Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 2
2 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR Bragi, ertu ekkert hræddur um að laginu verði nauðgað um helgina? „NEI.“ Gera má því skóna að lagið Þjóðhátíð ´93 með Baggalút verði mikið spilað nú um verslunarmannahelgina, jafnvel ofspilað. Bragi Valdimar Skúlason samdi textann við lagið. Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 ORKA Það getur verið mjög dýrt að hækka hitastillingu á ofni eða gleyma rafmagnstækjum í sam- bandi, segir Eysteinn Jónsson, for- stöðumaður sölusviðs Orkuveitunn- ar. Þetta komi iðulega í ljós þegar árlegt uppgjör er sent á heimilin. Eitt sinn hafi fjölskylda fengið reikning upp á hálfa milljón króna. Þá hafði rafmagnsofni verið stung- ið í samband úti í geymslu einn vetrardaginn. Svo gleymdist að slökkva á honum í eitt ár. Eysteinn tekur fram að þegar slys hendi, líkt og í tilfelli fjölskyld- unnar að ofan, reyni starfsmenn sölusviðs að koma til móts við við- skiptavini. Mörgum heitapottseigandanum kemur uppgjörið einnig á óvart fyrsta árið sem hann rekur pott- inn, að sögn Eysteins. Því geti verið gott að fá aukalestur á mæl- ana fyrst eftir að ný tæki eru tekin í notkun. Þá kemur breytingin fyrr fram. „Við sendum ellefu áætlana- reikninga og einn uppgjörsreikn- ing yfir árið. Það er ekki alveg nógu sniðug aðferð. Neytandinn sér ekki sveifluna fyrr en hann fær höggið,“ segir hann. Betra væri að geta mælt raun- notkun oftar. Hins vegar sé það afar dýrt í framkvæmd. - kóþ Fjölskylda fékk reikning upp á hálfa milljón út af einum ofni: Mjög dýrt að hækka hitann Í SÓL OG SUMARYL Nýir eigendur heitra potta gætu minnkað áfallið af hærri hitareikningum með því að láta lesa af hjá sér aukalega. MYND/ÚR SAFNI STJÓRNMÁL „Það getur svo sem verið smekksatriði hvernig frétta- menn bregðist við því þegar við- mælendur svara ekki þeim spurn- ingum sem beint er til þeirra, en sjálfum fannst mér hrokinn felast fyrst og fremst einmitt í því; að svara ekki spurningunum,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur sagt Helga Seljan frétta- mann hafa sýnt sér hroka í Kast- ljósinu á miðvikudag. Ólafur segist hafa verið fenginn í þáttinn á fölskum forsendum. „Ég sagði Helga að ég hefði engan áhuga á að koma í þáttinn til að ræða smávægilegt mál eins og að einum fulltrúa í nefnd hafi verið skipt út; það er alvanalegt. Ég svaraði engu að síður spurningum um það skýrt og skilmerkilega, en hann hélt áfram að endurtaka sig og reyna að trufla mig og ögra mér. Við ætluðum að ræða það kröftuga starf sem unnið hefur verið í miðborg- inni og upp- byggingu og skipulagsmál þar í heild. Sjálfur nefndi Helgi að hann vildi ræða Bitruvirkjun,“ segir Ólafur. Hann segir Helga ekki hafa verið á málefnalegum eða fjöl- miðlalegum forsendum í þættin- um, heldur pólitískum. „Mér finnst það ótækt að vera boðaður í þátt- inn á fölskum forsendum og mæta þeirri framkomu fréttamannsins sem sjónvarpsáhorfendur urðu vitni að. Það er pólitík að gefa í alla staði villandi mynd, bæði af þeim ein- staklingi sem um er að ræða og þeim málefnum sem hann stendur fyrir,“ segir Ólafur, sem finnst um pólitíska misnotkun á ríkisfjölmiðli að ræða. Páll gefur lítið fyrir þær ásakanir. „Ég veit eiginlega ekki fyrir hönd hverra eða á hvaða forsendum við ættum að vera með pólitíska mis- notkun. Hann verður þá að tína til dæmi þar um,“ segir Páll. Hann segist ekki geta haft skoðun á því tveggja manna tali sem var for- senda komu Ólafs í þáttinn. „Hins vegar hefði verið hægt að fara yfir víðara svið í borgarmálum hefði hann svarað því sem hann var spurður um.“ kolbeinn@frettabladid.is Útvarpsstjóri sakar Ólaf F. um hroka Borgarstjóri segist hafa verið fenginn á fölskum forsendum í Kastljósið og sakar fréttamann um hroka. Útvarpsstjóri segir hrokann liggja hjá borgarstjóranum. PÁLL MAGNÚSSON KJARADEILA Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli samþykktu í gær sáttatilboð flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar. Í sáttatil- boðinu fólst að í stað tuttugu tíma skerðingar á vinnutíma nam skerðingin tíu tímum. „Það er ekkert réttlæti að tapa öllum þessu tímum. Ég reikna með að það séu tíu til tólf prósent af grunnlaunum sem menn eru að tapa,“ segir Sverrir B. Björnsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. Samningurinn gildir til ársloka. Í byrjun næsta árs tekur nýr aðili, Keflavíkurflugvöllur ohf., við rekstri flugvallarins. - ges Kjaradeila í Keflavík: Slökkviliðs- menn sömdu LÖGREGLUMÁL Mótorhjól mældist á 245 kílómetra hraða á Þingvalla- vegi á þriðjudagskvöld. Kristján Ó. Guðnason, yfirmaður umferðar- deildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu, segist ekki muna eftir tilviki þar sem bifhjólamaður hefur ekið eins hratt. Manninum var ekki veitt eftirför en bæði hann og þeir sem á vegi hans urðu voru í mikilli hættu. Ekki náðist númerið á hjólinu og litlar líkur taldar á því að maðurinn náist. Fyrir fjórum árum lést ungur maður þegar hann féll af mótorhjóli sínu á Þing- vallavegi við Skálafellsafleggjara, á mjög svipuðum stað og hraðakst- urinn á þriðjudag mældist. - þeb Ofsaakstur á Þingvallavegi: Bifhjólamaður mældur á 245 BANDARÍKIN, AP Skógarbjörn í Minnesota var skotinn á miðviku- dag eftir að eftirlitsmenn höfðu í sex daga árangurslaust reynt að fanga hann. Björninn hafði fest hausinn ofan í tíu lítra plastfötu og gat hvorki étið né drukkið, þótt hann gæti andað. Reyna átti að hjálpa birninum, en þegar hann álpaðist inn í bæinn Frazee var ákveðið að skjóta dýrið. Hátíð stóð yfir í bænum og fjöldi manns á ferli. Fullvíst þótti að björninn væri illa haldinn af þorsta og hungri. Hann sást fyrst með fötuna á hausnum mánudaginn 21. þessa mánaðar, og var þá í hundrað kílómetra fjarlægð frá Frazee. - gb Skógarbjörn í vanda: Skotinn með hausinn í fötu Ekið á sex ára dreng Ekið var á sex ára dreng á tjaldstæð- inu á Hömrum á Akureyri klukkan sjö í gærkvöld. Hann var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. SLYS SAMGÖNGUR Samgönguráðherra, Kristján L. Möller, gangsetti í gær nýjan sendi fyrir farsíma í Norðurárdal í Skagafirði. Með því lauk átaki um að koma á farsíma- sambandi allan hringveginn. Fjarskiptasjóður og Síminn sömdu um átakið í fyrra, en nokkrir kaflar á hringveginum höfðu verið án sambands. Úr því var bætt og einnig á fimm fjallvegum: Fróðárheiði, Stein- grímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Fagradal og Fjarðarheiði. Þá var settur upp sendir í Flatey í Breiðafirði sem nær einnig til svæða á Barðaströnd sem voru áður sambandslaus. - kóp Farsímasamband bætt: Farsímar nást allan hringinn MÓTMÆLI Norðurál hefur ekki ákveðið hvort fyrirtækið muni leggja fram kæru á hendur liðsmönnum samtakanna Saving Iceland, sem stöðvuðu vinnu á lóð fyrirhugaðs álvers í Helguvík laugardaginn 19. júlí síðastliðinn. Þetta segir Ágúst F. Hafberg, talsmaður Norðuráls. Lögregla handtók einn mótmælendanna á svæðinu. Orkuveita Reykjavíkur og Klæðning ehf. fóru strax fram á hálfa milljón króna í skaðabætur frá liðsmönnum Saving Iceland sem stöðvuðu vinnu við stækkun Hellisheiðar virkjunar á mánudag. - sh Norðurál hefur ekki kært: Mótmælendur ekki kærðir enn Götum í miðborginni lokað Göturnar Kirkjutorg, Templarasund og Kirkjustræti verða lokaðar fyrir umferð í dag vegna innsetningar í embætti forseta Íslands, sem fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Göturnar verða lokaðar frá hádegi og til hálfsex í dag. LÖGREGLUFRÉTT BORGARSTJÓRI Ólafur F. Magnússon segist hafa verið fenginn í Kastljósið á fölskum forsendum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N UMHVERFISMÁL Samkvæmt úrskurði umhverfisráð- herra skal meta heildstætt framkvæmdir tengdar álverinu á Bakka, Þeistareykjavirkjun Kröfluvirkjun II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Í úrskurðinum segir brýna þörf á að umhvefisáhrif allra framkvæmdanna „liggi fyrir í heild sinni áður en leyfi fyrir einstökum framkvæmd- um er veitt“. Ingólfur Freysson, sem situr í stjórn kjördæmisráðs í NA-kjördæmi, er mjög ósáttur. Hann segir mismun- andi viðhorf hjá umhverfisráðherra til álvers á Bakka og í Helguvík. „Ég lít á þetta sem mjög alvarlegt áhlaup á landsbyggðina. Samfylkingin á eftir að þurfa að súpa seyðið af þessum úrskurði.“ Ingólfur Ásgeir Jóhannsson, formaður Samtaka um náttúruvernd á Noðurlandi, segir eðlilegt að meta heildstæð áhrif. „Álver án orku er tilgangslítið og rafmagnið kemur úr virkjununum, ekki raflínunum. þess vegna er eðlilegt að meta heildaráhrif allra framkvæmdanna, ekki einstaka hluta hennar.“ Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist ekki hafa kynnt sér úrskurðinn til hlítar. „Við ríkjandi aðstæður í efna- hagsmálum er nauðsynlegt að efla verðmætasköpun í þjóðarbúinu og nýta þau tækifæri til tekjuöflunar sem hátt orkuverð um þessar mundir býður upp á. Vona verður að þessi úrskurður verði ekki til þess að tefja nauðsynlega viðleitni í þá átt,” segir Ólafur. - kóp Afar misjöfn viðbrögð við úrskurði umhverfisráðherra: Alvarlegt áhlaup á landsbyggðina BAKKI Í NORÐURÞINGI Heimamenn eru ekki allir sáttir við úrskurð umhverfisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.