Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 01.08.2008, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 1. ágúst 2008 33 Námskeið í heilun og sjálfsþekk- ingu verður haldið helgina 8.-10. ágúst næstkomandi á Sólheimum í Grímsnesi. Skipuleggjendur nám- skeiðsins, leikkonan Ólöf Sverris- dóttir og Björg Einarsdóttir sjúkranuddari segja að á nám- skeiðinu muni þátttakendur fá tækifæri til þess að kynnast sínum innri styrk og er það gert í gegn- um leiklist, dans, skapandi skrif og hefbundnar hugleiðsluaðferðir. Ólöf og Björg þekkjast vel og hefur Ólöf meðal annars sótt hug- leiðslunámskeið hjá Björgu, þetta er þó í fyrsta sinn sem þær halda námskeið saman og segir Ólöf að þær hlakki mikið til. „Björg er heilari og hefur haldið mörg hug- leiðslunámskeið en þetta nám- skeið mun tvinna saman hug- leiðslu og dramaþerapíu. Námskeiðið hefst á föstudaginn með undirbúningsvinnu fyrir laugardaginn. Við byggjum nám- skeiðið mjög markvist upp en höfum einnig hugsað okkur að spila þetta svolítið af fingrum fram og leyfa þessu að þróast með þátttakendum,“ segir Ólöf. Líkt og áður hefur komið fram er Ólöf leikari og leikritahöfundur en Björg er sjúkranuddari og reikimeistari. „Reiki er ákveðin aðferð sem notuð er til að heila. Reikimeistarinn leggur hendurn- ar á fólk og gefur þeim orku, þetta er stíft nám sem er byggt á fornri munkaspeki. Sjálf hef ég farið í reiki og komið aftur endurnærð, það er erfitt að útskýra hvað það er sem gerist þegar heilunin á sér stað en þetta virkar mjög vel. Þetta er meira andleg heilun held- ur en líkamleg, þó reiki sé oft notað til að laga líkamlega verki,“ segir Ólöf en tekur fram að Björg mun ekki nota reiki á hefbundinn hátt á námskeiðinu þó vissulega sé orkan til staðar. Áhugasamir geta haft samband við Ólöfu í gegnum tölvupóst, iceolof@ hotmail.com eða Björgu í síma 862 7675. - sm Heilun og hugleiðsla á Sólheimum í Grímsnesi HEILUN OG HUGLEIÐSLA Björg Einars- dóttir og Ólöf Sverrisdóttir halda hug- leiðslunámskeið. I, Flathead er þriðja platan í Kali- forníu-þemaplöturöð Ry Cooder. Hinar fyrri voru Chavez Ravine (2005) og My Name Is Buddy (2007). Eins og á fyrri plötunum er þema þessar- ar plötu sótt í lífið í Kaliforníu um miðbik síð- ustu aldar og nú lætur Ry Cood- er fylgja með skáldsögu upp á 97 síður sem hann hefur sjálfur skrifað. Platan og bókin segja sögu tón- listar- og kapp- akstursmanns- ins Kash Buk og samferðamanna hans sem sumir eru frá öðrum hnöttum. Bókin er skemmtileg aflestrar og platan er ágæt líka þó að hún standi fyrri plötunum nokk- uð að baki að mínu mati. Tónlistin sækir áhrif í ýmis afbrigði úr dægurtónlistarsögunni t.d. kántrí, blús, rokk og suður- ameríska tónlist. Cooder syngur flest lögin sjálfur í þetta skiptið, en með honum spila úrvals tónlist- armenn eins og fyrri daginn. Þetta er flottur pakki og lítið hægt að setja út á hann, en tónlistin er samt ekki jafn heillandi og eftir- minnileg og á Chavez Ravine og My Name Is Buddy. Trausti Júlíusson Þriðja Kali- forníuplatan TÓNLIST I, Flathead Ry Cooder ★★★ I., Flathead er þriðja platan í Kali- forníu-þemaplöturöð Ry Cooder og nú fylgir 97 bls. skáldsaga með. Skemmtilegur pakki þó að tónlistin nái ekki að vera alveg jafn heillandi og á fyrri plötunum. RY COODER Hjónin Heba og Jóhann á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri verða með grillveislu í kvöld og „eighties“-þema annað kvöld. Veitingastaðurinn Strikið á Akureyri var opnaður í lok ársins 2005 og hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda meðal heimamanna sem og gesta. Hjónin Heba Finnsdóttir og Jóhann Davíðsson keyptu sig inn í rekstur staðarins í mars í fyrra en fyrir utan rekstur Striksins starfar Jóhann einnig sem landsstjóri verslunar- innar Dressmann. „Við hjónin erum bæði fram- reiðslumenn að mennt og kynntumst í gamla Hótel- og matvælaskólanum. Við höfum bæði unnið sem þjónar síðan við lukum námi og ég hef einnig tekið að mér kennslu. Það mætti því segja að þetta hafi verið það eina sem við áttum eftir að prófa innan bransans,“ segir Heba. Veitingastaðnum lýsir Heba sem alþjóðlegum og á matseðlinum kennir ýmissa grasa. „Hingað getur fólk komið með fjölskylduna og allir eiga að geta fundið eitthvað að sínum smekk og á viðráð- anlegu verði. Í svona veðri eins og hefur verið síðustu daga er einnig vinsælt að koma og tylla sér út á svalir hjá okkur með drykk sér við hönd.“ Heba segir að um verslunarmannahelgina verði sérstök hátíðardagskrá í gangi á Strikinu og ber þar helst að nefna grillveislu á föstudag og „eighties“-veislu á laugardag. „Við ætlum að bjóða Akureyringum og gestum upp á grill úti á svölunum á milli 14.00-16.00. Á laugardaginn verður svo sérstakt „eighties“-þema í gangi hér í Akureyrarbæ og við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í því og mun sá gestur sem mætir í flottasta „eighties“-dressinu fá óvæntan glaðning frá okkur,“ segir Heba og bætir við að veðurspáin fyrir helgina sé góð. Þeim hjónum gengur að eigin sögn ágætlega að sameina vinnu og fjölskyldulíf, en saman eiga Heba og Jóhann þrjár dætur. „Þetta gengur nokkuð vel þó að sjálfsögðu taki þetta á á tíðum, en með góðri samvinnu gengur þetta allt upp. Svo er maður með gott fólk í kring um sig til að aðstoða mann. Við erum líka með duglegt starfs- fólk hjá okkur á Strikinu sem er alltaf til í að hlaupa undir bagga með manni ef þess þarf,“ segir Heba að lokum. sara@frettabladid.is Hjón í veitingarekstri REKA SAMAN VEITINGASTAÐ Jóhann og Heba eru bæði lærðir þjónar. Þau keyptu sig inn í rekstur Striksins fyrir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS E I N F A L T G O T T Ó D Ý R T B E N S Í N D Í S E L NÝJASTA GRÍNMYND MIKE MYERS SEM FÆRÐI OKKUR AUSTIN POWERS MYNDIRNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.