Fréttablaðið - 30.07.2008, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 30.07.2008, Qupperneq 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Stefán Aðalsteinn Drengsson kleif nýlega Mont Blanc og lenti þar í hrakningum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Stefán Aðalsteinn Drengsson kleif nýverið Mont Blanc ásamt meðlim- um 5 tinda. Leiðangurinn var ekki leikur einn og mátti Stefán hafa sig allan við til að komast á topp- inn. „Við vissum að þetta yrði krefjandi ferð, þar sem um eitt hundrað manns deyja árlega á Mont Blanc. En við félagarnir erum alltaf að reyna okkur til hins ýtrasta. Ég ákvað að fara í ferðina til að búa til heimildarmynd um hana. Ég og Leifur Dam Leifs- son ákváðum að gera þetta og vera saman í línu alla ferðina,“ útskýrir hann. Ferðin var vikulöng og hófst á Ítalíu þar sem hóp- urinn kleif tvö fjöll, La Tresenta og Grand Paradiso, sem er hæsta fjall á Ítalíu. „Þessi tvö fjöll voru frá- bær, þó sérstaklega Grand Paradiso enda þarf maður að fikra sig áfram á klettasyllu til að komast á topp- inn, sem er alls ekki fyrir lofthrædda,“ segir Stefán. Leiðin lá því næst til Frakklands, þar sem Stefán og félagar lögðu af stað upp brekkuna Mont Blanc du Tacul. „Eftir hana byrjaði ég að finna verulega fyrir þunna loftinu, því brekkan sem tók við af henni var löng og lýjandi. Ég fékk dúndrandi hausverk, illt í magann og sting fyrir hjartað sem orsakaði nála- dofa í öllum vinstri handleggnum. Mér var ekki farið að lítast á blikuna og hugleiddi hvort þetta væri komið út í einhverja vitleysu. Við námum því staðar í nokkrar mínútur; ég náði hjartslættinum aðeins niður og svo héldum við áfram. Mistökin voru þau að ég hvorki át né drakk að ráði í göngunni.“ Að sögn Stefáns náðu félagarnir loks á toppinn, örmagna en sælir. „Núna þegar maður hefur haft tíma til að melta þetta og spá í það sem gerðist, er svarið einfalt. Þetta var háfjallaveiki, en margir hafa farið illa út úr henni,“ segir Stefán, sem tók ferðina upp á myndband og stefnir á að sýna hana í íslenskum kvikmyndahúsum í árslok. mikael@frettabladid.is Neitaði að gefast upp Stefán Aðalsteinn Drengsson segir sér alla vegi færa eftir ófarir á Mont Blanc. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖRYGGI Í ÖNDVEGI Áríðandi er að tryggja öryggi barna í bílum. Á það ekki síst við nú þegar ein stærsta ferðahelgi ársins er fram undan. BÍLAR 2 MENNINGIN Í VÍN Valgerður Guðmunds- dóttir er nýkomin úr námi í Vínarborg þar sem hún naut lífsins og tilverunnar. FERÐIR 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.