkuna til að hlaupa á eftir sér“. Síðan tók hann til við að ljúka upp leyndardómum þess sem hann kallaði „neg hits“, en það eru „pillur“, eins og sagt er á alþýðlegri íslensku, ætlaðar til að slá erfiðar stúlkur út af laginu: „Mér finnst kjóllinn þinn svo fallegur, allar stelpur eru í þessum sama kjól í sumar“. Og loks fjallaði hann um „IOI“ (sem er væntanlega skammstöfun fyrir „Indicators of Interest“), en það eru þau merki sem leiða í ljós áhuga stúlkunnar á húkkaranum. Til að kanna árangurinn af þessari kennslu fékk blaðamaður að fylgjast með tveimur stofn- endum fyrirtækisins „Become In“. Þeir gengu lausir í Lúxem- borgargarðinum til að demons- trera, og á minna en fimm mínútum hafði þeim tekist að fá tvær stúlkur til að gefa þeim gemsanúmer sín. Til þess þurfti þó ekki annað en mjög svo hversdagslegar samræður. „Sumir halda að þeir þurfi ekki annað en læra nokkrar setningar utan að,“ sagði annar þeirra síðan, „en það er aðeins aukaat- riði. Menn þurfa þvert á móti að tileinka sér tæknina hið innra með sér svo hún verði þeim eðlileg og leiði í ljós persónuleika þeirra. Húkkið er persónuleika- bygging sem er gagnleg fyrir öll svið þjóðfélagsins.“ En þetta er ekki auðlærð list, ef trúa má því sem einn kennarinn í greininni sagði blaðamanni: „Það eru ekki fleiri en tuttugu raun- verulegir húkk-listamenn í öllu Frakklandi.“ Táldráttarmenn Enn tala verkin Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur látið Ólöfu Guðnýju Valdimars- dóttur víkja úr skipulagsráði. Ekki er nema um mánuður síðan Ólafur rak Ólöfu Guðnýju sem aðstoðarmann sinn en fór þess á leit við hana um að sitja áfram í skipulagsráði fyrir hönd F-lista. Sinnaskiptin helgast af ummælum Ólafar Guðnýjar í þá átt að ekki væri tímabært að taka afstöðu til vinn- ingstillögu um nýjan Listahá- skóla við Laugaveg, skipulagsráð ætti eftir að taka málið fyrir. Sjálfur var borgarstjóri búinn að gefa það út að skipulagsráð myndi hafna tillögunni. Hann líður greinilega ekki neitt hálf- kák af hálfu fulltrúa sinna í borginni á borð við það að vilja taka upp mál á viðeigandi vettvangi. Annaðhvort eru menn með honum eða á móti. Eitraður kaleikur Össur Skarphéðinsson er ekki fyrr kominn heim, sólbakaður frá Kanaríeyj- um, en hann er tekinn til óspilltra málanna við að greina borgarpólitíkina. Á heimasíðu sinni skrifar Össur að sú ákvörðun sjálfstæðis- manna að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússon sé „einhver eitraðasti kaleikur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sjálfviljugur teygað í botn“, Sjálfstæðisflokkurinn hafi málað sig út í horn í borginni; enginn vilji vinna með honum og hann verði að beygja sig undir duttl- unga Ólafs af ótta við að hann hóti að mynda enn einn meirihlutann. Þannig að bikarinn eitraði er ekki alveg galtómur. Og miðað við álit Össurar á borgarstjóranum virðist hann ekki ætla sínu fólki í Samfylkingunni stórt ef hann heldur að þeim finnist freistandi að sötra dreggjarnar. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Helga Guðrún Guðjónsdóttir skrifar um Unglingalandsmót UMFÍ Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands, það ellefta í röðinni, verður haldið í Þorlákshöfn dagana 1.-3. ágúst. Á mótinu verður keppt í frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, motorcross, skák og sundi. Keppendur eru á aldrinum 11 til 18 ára. Auk íþróttakeppninnar er ýmislegt í boði og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Sérstaka athygli vekur sú mikla dagskrá sem er fyrir 11 ára og yngri en þau hafa ekki keppnisrétt á mótinu. Glæsileg leiktæki, hoppkastali, rennibraut o.fl verður sett upp á mótssvæðinu og einnig verða í boði íþróttaklúbb- arnir ,,Fjörkálfaklúbbur 6-10 ára“ og ,,Sprelligosa- klúbbur 5 ára og yngri“. Aðgangur er ókeypis. Fjölbreytt menningardagskrá verður alla dagana sem menningarnefnd Ölfuss hefur sett saman með mótshöldurum. Kvöldvökur verða öll kvöldin og mótinu verður slitið með kröftugri flugeldasýningu. Umgjörð mótsins í Þorlákshöfn verður glæsileg. Byggður hefur verið alvörukeppnisvöllur með stórkostlegri umgjörð. Heimamenn hafa því lagt mikinn metnað í undirbúning og framkvæmd mótsins sem er án efa skynsamlegasta og skemmtilegasta fjölskyldu-, íþrótta- og forvarnahátíð sem hægt er að hugsa sér. Mót þar sem unglingar og íþróttir eru í fyrirrúmi og stórfjölskyldan getur tekið þátt. Mótin hafa vakið verðskuldaða athygli og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til fyrirmyndar í allri framkomu, hvort sem um er að ræða í keppni, leik eða umgengni. Keppnin snýst um að taka þátt og vera með og gleðjast yfir afrekunum. Það verður gaman að vera í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Ef þú hefur ekki tekið ákvörðun um hvert förinni skuli heitið um verslunar- mannahelgina skaltu koma í Þorlákshöfn og njóta þess að upplifa unglingalandsmót. Flestir þeir sem hafa verið á mótunum hingað til koma aftur. Hvað er betra en að foreldrar og börn njóti þess að vera saman í marga daga á slíku móti? Njótum þess að vera saman á unglingalandsmóti í Þorlákshöfn þar sem saman fer keppni, skemmtun, gleði og vinarþel. Höfundur er formaður Ungmennafélags Íslands. Heilbrigt fjölskylduumhverfi HELGA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR L ífið er erfitt fyrir Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Kannanir sýna minnkandi stuðning við Verka- mannaflokkinn og nafnlausir þingmenn flokksins kalla á afsögn hans sem formanns. Til að bjarga flokknum frá skelfilegri útkomu þurfi ný andlit strax í haust. Brown hefur misst traust almennings í þeim efnahagsþrengingum sem hrjá Breta, jafnt og Íslendinga. Líkt og á Íslandi hafa fasteigna- viðskipti dregist saman þar sem meira aðhalds er gætt í útlánum, hægst hefur á öllum nýbyggingum og eru byggingaverktakar í vandræðum. Þá er búið að spá auknu atvinnuleysi í haust. Vandinn hljómar kunnuglega fyrir íslenska lesendur, þó að hann sé ekki alveg sambærilegur, og hið sama má segja um for- sætisráðherrann. Líkt og Geir H. Haarde var Brown mjög vinsæll áður en hann tók við sem formaður og forsætisráðherra. Hann var sérstaklega talinn traustur fjármálaráðherra, þrátt fyrir að vera nokkuð lit- laus karakter. Eftir að hafa staðið í skugganum af hinni miklu sól sem Tony Blair var, var lengi ljóst að Brown myndi taka átakalaust við flokknum og forsætisráðherraembættinu. Blair hafði verið óhemju vinsæll í upphafi ferils síns sem formaður og forsætisráðherra, en vinsældirnar döluðu eftir því sem Blair sat lengur í stóli forsætisráðherra. Vilja margir meina að hann hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma. Á síðasta ári hefur Brown svo komist að því að það sem ein- kenndi hann sem traustan fjármálaráðherra er ekki nauðsynlega það sama og einkennir góðan forsætisráðherra. Brown er gagn- rýndur fyrir að vera fjarlægur kjósendum og þrátt fyrir öryggi hans í öllu sem viðkemur tölum siglir breska þjóðin inn í tímabil efnahagsþrenginga, sem Brown virðist ekki hafa nokkra stjórn á. Hann hefur því verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu mikill leiðtogi til að geta leitt þjóðina í gegnum þetta erfiðleikatíma- bil. Gagnrýnin virðist ná vel til kjósenda, en fylgi flokksins dalar bara og dalar. Þegar flokkurinn tapar meira að segja kosningum í Glasgow, þrátt fyrir skoskan uppruna Browns, virðist fokið í flest skjól fyrir formanninn. Það er ekki eins og Brown og ríkisstjórn hans hafi setið auðum höndum, heldur hefur hann meðal annars komið bönkum og öðrum lánveitendum til bjargar í lánsfjárkrísunni, sveitarfélög hafa fengið leyfi til að kaupa óseldar íbúðir og eldsneytisskattur hefur verið frystur. Þá eru í bígerð áætlanir um að taka lán upp á hundruð milljarða til að bjarga fasteignaeigendum og fjölskyld- um sem eiga í erfiðleikum vegna lánsfjárkrísunnar og hækka þar með leyfileg lánamörk ríkisins, samkvæmt reglum sem Brown setti sjálfur. Hér endar samlíkingin milli Geirs og Browns. Vandamálið fyrir Brown er að hann og samráðherrar hans leggja til lausnir, þó að tímabundnar séu, til að takast á við komandi erfiðleika. En breska þjóðin er ekki að hlusta, heldur leggur frekar eyrun við hvað David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, segir. Stjórn- arandstaðan hér á landi hefur hins vegar ekki vaxið á þessum tímum efnahagsþrenginga en líkt og lesa má í Markaðnum í dag er hins vegar kallað eftir því að stjórnmálamenn hafi forystu um að leggja til lausnir um hvernig hægt sé að komast aftur á fast land. Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að taka það til sín. Efnahagsvandi fer með formann. Geir H. Brown SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Lít ég einn sem list kann EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG |

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.