Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 52
28 1. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Sumarið er tími deyfðar í allri útgáfu tónlistar, að minnsta kosti úti í heimi því útgáfa hefur verið með líflegasta móti hérlendis. Tónlistar- fólk og útgefendur sleikja sólina eins og aðrir og það er helst að fólk reyni að henda frá sér sumarslögurum með mistilkomumiklum árangri. Strax í september hefst fjörið hins vegar á ný. Boltinn fer þá að rúlla, vindur upp á sig og stöðvast ekki fyrr en í desember þegar fólk staldrar við og fer yfir árið. Tónlistarárið til þessa hefur verið upp og ofan en heilt yfir verður að segjast að það hefur valdið þó nokkrum vonbrigðum. Haustið gæti hins vegar komið til bjargar og því ágætt að líta yfir það sem koma skal. Þegar rennt er yfir útgáfulistann er reyndar ekki margt sem gefur ástæðu til mikillar tilhlökkunar. Svo virðist sem síðasta ár, sem var algjörlega frábært hvað varðar tónlist, hafi blóðmjólkað útgáfuna. Reyndar telst það til undantekninga hin seinni ár að árferðið í tónlist- inni teljist frábært tvö ár í röð. En hverjir eru líklegir til stórræða? Deerhoof kemur með plötu í byrjun október sem er mikið fagnaðarefni og einnig sprelligosarnir í of Montreal. Aðrar, frekar traustar sveitir, Okkervil River og Mogwai, hyggja einnig á plötuútgáfu. Nokkrar fleiri sveitir sem gætu komið til greina á árslistum margra senda einnig frá sér plötu á næstu mánuðum, svo sem The Wrens, Franz Ferdin- and, The Streets, MF Doom & Ghostface, Eagles of Death Metal og Junior Boys. Í meginstraumnum kennir einnig ýmissa grasa. Metallica ætlar að rokka á ný, Black Eyed Peas gætu slegið öll met og Staind ætlar að afsanna dauða nu- metalsins. Einnig má nefna að The Game, Pearl Jam, Nelly, Slipknot, Jessica Simpson, Kings of Leon, AC/DC og Travis stefna öll á útgáfu. Og hver veit, kannski að ný U2-plata líti dagsins ljós? Á Íslandi er einnig von á útgáfubombu í haust eins og hefðinni sæmir fyrir jól. Reykjavík!, Sprengjuhöllin, Retro Stefson og FM Belfast eru öll með plötu í pípunum og svo er ekki ólíklegt að gamlir refir á borð við Ný dönsk og Sálin hendi frá sér plötu. Þetta er kannski ekki svo slæmt eftir allt saman. Bjargar haustið tónlistarárinu? NÝ PLATA Í HAUST Franz Ferdinand stefna á að gefa út þriðju plötu sína á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY Breski tónlistarmaðurinn Tricky var einn af höfuð- paurum Bristol-senunnar ásamt Massive Attack og Portishead. Ferill hans er búinn að vera ansi skraut- legur þau þrettán ár sem eru liðin frá því að fyrsta platan hans, meistaraverk- ið Maxinquaye, kom út. Trausti Júlíusson tékkaði á kauða sem var að senda frá sér nýja plötu, Knowle West Boy, en tvær íslenskar tón- listarkonur komu við sögu á henni. „Ég er fæddur í Knowle West. Það er fátækrahverfi hvítra. Ég vissi ekki hvað kynþáttafordómar voru fyrr en ég fór þaðan. Mín fjöl- skylda var blönduð þannig að við gerðum ekki greinarmun á fólki eftir húðlit,“ segir Tricky um nafn- ið á nýju plötunni hans Knowle West Boy. „Ég ólst upp í bæjar- blokkunum sem hvítur krakki, en ættaður frá Jamaica. Við sem bjuggum þar áttum öll eitt sam- eiginlegt. Við vorum fátæk.“ Og hann heldur áfram: „Ég áttaði mig á því að ég hef aldrei samið neitt fyrir þetta fólk. Ég hitti náunga í Notting Hill sem sagði mér að tón- listin mín hefði hjálpað honum í gegnum fangelsisdvöl. Það er meiriháttar, en ég hafði aldrei samið meðvitað fyrir hann eða mig eða fólkið sem ég ólst upp með ...“ Endurkomuplata Knowle West Boy er áttunda plata Trickys og sú fyrsta sem hann gerir fyrir Domino-plötufyrirtæk- ið. Hún er kynnt sem endurkoma hans til heimahaganna. Hún var að mestu unnin í London, en Tricky var reyndar ekki nógu ánægður með árangurinn þannig að hann endurhljóðritaði hana að stórum hluta í LA. Hann sá um upptöku- stjórn sjálfur ef frá eru talin tvö lög sem Switch gerði með honum, en Switch er þekktastur fyrir vinnu sína á M.I.A.-plötunni Kala. Switch setti mark sitt meðal ann- ars á fyrsta smáskífulagið Council Estate. Erfiður uppvöxtur Tricky heitir réttu nafni Adrian Thaws. Hann er fæddur 27. janúar 1968 í Bristol. Faðir hans stakk af áður en hann fæddist og móðir hans framdi sjálfsmorð þegar hann var fjögurra ára. Hann ólst upp hjá ömmu sinni sem leyfði honum víst oft að horfa á hryll- ingsmyndir í sjónvarpinu í staðinn fyrir að fara í skólann. Tricky byrjaði að semja texta fimmtán ára og vakti fyrst athygli sem hluti af hipphopp-genginu The Wild Bunch sem seinna þróað- ist yfir í Massive Attack. Það var Mark Stewart, forsprakki post- punksveitarinnar Pop Group, sem einn daginn spurði Tricky hvort hann vildi ekki taka upp lag og fór með hann í hljóðver. Þá varð lagið Aftermath til og upp úr því fyrsta platan hans Maxinquaye sem er eitt af höfuðverkum trip-hop-sen- unnar sem kennd er við Bristol ásamt fyrstu plötum Massive Att- ack og Portishead. Síðan er hann búinn að gera sjö plötur, misjafnar að gerð og gæðum. Hann hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjun- um og hefur hrökklast á milli plötufyrirtækja. Hafdís Huld og Emilíana Nýja platan markar endurkomu Trickys til Bretlands, endurkomu til Bristol og endurkomu í bæjar- blokkirnar í Knowle West. Platan er nokkuð fjölbreytt, en líka auð- heyranlega Tricky-plata. Tricky hefur lýst því yfir að hann hafi viljað hafa textana í líkingu við þá texta sem hann dáði þegar hann var ungur, texta með listamönnum eins og Specials, Banshees og Blondie. Tricky lítur ekki á sig sem söngvara og þess vegna eru fjöl- margir gestasöngvarar á Knowle West Boy. Þar á meðal jamaískur ættingi Trickys frá New York, Rodigan; Joseph sem hann hitti á götu í LA og svo fullt af stelpum þar á meðal ein ensk, ein spænsk, ein ítölsk, ein frönsk og ein íslensk ... Hafdís Huld syngur í laginu Cross to Bear. Önnur íslensk tón- listarkona kemur líka við sögu, Emilíana Torrini, en á plötunni er útgáfa Trickys af laginu sem hún samdi fyrir Kylie, Slow. Það má segja að hér endurnýi Tricky kynn- in við íslenskar tónlistarkonur, en hann vann sem kunnugt er tölu- vert með Björk Guðmundsdóttur snemma á ferlinum. Aftur í bæjarblokkina TRICKY Endurnýjar kynnin við íslenskar tónlistarkonur. Hafdís Huld syngur á nýju plötunni, en Emilíana Torrini á eitt laganna. NORDICPHOTOS/GETTY Ungmennasveitin Retro Stefson hefur vakið á sér athygli að undanförnu fyrir ærslafulla og frumlega tónlist. Sveitin tekur nú upp sína fyrstu breiðskífu í Sundlauginni í Mosfellsbæ. Við takkana sitja Benni Hemm Hemm og Árni lífsins, sem er betur þekktur sem Árni Plúseinn. Smiðshögg á verkið verður rekið með mixi í Heita pottinum við Rauðavatn. Platan kemur út fyrir lok árs hjá Kimi Records. Hljómsveitin spilar ekki mikið á tónleikum á næstunni en þó verða þau eitthvað á flakki á menningarnótt og svo spila þau á tónlistarhátíðinni „Freeze Festival“ í Frieslandi á Niðurlöndum um miðjan september. Stefson í Sundlaug TAKA UPP FRUM- RAUN SÍNA Retro Stefson, ærslabelgir. > Plata vikunnar Megas & Senuþjófarnir - Á morgun ★★★★ „Tökulagaplata Megasar & Senuþjófanna Á morgun inni- heldur sextán lög sem Megas ólst upp við og hefur dálæti á. Vel heppnað hliðarspor sem á tryggt sæti í spilaranum á meðan beðið er eftir næstu alvöru Megasarplötu.“ TJ > Í SPILARANUM Ólafur Arnalds - Variations of Static Brendan Canning - Something For All Of Us... Okkervil River - The Stand Ins The Walkmen - You and Me Bon Iver - For Emma, Forever Ago ÓLAFUR ARNALDSBON IVER „Við ákváðum að geyma þetta lag til betri tíma eftir að við tókum það upp, en nú eru fimmtán ár liðin frá því að við spiluðum okkar fyrstu tónleika svo okkur fannst tímabært að sleppa því lausu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari Maus, um áður óútgefið lag hljómsveitarinnar, Cover my eyes, sem var frumflutt á Rás 2 síðastliðinn mánudag. „Við höfum ekki spilað á tónleik- um í fjögur ár og varla verið í sama herbergi síðan við spiluðum saman síðast. Meðlimir sveitarinn- ar fluttu til annarra landa á vit nýrra ævintýra, en áður en leiðir skildi tókum við meðal annars upp Cover My Eyes sem er fyrst núna að líta dagsins ljós,“ útskýrir Birg- ir, en auk nýja lagsins er allt áður útgefið efni hljómsveitarinnar nú fáanlegt á Grapewire.net. „Við höfum lítið sem ekkert fengið borgað frá tonlist.is svo við ákváðum frekar að halda utan um þetta sjálfir,“ bætir hann við. „Þó svo að við höfum ekki spilað saman lengi höfum við aldrei beint hætt. Við kjósum frekar að segja að við séum ekki starfandi því við viljum ekki vera svona hljómsveit sem hættir og kemur svo með „come-back“ tónleika. Við erum mikið spurðir hvenær við ætlum að koma aftur saman, en það er ólíklegt að það verði í náinni framtíð þar sem við erum allir að sinna öðrum verkefnum,“ segir Birgir. - ag Nýtt lag frá Maus eftir langt hlé NÝTT LAG FRÁ MAUS Strákarnir í Maus sendu nýverið frá sér lagið Cover My Eyes sem hægt er að hlusta á inni á síðu þeirra myspace.com/maus- iceland. Á myndinni eru Palli gítarleik- ari og Biggi söngvari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tricky gerir upp ferilinn í viðtali sem birtist á heimasíðu The Australian nýlega. Þar talar hann um hvernig honum skaut óvænt upp á stjörnuhimininn með Maxinquaye. „Ég kom úr rappi þess tíma þegar maður átti að vera neðanjarðar, öfugt við í dag þegar þetta er bara popp. Þá snerist þetta um að láta í sér heyra, ekki láta sjá sig. Svo vissi ég ekki fyrr en ég var kominn á forsíðu The Sun með Björk.“ Í greininni segir að sambandið við Björk hafi verið stutt og það hafi að mestu farið fram hjá pressunni. En þegar blaðasnápar komust á snoðir um samband þeirra ákvað Tricky að flýja. Hann settist í kjölfarið að í New York. FLÚÐI TIL NEW YORK VEGNA BJARKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.