Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 58
34 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express- deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur,“ sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það.“ Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum,“ sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag,“ sagði Eiríkur á léttum nótum. ÍR-INGURINN ERÍKUR ÖNUNDARSON: TALDI 99 PRÓSENTA LÍKUR Á AÐ HANN VÆRI HÆTTUR EFTIR SÍÐASTA TÍMABIL Eitt prósent getur nú reyndar oft verið drjúgt FÓTBOLTI Hannes Þór Halldórsson, 24 ára markvörður Framara, hefur slegið í gegn í Landsbankadeild- inni í sumar en hann slær við öllum markvörðum deildarinnar í öllum helstu tölfræðiþáttum sem Fréttablaðið tekur saman. Fyrir aðeins fjórum árum sat hann á bekknum hjá 2. deildarliði Leiknis en nú er hann farinn að banka á dyr A-landsliðsins. Það hefur því margt breyst á stuttum tíma, þökk sé dugnaði Hannesar sem æfir mikið aukalega. Mikill stöðugleiki „Ég er mjög ánægður með minn leik og það hefur verið mikill stöð- ug leiki hjá mér og það er það sem markmenn sækjast eftir,“ segir Hannes og hann er einnig ánægð- ur með gengi Framliðsins. „Það fleytir manni langt að liðið er ekki að gefa mörg færi á sér og við erum að vinna þetta saman. Það er mjög erfitt að fá á sig 20 skot í leik eins og Gunnleifur í HK. Maður kemur aldrei vel út úr því sama hversu maður er góður,“ segir Hannes en Gunnleifur er einmitt efstur á eina listanum sem Hannes Þór er ekki í fyrsta sæti en það er yfir varin skot. Lífið í Landsbankadeildinni hefur þó ekki bara verið dans á rósum hjá Hannesi því hann var mikið gagnrýndur í upphafi móts- ins í fyrra. „Það hefur hjálpað mér að byrja mótið illa í fyrra. Ég kom inn í mótið, hélt að ég væri súper- mann og ætlaði að sigra heiminn. Svo var ég sleginn niður á jörðina og þurfti að stokka spilin upp á nýtt. Ég þurfti að vinna í sjálfum mér og það er að skila sér núna,“ segir Hannes en það reyndi mikið á hann í fyrrasumar. Gerði mistök í fyrra „Ég kom meiddur inn í mótið í fyrra og gerði mistök sem höfðu áhrif á sjálfstraustið. Þetta spilað- ist ekki nægilega vel fyrir mig og það þurfti átak til þess að koma sér af stað aftur. Ætli ég sé ekki sterkari í dag fyrir vikið,“ segir Hannes sem lék með Aftureldingu í 2. deildinni 2005 og var í Stjörn- unni í 1. deildinni 2006. „Ég er stoltur af því að hafa komið úr neðri deildar umhverfi og unnið mig upp,“ segir Hannes sem missti úr fimm ár á sínum tíma vegna erfiðra axlarmeiðsla. Erlend lið eru sögð hafa áhuga á honum og hann neitar því ekki að hann sé farinn að horfa í atvinnu- mennsku í framtíðinni. Varamarkvörður í Leikni „Ég er klárlega áhugasamur fyrir því að fara út og það er verið að vinna í þessum málum. Það getur verið að það verði eitthvað í boði ef ég held áfram að standa mig vel,“ segir Hannes. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi litið á það sem möguleika fyrir tveimur til þremur árum að það væri möguleiki á að ég kæm- ist út í atvinnumennsku. Þegar ég var varamarkvörður í Leikni og Valur Gunnarsson hélt mér út úr liðinu 2004 þá hefði ég ekki tippað á þetta. Þetta er bara gaman og það er léttara yfir manni en á sama tíma í fyrra,“ segir Hannes. Hannes er metnaðarfullur markvörður og hann er farinn að stefna á landsliðssæti. „Ég tel mig eiga möguleika á landsliðssæti og er að vonast til þess að fá tækifær- ið. Ég held að ég eigi alveg eins heima þar eins og þessir menn sem eru þarna núna. Mér fyndist það ekkert fáránlegt val hjá lands- liðsþjálfaranum. Það eru samt margir góðir markmenn í deild- inni og líka menn sem hafa spilað lengur og hafa sýnt stöðugleika lengur,“ segir Hannes en hann ætlar líka að vinna í sínum málum til þess að svo verði. „Ég er alltaf að horfa upp á við og það þarf að vera einhver rúsína í pylsuendanum sem drífur mann áfram í aukaæfingunum en ég æfi mikið aukalega. Ég þarf að horfa til einhvers markmiðs til þess að nenna því og næst á dagskrá er að komast í landsliðið og fara út,“ segir Hannes. Á framtíðina fyrir sér Þorvaldur Örlygsson, þjálfari hans hjá Fram, er mjög ánægður með markmanninn sinn. „Við erum allir mjög sáttir með hans framlag til liðsins. Hann hefur verið duglegur að vinna í sínum málum og hefur bætt sig mikið undir handleiðslu Birkis Kristins- sonar,“ segir Þorvaldur. „Þetta er stór strákur sem á framtíðina fyrir sér ef hann heldur áfram á sömu braut.“ ooj@frettabladid.is Næsta markmið er A-landsliðið Hannes Þór Halldórsson er besti markvörður Landsbankadeildar karla. Hannes er með hæstu meðal- einkunn, hefur fengið á sig fæst mörk, er með bestu hlutfallsmarkvörsluna og hefur haldið oftast hreinu. MARKVARSLAN 2008 HÆSTA MEÐALEINKUNNIN: Hannes Þór Halldórsson, Fram 6,69 Gunnleifur Gunnleifsson, HK 6,58 Fjalar Þorgeirsson, Fylki 6,31 Ómar Jóhannsson, Keflavík 6,31 Kjartan Sturluson, Val 6,15 FLEST VARIN SKOT Í LEIK Gunnleifur Gunnleifsson, HK 5,58 Zankarlo Simunic, Grindavík 4,18 Hannes Þór Halldórsson, Fram 3,54 Kjartan Sturluson, Val 3,54 Ómar Jóhannsson, Keflavík 3,46 Esben Madsen, ÍA 3,45 FÆST MÖRK Á SIG Í LEIK Hannes Þór Halldórsson, Fram 0,85 Stefán Logi Magnússon, KR 0,89 Daði Lárusson, FH 1,09 Þórður Ingason, Fjölni 1,17 Kjartan Sturluson, Val 1,38 Casper Jacobsen, Breiðablik 1,46 Ómar Jóhannsson, Keflavík 1,46 BESTA HLUTFALLSMARKVARSLAN Hannes Þór Halldórsson, Fram 80,7% Stefán Logi Magnússon, KR 75,0% Þórður Ingason, Fjölni 74,5% Kjartan Sturluson, Val 71,9% Daði Lárusson, FH 71,4% Zankarlo Simunic, Grindavík 70,8% Ómar Jóhannsson, Keflavík 70,3% OFTAST HALDIÐ HREINU Hannes Þór Halldórsson, Fram 6 Stefán Logi Magnússon, KR 6 Daði Lárusson, FH 6 Kjartan Sturluson, Val 5 Þórður Ingason, Fjölni 4 ÖRUGGUR Hannes Þór Hall- dórsson hefur verið mjög yfirvegaður í sínum leik í sumar. FÓTBOLTI Skagamenn unnu langþráðan sigur í gærkvöldi þegar þeir unnu finnska liðið Honka Espoo 2-1 á Akranesi í seinni leik liðanna í UEFA- bikarnum. Finnska liðið fór þó áfram 4-2 samanlagt en liðið vann fyrri leikinn 3-0. Þetta er fyrsti sigurleikur Skagamanna síðan 20. maí en þetta var annar leikur liðsins undir stjórn þeirra Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. Fyrir leikinn var ÍA búið að tapa sex leikjum í röð og alls búið að spila 12 leiki í röð án þess að vinna. Skagamenn komust í 2-0 í leiknum og voru því næstum búnir að vinna upp forskot Honka en vonirnir urðu að engu þegar Jussi Vasara minnkaði muninn 18 mínútum fyrir leikslok. Helgi Pétur Magnússon skoraði fyrra markið á 16. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Árna Inga Pjeturssonar en Björn Bergmann Sigurðarson það síðara á 49. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Stefáni Þór Þórðarsyni. -óój UEFA-bikarinn í knattspyrnu: Fyrsti sigur ÍA í rúmar tíu vikur HEITUR Björn Bergmann hefur skorað í þremur leikjum í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI FH-ingar eru komnir áfram í UEFA-bikarnum eftir 5-1 stórsigur á Grevenmacher í seinni leik liðanna í Lúxemborg. FH vann fyrri leikinn 3-2 í Kapla- krika og þar með 8-3 samanlagt. Tryggvi Guðmundsson og Atli Guðnason skoruðu tvö mörk hvor og Björn Daníel Sverrisson skoraði eitt. Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, var ánægður í leikslok. „Við vorum aðeins að þreifa fyrir okkur í fyrri hálf- leik og þeir voru þá líflegir. Í seinni hálfleik þá var bara eitt lið á vellinum og við höfðum getað skorað fleiri mörk. Við spiluðum þá sundur og og saman og unnum mjög góðan sigur,“ sagði Heimir sem getur verið ánægður með útkomuna eftir áfall í fyrri leiknum. „Við spiluðum ekki vel fyrsta hálftím- ann í fyrri leiknum og þeir skoruðu tvö mörk og það er dýrt að fá á sig tvö mörk á heimavelli í Evrópukeppni. Þetta FH-lið hefur sýnt það í gegnum tíðina að við erum ekkert síðri á útivelli en heimavelli í Evrópu- keppni og við sýndum það í dag,“ sagði Heimir og bætti við. „Sókn- arleikurinn var til fyrirmyndar og þá sérstaklega í seinni hálfleik og boltinn gekk í fáum snerting- um,“ sagði Heimir. Hinn átján ára Björn Daníel Sverrisson lék sinn fyrsta Evr- ópuleik og skoraði fimmta og síð- asta mark FH í leiknum. „Björn er mjög efnilegur leikmaður og hefur fengið tækifæri og staðið sig vel. Það var gaman að hann skyldi skora í fyrsta Evrópuleikn- um og hann kórónaði góðan leik sinn með því að skora,“ sagði Heimir. Þetta er líka fjórði leikurinn í röð sem Tryggvi skoraði tvennu en hann skoraði einnig tvö mörk í fyrri leiknum og svo í síðustu deildarleikjum á móti HK og ÍA. Tryggvi varð einnig fyrsti leik- maðurinn til þess að skora tíu Evrópumörk fyrir íslenskt lið. „Tryggvi spilaði ekki vel á tíma- bili en kom sterkur upp þegar liðið þurfti á honum að halda og hann hefur staðið sig vel upp á síðkastið,“ sagði Heimir um frammistöðu Tryggva. FH er eina íslenska karlaliðið sem er eftir í Evrópukeppninni en Valur og ÍA eru dottin út. „Það er bara dregið á morgun (í dag) og ég veit ekki hvaða lið við getum fengið. Vonandi fáum við mótherja sem við eigum mögu- leika í,“ sagði Heimir að lokum. - óój FH-ingar unnu fjögurra marka stórsigur á Grevenmacher í Lúxemborg og fóru áfram í UEFA-bikarnum: Tryggvi með tvennu fjórða leikinn í röð TÍU EVRÓPUMÖRK Það hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir íslensk lið í Evrópukeppni en Tryggvi Guð- mundsson. FRÉTTABLAÐ- IÐ/STEFÁN > Stelpurnar spila um 13. sætið Íslenska 20 ára lið kvenna vann sinn þriðja leik í röð í baráttunnum um sæti á HM í Makedóníu þegar liðið vann flottan tólf marka sigur, 39-27, á heimastúlkum í Makedóníu í gær. Íslensku stelpurnar hafa aðeins tapað einum leik á mótinu og spila við Japan um 13. sætið á morgun. Karen Knútsdóttir skoraði 9 mörk (6 víti) og nýtti öll sín skot í leiknum, Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 7, Auður Jónsdóttir 6 og þá var Rut Jónsdóttir með 5 mörk og 10 stoðsendingar í leiknum. Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 14 skot, þar af 2 víti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.