Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 10. ágúst 2008 — 215. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Got Hardfisk? VÍKINGAR, FJALLKONUR OG KANAD- ÍSKIR ÍSLENDINGAR BRUGÐU Á LEIK Á ÍSLENDINGADEGINUM Í GIMLI „VIÐ HÖFUM HAGS- MUNI AF ÞVÍ AÐ VERNDA ÓMANN- GERÐA NÁTTÚRU“ Hjörleifur Finnsson heimspekingur söðlar um og gerist þjóð- garðsvörður í Ásbyrgi. HELGARVIÐTAL 10 14 FÓLK „Menningin í þessum tveimur löndum er gjörsamlega eins og svart og hvítt,“ segir Margrét Lena Kristensen, sem er nýkomin heim úr tveggja mánaða ferð til Indlands og Sviss á vegum Nínukots. Fyrst starfaði hún á bóndabæ í Zug í Sviss í tæpar þrjár vikur, en svo var ferðinni heitið til Indlands þar sem Margrét Lena vann á dýraspítala við mjög fátæklegar aðstæður. Þar sem kýr eru heilagar á Indlandi má ekki hreyfa við þeim á götum úti, svo gjarnan þurfti að hlúa að kúm sem höfðu hlotið beinbrot eftir árekstur. - ag / sjá síðu 26 Fór í sjálfboðastarf til Indlands: Hlúði að heilögum kúm BJART MEÐ KÖFLUM Í dag verða norðaustan 3-10, hvassast við SA-ströndina. Skýjað norðan til og austan og hætt við súld austast. Yfirleitt nokkuð bjart annars staðar. Hiti 9-15 stig, hlýjast sunnan til. VEÐUR 4 11 12 10 1413 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ] SPORT ÁGÚST 2008 FYLGIR Í DAG GEORGÍA, AP Sendinefnd Evrópu- sambandsins, Atlantshafsbanda- lagsins og Bandaríkjanna fór í gærkvöldi af stað til Georgíu til að reyna að stilla til friðar í Suður-Ossetíu. Stjórnarher Georgíu réðist inn í héraðið á föstudag, og hefur síðan barist við aðskilnaðarsinna í héraðinu, og rússneska herinn sem sendi herafla inn í héraðið. Talið er að á þriðja þúsund hafi fallið í átökunum á síðustu sólarhringum. Þá segja rússnesk stjórnvöld að um þrjátíu þúsund íbúa Suður-Ossetíu hafi flúið átökin yfir landamærin til Rússlands. - bj / sjá síðu 6 Reyna að stilla til friðar: Sendinefnd far- in til Georgíu MÓTMÆLI Íbúar í Vilníus í Litháen mótmæltu í gær hernaðaríhlutun Rússa í Suður-Ossetíu. NORDICPHOTOS/AFP Mikill fjöldi fólks kom saman í Gleðigöngu Hinsegin daga í gær: Fjölmennasta Gleðigangan IÐNAÐUR Erlend stórfyrirtæki hafa óskað eftir viðræðum við íslensk stjórnvöld til að reifa þann mögu- leika að leggja sæstreng til Banda- ríkjanna. „Það hefur komið í ljós að í Bandaríkjunum er verulegur áhugi á því að setja upp gagnaver á Íslandi. Það helgast auðvitað af því að fá tengingu til Bandaríkjanna, það er að segja þriðja sæstreng- inn,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, sem fjallar einnig um málið í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að meðal þeirra fyrirtækja sem hafi sýnt áhuga á uppsetningu gagnavera hér á landi séu stórir fjárfestingarbankar og önnur fésýslufyrirtæki. Össur mun, ásamt Björgvini Sig- urðssyni viðskiptaráðherra og Kristjáni Möller samgönguráð- herra, taka á móti hópi frá nokkr- um fyrirtækjum í september til að skoða þessi mál. Einnig verði rætt hvaða tryggingu sé hægt að fá fyrir viðskiptum, því sæstrengur verði ekki lagður af stjórnvöldum nema ljóst sé að viðskipti fáist. Fyrirtækin telja verulega mikla möguleika á því að fá mörg fyrir- tæki og gagnaver til landsins. „Þeir hafa um þrjátíu fyrirtæki og segja að af þeim séu tuttugu mjög fús til að ræða að setja niður gagnaver á Íslandi og að tíu hafi gefið til kynna að ef stjórnvöld taka ákvörðun um að leggja sæstreng til Bandaríkj- anna séu þau reiðubúin að ganga til samninga við Íslendinga um að setja upp slík gagnaver.“ Með þess- um fyrirtækjum kæmu tíu gagna- ver sem gætu þurft allt að tíu megavött af orku hvert. „Svona tengingu og svona fyrir- tækjum fylgja margvísleg önnur tækifæri þannig að það er ljóst að við munum ræða þetta af fullri alvöru,“ segir Össur. Hann vill að gagnaverunum yrði dreift um landið. „Ég lít svo á að ef það væri hægt að ná þessu á næstu misser- um þá séum við að sigla inn í nýja tegund af stóriðju á sviði hátækni- þjónustu.“ - þeb / sjá síðu 8 Vilja leggja sæstreng til Bandaríkjanna Erlendir aðilar hafa óskað eftir viðræðum við stjórnvöld um lagningu sæ- strengs til Bandaríkjanna. Mikill áhugi sagður á að reisa gagnaver á Íslandi. SAMKOMA Gleðiganga Hinsegin daga fór fram í tíunda sinn í gær og var að sögn aðstandenda sú langfjölmennasta til þessa. Að sögn lögreglu voru á bilinu 30 til 40 þúsund manns í miðbænum. „Það voru 90 til 100 þúsund manns í bænum. Annað hvort kann lög- reglan ekki að telja eða það er vilj- andi talið vitlaust,“ sagði Heimir Már Pétursson, framkvæmda- stjóri Hinsegin daga. Hann var þó ánægður með framgöngu lögregl- unnar. „Við höfðum sprengjuhótun yfir höfðunum á okkur og lög- reglan var greinilega með aukinn viðbúnað. Það var tekið eftir því og það var mjög gott.“ - þeb / sjá síðu 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.