Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 54
30 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ENGAN KOSS Unglingastjarnan Miley Cyrus hefur afþakkað boð söngkonunnar Katy Perry um koss á Teen Choice Awards-hátíðinni í næstu viku. Perry, sem hefur gert það gott með laginu I Kissed A Girl, vildi gera grín að víðfrægum kossi Madonnu og Britney Spears með þessum hætti, en Miley þverneitar - enda hefur hún eflaust valdið nægum skand- ölum á árinu. 1. Hver er maðurinn? Einn ímyndar sér persónu sem allir í bílnum þekkja. Hinir spyrja nei- eða já-spurninga. Sá sem vinnur fær að hugsa sér næsta mann (og fær úr bland-í-poka- pokanum). 2. Númeraplötuleikurinn Allir í bílnum búa til setningu úr fyrstu stöfunum í númerum fimm bíla sem koma á móti – P.M.E.Y.S - Pétur má ekki ydda sprellann. Fyndnasta tillagan vinnur (má fá sér úr bland-í-poka-pokanum). 3. Hljóðbók Leigðu hljóðbók í bókasafninu og láttu góðan leikara lesa fyrir ykkur á leiðinni. 4. Sagan endalausa Sögð er saga þar sem hver far- þegi leggur til eitt orð í einu. Ekki má setja punkt nema kind og/eða hjólhýsi sjáist. 5. Hummaðu lag Farþegar humma eða flauta lög. Hinir reyna að geta hvaða lag þetta er. 6. Fullyrðingaleikurinn Farþegar skiptast á að telja upp fullyrðingar um sjálfa sig. Tvær eru réttar, ein er röng. Hinir skiptast á að geta hver fyllyrð- ingana er röng. Sá sem vinnur fær úr bland-í-poka-pokanum. 7. Hin hliðin Farþegar svara til skiptis eins og þeir séu að svara spurningum dagblaða sem þar birtast undir nöfnum eins og „Hin hliðin“ eða „Aðalsmaður vikunnar“. Helsti veikleiki? Mestu vonbrigði? Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Og svo fram- vegis. 8. Hljómsveitaleikurinn Einn byrjar að nefna hljómsveit- arnafn eða nafn flytjanda. Svo gengur hringurinn. Aftasti bók- stafur er fyrsti stafur næsta nafns. BítlarniR - Rolling StoneS - Sigga BeinteinS - StuðmenN - Nina HageN... Og svo framvegis. Eng- inn vinnur en þetta drepur tím- ann. Svo má líka nota annað en hljómsveitir, til dæmis nöfn á bíó- myndum, mannanöfn eða staða- nöfn. 9. Steinn, pappír, skæri Farþegar gera „steinn, pappír eða skæri“. Sá sem vinnur í hverri umferð má fá sér úr bland-í-poka- pokanum. 10. Mixdiskurinn Búðu til góðan mixdisk eða hladdu tónhlöðuna af góðri músik sem öllum í bílnum líkar. Það er ekki víst þú náir uppáhaldsútvarps- stöðinni þinni úti á landi. 10 leiðir til að drepa tímann í bílnum ÝMSAR AÐFERÐIR TÍL TÍMADRÁPS Stundum getur tekið á að hanga of lengi í bíl. „Þetta er umfangmesta draggkeppni sem hefur verið. Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta blómstra. Nú erum við á stærra sviði, það skiptir svo mikli máli,“ segir Georg Erlingsson, framkvæmda- stjóri Draggkeppninnar í ár. Keppnin fer fram í Óperunni, miðvikudaginn 6. ágúst. „Við erum með átta keppendur, af báðum kynjum, sem eru að sækjast eftir því að fá kónga og drottiningarsætið. Það eru alltaf einhverjir sem hafa verið viðloðnir draggið einhverntíman eða tekið þátt í öðrum keppnum en Þetta er í fyrsta skipti sem allir keppendur koma nýir af götunni. Meðal annars erum við með ein systkini sem taka þátt og það hefur heldur aldrei gerst áður. Öll atrið- in eru ofboðslega litrík og mismunandi innanborðs. Keppnin verður algjört augnakonfekt fyrir gesti.“ Einhverjir frægir? „Ég get ekki sagt það að kepp- endur séu þekktir í menningarlífinu, allavega ekki ennþá.“ Hann bætir við að reyndar sé ein, en vill halda því leyndu hver það er að svo stöddu. Þema keppninnar er draugagangur og munu aðilar úr íslenska sirkusnum sjá um opnunaratriði. „Svo eru Steini (Þor- steinn Jóhannson) og Ylfa Lind (Gylfa- dóttir) sem unnu í fyrra með atriði. Ylfa er nýbúin að eignast strák en er algjör nagli og er tilbúin með allt saman. Búin að senda lagið út til London í hljóðritun, skildist mér og eitthvað fleira. Það verð- ur rífandi góð stemming.“ Forsala er hafin á Q bar, en miðinn kostar 1800 krónur þar, 2000 við dyrnar. Húsið opnar klukkan átta. -kbs Systkini keppa um draggtitilinn í ár DROTTNING Blær hlaut titilinn í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.