Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 22
[ ] Blaðamaður Fréttablaðsins fékk þrjá einstak linga til að gefa lesendum hugmyndir að sniðugum útilegumat fyrir verslunarmannahelgina. Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir fer sjaldan í úti- legu en þeim mun oftar í sumar- bústað og þar upplifir hún smá útilegustemningu við grillið. Bryn dís mælir með grilluðum skötusel á spjóti í bland við brak- andi grænmeti. „Með þessu er tilvalið og fljótlegt að hafa létt- sósu með engifer og jalapeño frá Salat húsinu.“ Bryndís segir langt síðan hún fór á útihátíð um verslunar- mannahelgi. „Hin síðustu ár hef ég verið að vinna og upplifi því hátíðirnar meira „on stage“,“ segir hún og hlær en hún mun koma fram ásamt Siggu Beinteins á Einni með öllu á Akureyri. Reynar Davíð Ottósson, nemi og starfsmaður í versluninni Brim, hefur ferðast mikið um landið og ósjaldan grillað úti í náttúrunni. Hann fór hringinn ásamt vinafólki um síðustu helgi og holugrillaði þá lambalæri, sem hann mælir eindregið með. „Þá grefur maður um hálfs metra holu, sturtar kolum í hana og bleytir vel með grillolíu. Ein- faldast er að kaupa þurrkryddað lambalæri, vefja álpappír utan um það og leggja ofan á kolin þegar þau eru orðin grá,“ útskýr- ir Reynar. Hann setur síðan plötu yfir holuna en skilur þó eftir smá rifu. Lærið er síðan eldað í klukkutíma á hvorri hlið. „Svona verður kjötið mjög „djúsí“ og rennur hreinlega af beinunum,“ fullyrðir hann. Reynar segir holugrillaða lærið þarfnast lítils útbúnaðar. „Um helgina gróf ég til dæmis holuna með frisbídiski og töng og mokaði síðan upp úr henni með höndunum.“ Helgi Svavar Helgason, trommuleikari í Flís og Hjálmum, er mikill matarspekúlant og myndi hiklaust þyngja ferða- töskurnar örlítið til að gera úti- legumatinn óaðfinnanlegan. „Ég mæli með því að fólk taki með sér salt- og pipar kvörn og að minnsta kosti eitt skemmtilegt krydd en þetta vill oft gleymast.“ Helgi segir síðan Liquid Smoke- sósu ómissandi. „Hún er meðal þess sem ég hef sankað að mér á ferðalögum mínum um Banda- ríkin. Ég kalla hana eiginlega reyksósu og henni er gott að pensla á kjöt, kjúkling og jafnvel pulsur. Að endingu segir Helgi sniðugt að kippa með sterkri sósu eins og tabasco með habanero. „Hana hef ég til hliðar á disknum og set jafn- vel nokkra dropa út í kartöflusal- at sem hefur mikið að segja,“ segir Helgi sem mun spila á Inni- púkanum á föstudag og á Græna hattinum á Akureyri á laugardag og sunnudag. vera@frettabladid.is Sniðugt og gott í gogginn Bryndís Ásmundsdóttir mælir með grilluðum skötusel. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Reynar Davíð Ottósson segir holugrillað lambalæri tilvalinn útilegumat sem þarfnist lítils útbúnaðar. Um helgina gróf hann holu með frisbídiski og töng og mokaði upp úr henni með höndunum. Helgi Svavar Helgason notar eingöngu kolagrill og hefur reyksósu og ferskt krydd ávallt með í útileguna. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Matseld.is er sniðug heimasíða fyrir þá sem vilja fræðast frekar um matargerð. Á síðunni er margt skemmtilegt að finna, svo sem uppskriftir, ýmsan fróðleik og fleira. Fyrir verslanir, veingahús, mötuney og stóreldhús, til suðu eða steikingar - Gollaraþunnildi - Saliskkurl - Saliskhnakkar, tvær stærðir (lomos) - Gellur - Saliskbitar, blandaðar stærðir - Ýsuök og -hnakkar - Rækjur Einnig frábært úrval tilbúinna rétta frá Ekta réttum, kíkið á vörulistana á netinu! - Þorskhnakkar - Steinbítskinnar og -bitar Sérfræðingar í saltfiski frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood 466 1016 pöntunarsími: www.ektafiskur.is e NÝJU N G e N Ý JU N G e NÝJUNGe NÝ JU N G e Ektaréttir BYLGJAN BER AF Hlustendur Bylgjunnar eru í eftir- sóttasta markhópnum og stærsta neysluhópnum. Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægasta markhópsins. Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 1. janúar til 29. júní 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag. BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.