Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 40
Hreimur Örn Heimisson er fæddur 01.07.1978. Út úr því kemur talan 33 sem er jafnt og sex. Lífstalan sex gerir hann að ljúfum einstaklingi sem er samt ákveðinn og fylginn sér. Sexurnar eru yfirleitt búnar að ákveða hlutina langt fram í tímann, láta ekkert koma sér úr jafnvægi og heilla alla í kringum sig, jafnt unga sem aldna. Sexurnar eru oft á tíðum svolítið gamlar sálir og þar af leiðandi nokkuð yfirvegaðar og þykir ágætt að fá að vera í friði. Þær eru heillandi svo þær fá oft mikla at- hygli án þess þó endilega að þær séu að biðja um hana. Það er afar sjaldgæft að sexur lendi í óreglu eða veseni því þær nenna ekki slíku. Hreimur er alveg hin týpíska sexa, ljúfur, fal- legur, góður og hjartahlýr. Hann gefur enda- laust af sér og græðgin hefur ekki verið í kring- um hann. Hann ber virðingu fyrir lífinu og þar af leiðandi ber lífið virðingu fyrir honum. Hann er með fasta fætur á jörðinni, fer áfram hægt, en kemst ávallt á áfangastað. Hann á eftir að eiga ljúft líf, sterka fjölskyldu og þægilegt heimili. Það er hægt að segja um Hreim: „Hann er bara þarna, alveg eins og sólin.“ Hann er trygglynd- ur og trúr og hefur aldrei fundist hann vera neitt merkilegri en aðrir. Hreim- ur er á tölunni 9, sem við fáum út með því að leggja fæðingardag og ár við árið 2008 svo hann er að ljúka ýmsu í kringum sig og þó nokkrar breytingar eru búnar að eiga sér stað. Hann er að koma sér vel fyrir og byrja í nýju þriggja ára tímabili. Ef Hreimur ákveður eitthvað, þá getur jafnvel ekki guð fengið hann til að skipta um skoðun. Hann er búinn að hreinsa vel í kringum sig, nýtt upphaf er komið og það verða töluverðar breyting- ar næstu tólf mánuði varðandi heimilis- hald. Það kæmi mér ekki á óvart að árið 2009 yrði hann mun meira í umfjölluninni en hann hefur verið þetta ár, en hann kærir sig ekkert um heimsfrægð. www.klingenberg.is SIGRÍÐUR KLINGENBERG spáir fyrir Hreimi Erni Heimissyni Kærir sig ekkert um heimsfrægð FÖSTU DAGUR 1. Mæta edrú á útihátíð rétt fyrir mið- nætti. Maður fær taugaáfall við að sjá allan þennan viðbjóð. Ég hef reynt þetta sjálf og húkkaði far strax aftur í bæinn. Það var dagur sem ég mun aldrei gleyma. Því miður. 2. Úða á mig góðum slurk af Old Spice og kíkja svo í kaffi til pabba. Þegar ég var lítil úðaði pabbi þessu á sig við öll tilefni og fyrir mig sem unga stúlku með næmt lyktarskyn var stundum erfitt að búa við þetta. Það væri gaman að borga honum í sömu mynt. 3. Fara með köttinn í bíltúr, opna rúðuna við Humarhús- ið og loka henni strax aftur. Kötturinn minn fær stundum að fara á rúntinn með mér og þetta er skemmtileg leið til að stríða ketti eins og mínum. 4. Fara á Borgarfjörð eystri í góðu veðri. Ég var á Borgarfirði eystri um síðustu helgi á Bræðslutónleikum og þetta er einn fallegasti staður sem ég hef nokkurn tímann komið á. Þetta er alveg ótrúlegur staður og náttúrufeg- urðin mun seint gleymast. 5. Flytja út á land, þar eru allir dagar eins og föstudagar, að minnsta kosti til að byrja með. Úti á landi finnst manni eins og maður sé kominn í frí þegar maður er búinn að vinna því umhverfið er svo afslappað. Það er auðvitað frá- bært ef allir dagar eru eins og föstu- dagar. Berglind Häsler söngkona hljómsveitarinnar Skakkamanage LEIÐIR TIL AÐ GERA FÖSTUDAG ÓGLEYM- ANLEGAN5 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Samkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Kaupfélag Steingrímsfjar›ar, Drangsnesi. Samkaup, Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Krákur, Blönduósi. Skagfiringabúð, Sauðárkróki. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Öryggi, Húsavík. AUSTURLAND: Samkaup, Egilsstöðum. Kauptún, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. Sparkaup, Fáskrúðsfirði. Martölvan, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuspítalinn, Grindavík. Hagkaup, Njarðvík. Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar, Garði. 1971 - 2008 www.sm.is ALLAR GERÐIR MINNISKORT VERÐ 59.990 FRÁBÆRT VERÐ VERÐ 129.990 FRÁBÆRT VERÐ VERÐ 89.990 FRÁBÆRT VERÐ VERÐ 99.990 FRÁBÆRT VERÐ VERÐ 149.990 FRÁBÆRT VERÐ VERÐ 169.990 FRÁBÆRT VERÐ Toshiba 32W330DG 32" LCD BREIÐTJALD með 1366x768 p.uppl., HD Ready, innb. DVB-T móttakari, 2 x 20w Nicam Stereó, 2 Scart (með RGB), 2 HDMI, Component, SVHS, CVBS ofl. Toshiba 32A3000PG 32” LCD BREIÐTJALD með 1366x768 p.uppl., PIXEL PROcessing III, HD Ready, 1.500:1 skerpu, Faroudja DCDI og Real Digital Picture, 2 x 20w Nicam Stereó, 2 Scart (með RGB), HDMI, Component, SVHS, CVBS og heyrnartólstengi, textavarp ofl. Toshiba 37C3000PG 37” LCD BREIÐTJALD með 1366x768 p.uppl., ActiveVision myndkerfi, Active Backlight kerfi, 9000:1 Dyn. Contrast, 8 ms svartími, 10 Bit Processing, HD Ready, DCDi Faroudja Prog. Scan, 3D Color System, 2 HDMI v1.3, 2 Scart, 1 VGA, 1 Component ofl. Toshiba 42C3001PG 42” LCD BREIÐTJALD með 1366x768 p.uppl., PIXEL PROcessing III, HD Ready, 5.000:1 skerpu, 8ms svart,. Faroudja DCDI og Real Digital Picture, 2 x 20w Nicam Stereó með SRS WoW Surround, 2 Scart (með RGB), 2 HDMI, Component, ofl. Toshiba 42C3530DG 42” LCD BREIÐTJALD með 1366x768 p.uppl., PIXEL PROcessing IV, HD Ready, 4.000:1 skerpu, Faroudja DCDI og Real Digital Picture, 2 x 25w Nicam Stereó með SRS WoW Surround, 2 Scart (með RGB), 2 HDMI, Component, ofl. FRÁBÆR SJÓNVARPSTILBOÐ Toshiba 20W300PG 20” LCD BREIÐTJALD með 1366x768 p.uppl., HD Ready, 20w Nicam Stereó, 2 Scart, HDMI, Component, SVHS, CVBS og heyrnartólstengi, VGA tengi, textavarpi ofl. 16 • FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.