Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 34
t íska ferskleiki dagsins í dag 1. Örþunnt efnið í blússunni hjá Dolce & Gabbana gerir klæðnaðinn fágaðri en ella. 2. Köflótt og köflótt við glansandi skó hjá Dolce & Gabbana. 3. Kjóllinn úr Zöru væri flottur við sokkabuxur og lakkskó í vetur. 4. Sumarlegur og sætur með mynstri vetursins. Úr Topshop. 5. Vestið frá Vila færi vel yfir mynstr- uðum bol á borð við þann frá Karen Walker. 6. Sveitarómansinn ræður ríkj- um í köflóttri skyrtu með pífukraga frá Zöru. 7. Flott pils frá Topshop sem bæði má nota í sumar og haust. 8. Köflótta kápan hjá Karen Walker er flott við munstraðan bol og gyllta skó. 9. Hálfgegnsæ mussa fyrir þær sem vilja fara dömulega í stílinn. SKRIFSTOFUSKÓR Breska skóverslunin Office nýtur mikilla vinsælda úti, enda um auðugan skógarð að gresja þar á bæ. Íslendingar sem ekki hyggja á Londonferð í bráð þurfa þó ekki að örvænta, því verslunin heldur úti vefnum Office.co.uk þar sem hægt er að panta augnakonfekt á borð við þessa skemmtilegu, bláu skvísuskó fyrir veturinn. Sent er til landsins gegn 15 punda gjaldi. Ófáir hönnuðir leituðu í smiðju skoska sveitalífsins fyrir haustið og veturinn, sem sést bersýnilega á því að verslanir eru nú að fyllast af köflóttum klæðnaði. Þó að sumir hafi farið alla leið og sýnt köflóttar skyrtur í bland við loðhúfur, tvídjakka og ullarflíkur þarf daður við köflótt klæði þó ekki að jafngilda því að bóndalúkkið ráði öllu. Dolce & Gabbana blönduðu köflóttum blússum við pils eða skó með hlébarðamunstri til að búa til skemmtilegan árekst- ur stíla. Köflótt má einnig para saman við blúndur, sem verða líka úti um allt í haust, lakkskó og leðurjakka til að gefa mynstr- inu nýtt og skemmtilegt líf. Það er líka af nógu að taka: köflótt mynstur er að finna á öllu frá gerð- arlegum ullarkjólum og kápum og yfir í gegnsæjar blússur eða háls- klúta – allt eftir því hversu langt inn í sveitalífið fólk er tilbúið að ganga. Hvar er heygaff- allinn? SUNNA@FRETTABLADID.IS Köflótt sveitasæla 2 3 4 5 6 7 8 9 1 REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007 OPERATED BY V8 EHF Ný sending, nýjar gallabuxur Opið: föstudag 11-18.30. laugardag 11-17 10 • FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.