Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 19
][ Valgerður Guðmundsdóttir, þjóðfræðingur og meistara- nemi í lögfræði, er nýkomin heim úr námi í Vínarborg. „Ég var skiptinemi við Háskólann í Vín en ég kynntist borginni fyrst fyrir tíu árum og gjörsamlega féll fyrir henni. Þess vegna varð hún fyrir valinu þegar ég fór að skoða skiptinám,“ segir Valgerður. Námið í Vínarborg var að sögn Valgerðar mjög frábrugðið því sem hún hefur vanist við Háskóla Íslands. „Lagadeildin er miklu stærri og margir prófessorarnir eru frægir á sínu sviði. Mikið fram- boðið var líka af fjölbreyttum val- áföngum,“ útskýrir hún. Að sögn Valgerðar er Vínarborg mikil lista- og menningarborg og margt af því sem hún hefur upp á að bjóða er miðsvæðis. „Það er talsvert af fallegum byggingum og söfnum í miðbænum og gaman að ganga þar um,“ segir Valgerður en sjálf bjó hún í níunda hverfinu þar sem Sigmund Freud bjó á sínum tíma. Einnig eru margir fallegir almenningsgarðar í borginni og þar eyddi Valgerður gjarnan dögunum með nesti og góða bók. „Hvað menningarlegan mun varðar þá eru Vínarbúar mjög kurteisir. Í lyftum heilsast fólk þegar það gengur inn og kveður þegar það gengur út. Sama á við um búningsklefa í líkamsræktinni. Þegar fólk gengur þaðan út kastar það kveðju á alla hina. Mér fannst þetta frekar skrítið til að byrja með en svo vandist ég þessu,“ segir hún og hlær. Valgerður ferðaðist mikið þá sex mánuði sem hún dvaldi í Vínar- borg. „Ég ferðaðist mikið innan Austurríkis; fór til Linz, Salzburg, Innsbruck og Graz og líka til Bratislava, höfuðborgar Slóvakíu, sem er aðeins klukkustund frá Vín, en það er mjög auðvelt að ferðast til annarra landa frá borginni því staðsetning hennar er frábær,“ segir hún. klara@frettabladid.is Menning og mannasiðir Valgerður starfar í sumar hjá Rétti – Adalsteinsson & Partners. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Freud bjó í sama hverfi og Valgerður en heimili hans hefur verið gert að safni. Þinghúsið í Vín er glæsileg bygging. Dagsferðir eru tilvaldar yfir sumartímann. Skemmtilegt getur verið að láta hvatvísina ráða för og skella sér í dagsferð á sólríkum sumardegi yfir helgi án þess að hafa fastmótaða hugmynd um endastöð. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Lykill fortíðar Landnámssýningin við Aðalstræti veitir gestum tækifæri til að skyggnast inn í lífið á landnámsöld. Einstök margmiðlunartækni gerir gestum kleift að ímynda sér hvernig lífi heimilisfólks í fyrstu byggð Reykjavíkur var háttað og hvernig umhverfi og landslag borgarinnar var við landnám. Aðalstræti 16 www.reykjavik871.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.