Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 6
6 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR RV U n iq u e 0 60 80 3 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota diskar, glös, bollar og hnífapör Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV FRÁBÆR ÁRANGUR! NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is DÓMSMÁL Fimmtíu og þriggja ára karlmaður, sem þar til í mars stund- aði kennslu við Háskólann í Reykja- vík, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir lang vinn og ítrek- uð kynferðisbrot gegn sjö stúlkum - dætrum sínum, stjúpdóttur og vin- konum þeirra. Upp komst um málið eftir að ábendingar höfðu margsinnis bor- ist barnaverndaryfirvöldum um aðbúnað á heimili mannsins, en þar gekk hann jafnan um nakinn í við- urvist barna sinna sem annarra. Eftir að fjölmiðlar greindu frá handtöku mannsins stigu fleiri stúlkur fram og sögðu frá brotum hans gegn sér. Grófustu brotin framdi maður inn gegn stjúpdóttur sinni, fæddri árið 1994. Hann hafði mök við hana að minnsta kosti þrisvar sinnum á sex ára tímabili, frá árinu 2002 til 2008. Maðurinn myndaði einnig dætur sínar, fæddar 1996 og 1998, og stjúp- dóttur naktar og á klám fenginn hátt. Um hundrað slíkar ljósmyndir, auk þriggja hreyfi mynda, af stúlk- unum voru gerðar upptækar. Sumar þeirra voru teknar á nektar- nýlendu á Spáni. Að auki var maðurinn dæmdur fyrir að hafa fróað sér að stúlkun- um sjáandi, áreitt þær og í eitt skipti lýst með vasaljósi inn í kyn- færi einnar stúlkunnar. Við skýrslutökur játaði mað- ur inn að það örvaði hann að sjá börn nakin. Í skýrslu sálfræðings kemur fram að hann sé haldinn greinilegri barnagirnd „sem ásamt þráhyggjuhugsunum um kynlíf hafi fylgt honum frá barnsaldri“. Maðurinn játaði að hafa umgeng- ist stúlkurnar nakinn og sagðist vera „nektarsinni“. Nektar myndir af stúlkunum sagði hann hefð bundnar sumar leyfis myndir, þótt þær væru fyrst og fremst af kynfærum þeirra, og þá sagði hann stjúpdóttur sína hafa átt frum- kvæði að kynferðis mökum þeirra. Á hvorugt fellst dómurinn. Maðurinn er dæmdur til að greiða öllum stúlkunum samtals rúmar fjórar milljónir króna í mis- ka bætur, og nemur upphæðin frá 150 þúsundum króna til tveggja milljóna. Hann hefur setið í gæslu varðhaldi frá 3. apríl, og dregst sú vist frá fjögurra ára fangelsisdómi hans. stigur@frettabladid.is Háskólakennarinn í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi háskólakennari hlaut fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkum. Sálfræðingur segir barna girnd hafa fylgt manninum frá barns- aldri. Hann myndaði dætur sínar á klámfenginn hátt á nektarströnd. KAPPKLÆDDUR Maðurinn huldi andlit sitt fyrir ljósmyndurum í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Segir í dómnum að framburður hans hafi einkennst af því að hann vilji draga úr ábyrgð sinni og varpa henni yfir á þolendur. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Maðurinn sagðist ekki hafa gengið um nakinn á heimili sínu innan um stúlkurnar í kynferðis legum tilgangi, heldur væri hann „nektarsinni“ (e. naturist). Í því fælist að honum þætti „þægilegt að vera innan um annað fólk sem vill líka vera nakið, þar á meðal börn.“ „Jafnvel þótt út frá því væri gengið að að það framferði ákærða að ganga um nakinn á heimili sínu hafi alfarið helgast af því að hann aðhylltist „naturisma“, er haldlaus sú málsvörn hans að hann hafi þar með og án þess að til álita kæmi að hann bryti með því gegn refsi lögum getað verið allsnakinn í viðurvist barna,“ segir í dómnum. FINNST ÞÆGILEGT AÐ VERA NAKINN Auglýsingasími – Mest lesið SKEMMDARVERK Talsverðar skemmdir hafa verið unnar á rann- sóknarreitum sem vísindamenn Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri hafa ræktað á Hellisheiði. „Þessar rannsóknir ganga út á að prófa aðferðir til að græða upp röskuð svæði sem óneitanlega falla til við verklegar framkvæmdir eins og orkuveitan stendur fyrir,“ segir Járngerður Grétarsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskólann. „Merkingar okkar á reitunum voru teknar upp og vísvitandi færðir til. Það er eins og tilgangurinn hafi verið að villa um fyrir okkur.“ Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur meðal annars fram að rann- sóknirnar hafi notið sjö milljóna króna styrks frá fyrirtækinu á síð- ustu tveimur árum. Enn fremur kemur fram að „gróðurreitirnir, sem verst urðu úti, eru staðsettir austan Skarðsmýrarfjalls, ekki langt þar frá sem samtökin Saving Iceland hafa búðir sínar“. Aðspurður hvort hann teldi að meðlimir samtakanna Saving Ice- land hafi átt hlut að máli segist Kristinn H. Þorsteinsson, garð- yrkjustjóri OR, ekkert vita um það. „Við erum ekki með neinar aðdróttanir, eina ástæðan fyrir því að við tiltökum staðsetningu búðanna er sú að þær eru gott kennileiti. En þetta voru greini- lega vel skipulögð skemmdarverk sem mikil vinna og hugsun hefur farið í.“ - ges Skemmdir unnar á rannsóknarreit Landbúnaðarháskólans uppi á Hellisheiði: Vel skipulögð skemmdarverk HELLISHEIÐAVIRKJUN Skipulögð skemmdarverk voru unnin á gróðurreit- um uppi á Hellisheiði. BANDARÍKIN, AP Barack Obama, for- setaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, segir að repúblik- anarnir John McCain, mótherji hans í forsetakosningunum, og George W. Bush forseti, reyni nú að hræða kjósendur frá því að kjósa sig. „Enginn trúir því að Bush og McCain eigi nein raunveruleg svör við þeim vandamálum sem blasa við okkur. Þess vegna eru þeir að reyna að gera ykkur hrædd við mig,“ sagði Obama í gær. „Þið vitið: hann er ekki nógu föðurlandssinn- aður, hann er með skrítið nafn, hann lítur ekki út eins og allir hinir forsetarnir á dollaraseðlunum.“ Úr herbúðum McCains komu hins vegar í gær sjónvarpsauglýs- ingar, þar sem í fyrsta sinn er beinlínis ráðist að persónu Obam- as. Honum er líkt við Britney Spears og Paris Hilton, og gefið í skyn að hann sé lítið annað en frægðarbóla sem fjölmiðlar eru uppteknir af, en gleymist síðan. „Hann er frægasti maður í heimi, en er hann fær um að stjórna?“ er spurt í auglýsingunni meðan klippt er á milli mynda af Evrópuferð Obamas og mynda af frægum poppstjörnum. Óðum styttist í landsþing flokkanna beggja, þar sem forsetaefni þeirra verða formlega valin. Flokksþing Demókrataflokksins verður í Den- ver í Colorado 25.-28. ágúst, en landsþing repúblikana verður í St. Paul í Minnesota 1.-4. september. - gb Hnútuköst milli demókrata og repúblikana: Obama sagður dægurfluga OBAMA Á SVIÐINU Segir andstæðinga sína í Repúblikanaflokknum reyna að hræða kjósendur frá að kjósa sig. LÖGREGLUMÁL Þrír gistu fanga- geymslur lögreglunnar í Vest- mannaeyjum aðfaranótt fimmtu- dags. Þeir voru handteknir vegna líkamsárásarmáls þar sem maður hlaut skurð á hnakka. Mennirnir voru talsvert ölvaðir. Að sögn lögreglu var ekki um alvarlega líkamsárás að ræða. Þó nokkuð af fólki var komið til Vestmannaeyja vegna þjóðhátíð- ar. Tveir piltar voru handteknir á leið sinni á þjóðhátíð aðfaranótt fimmtudags. Þeir voru staðnir að því að reykja hass á meðan þeir biðu þess að fara um borð í Herjólf. - þeb Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum: Þrír gistu fangageymslur Átti Ólafur F. Magnússon að víkja Ólöfu Guðnýju Valdimars- dóttur úr skipulagsráði? Já 35,5% Nei 64,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér eðlilegt að veitinga- staðurinn Goldfinger fái leyfi til að bjóða upp á nektardans? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.