Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 2
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Tími fyrir ferðalag flugfelag.is Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Egilsstaðir frá 3.990 kr. 2 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR FRAKKLAND, AP Barátta Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta fyrir afnámi „35 stunda vinnu- vikunnar“ kann að vera byggð á misskilningi, ef marka má niðurstöður nýrrar könnun- ar. Franskir launþegar skiluðu að meðaltali 41 vinnustund á viku í fyrra samkvæmt saman- tekt frönsku hagstofunnar Insee. Þar kemur fram að bændur eru sú starfsstétt í Frakklandi sem vinnur mest, að jafnaði 59 tíma á viku. Verslunarfólk kemur næst með 55 tíma, þá hvítflibba- skrifstofufólk með 44 tíma. Í stjórnartíð sósíalista fyrir tíu árum voru sett lög um að vinnu- vikan skyldi almennt ekki vera lengri en 35 tímar. - aa Könnun í Frakklandi: Meðalvinnuvik- an er 41 tími NICOLAS SARKOZY HÁTÍÐAHÖLD Hálft fjórða þúsund Selfyssinga mætti í gær í morgunverðarboð sem fyrirtæki bæjarins buðu upp á vegna hátíðarinnar Sumar á Selfossi. „Það var mikið gúmmelaði á boðstólum en hollustan þó í fyrirrúmi,“ segir Tómas Þórodds- son, upplýsingafulltrúi Olísmóts- ins, sem haldið er samhliða Sumarhátíðinni. Alls taka 450 strákar og 48 lið þátt í Olísmótinu sem er fótbolta- mót fyrir ellefu og tólf ára stráka. „Þetta er orðið eitt af stóru mótunum,“ segir Tómas. „Plássið er iðandi af lífi og margt gert annað en að spila fótbolta. Þar á meðal var sund- laugarpartý með Ingó Idol og sléttusöngur.“ - ges Olísmót og Sumar á Selfossi: Gúmmelaði en þó hollusta SKÓLAMÁL Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, útskrifaði í gær sína fyrstu nemendur. Alls útskrifuðust 85 manns af Háskóla- brú Keilis. Námið sem um ræðir er eins árs undirbúningur fyrir háskólanám. Það er ætlað fólki yfir 25 ára aldri sem er ekki með stúdentspróf. Á næsta ári munu 150 manns stunda þetta nám, en alls mun nemendafjöldinn vera um 400. Það er fjórföldun frá síðasta ári. Á Keilissvæðinu munu í lok ágúst búa um 1.700 manns. Þar verður fljótlega opnaður grunn- skóli og leikskóli númer tvö. - ges 85 nemendur útskrifaðir: Fyrsta útskrift- in frá Keili Ármann, er Reykjavíkurborg búin að missa af vagninum? „Nei, en rekstur Strætó er alveg milljón.“ Borgarráð hefur til umfjöllunar hugmynd- ir um að fækka strætóferðum verulega. Þrjú hundruð milljónir vantar upp á til að endar nái saman hjá Strætó bs. Ármann Kr. Ólafsson er stjórnarformaður Strætó. Lögregla beitti piparúða Lögreglan á Sauðárkróki beitti piparúða á tvo menn í fyrrinótt. Að sögn lögreglu brást maður sem grunaður er um að hafa brotið rúðu illa við afskiptum laganna varða. Hann veittist ásamt bróður sínum að lögreglumönnum, sem beittu þá úðanum. Bræðurnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Á öðrum þeirra fundust fíkniefni. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAMÁL Laun krakka í vinnu- skólum eru hærri á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Verkalýðsfélög víða um land hafa viðað að sér upplýsingum um launakjör vinnuskólakrakka. Vilhjálmur Birgisson, for maður Verkalýðsfélags Akraness, segir athyglisvert að þveröfugt virðist gilda hvað varðar laun unglinga en fullorðins fólks. „Vaninn er að launin séu hæst á höfuðborgar- svæðinu en nú ber svo við að Reykjavík greiðir lægstu launin fyrir vinnu í vinnuskóla.“ Á almennum markaði fá sextán ára unglingar níutíu prósent af lágmarkslaunum átján ára, fimmtán ára fá 75 prósent og fjór- tán ára 65 prósent. Slík er raunin á Ísafirði og nálægt því í öðrum byggðum vestra, sem og í Fjarða- byggð. „Maður skyldi ætla það í þess- ari þenslu að þeir hefðu meira milli handanna fyrir sunnan,“ segir Ragnar Jörundsson, bæjar- stjóri Vesturbyggðar. „En við greiðum bara eftir töxtum.“ Sex- tán ára unglingar fá hæst tíma- kaup í Vesturbyggð og á Tálkna- firði, 735 krónur. Í könnun verkalýðsfélaganna er miðað við kjarasamning sveitar- félaga og Starfsgreinasambands- ins, launaflokk 115 – fyrsta þrep, þar sem grunnlaun eru 126.857 og dagvinnulaun 780,17 krónur á klukkustund. Í Reykjavík er staðan hins vegar sú að sextán ára krakkar fá 62,3 prósent, fimmtán ára 46,9 og fjórtán ára 41,6 prósent af þess- um taxta Starfsgreinasambands- ins. Nánast sama upphæð er greidd í Kópavogi og Hafnarfirði. Meðaltalið í Reykjavík er 50,3 prósent taxtans, en 75 prósent á Ísafirði. Á einum vinnudegi fær fimmtán ára Ísfirðingur 1.315 krónum meira en reykvískur koll- egi hans. Magnús Arnar Sveinbjörnsson, staðgengill skólastjóra Vinnu- skóla Reykjavíkur, segir að mikið tómstunda- og fræðslustarf fari fram samhliða starfi unglinganna þar. „Þá eru þetta um 2.700 ungl- ingar sem vinna hér og því myndu allar hækkanir reynast afar dýrar,“ segir hann. Helgi Ólafsson hjá Verkalýðs- félagi Vestfjarða segir launamun- inn ef til vill mega útskýra með hefðinni. „Það kann að spila inn í að það eimi enn eftir af gömlu atvinnumenningunni hér frá því á árum áður þegar allir voru kall- aðir til þegar einhverja vinnu þurfti að vinna.“ jse@frettabladid.is Lægri laun í Vinnu- skóla Reykjavíkur Laun krakka í vinnuskólum eru mun hærri á landsbyggðinni. Tímakaup fimm- tán ára krakka er tæpum sextíu prósentum lægra í Reykjavík en á Ísafirði. VINNUSKÓLINN Krakkar á landsbyggðinni fá mun hærri laun en í vinnuskólum á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LAUN Í VINNUSKÓLUM tímakaup í krónum Vesturbyggð og Aldur Tálknafjörður Ísafjörður Reykjavík 16 ára 735 702 486 15 ára 537 585 366 14 ára 422 507 325 OFBELDI Maður var fluttur á slysadeild með skurð á hendi síðdegis í gær eftir áflog. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið. Átökin brutust út eftir orða- skak tveggja piltahópa. Í æsingn- um dró einn piltanna upp hníf og beitti honum með fyrrnefndum afleiðingum. Áflogin áttu sér stað á mótum Barónsstígs og Hverfisgötu. Ekki er vitað um hvað deilur mann- anna snerust. - ges Handalögmál í miðbænum: Á slysadeild eft- ir hnífsstungu HÁTÍÐARHÖLD „Það voru klárlega yfir þrjátíu þúsund gestir á Fiskideginum mikla í ár,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem haldin er árlega á Dalvík. „Þetta var besti Fiskidagurinn frá upphafi,“ bætir Júlíus við og segir skipulagið hafa gengið framar vonum „þökk sé samstilltu átaki heimamanna.“ „Fiskurinn er auðvitað aðalatriðið á hátíðinni. Við buðum meðal annars upp á stærstu ferskfisksýningu Evrópu og líklega stærstu saltfiskpitsu heimsins. Þetta voru 120 tommu pitsur, tuttugu talsins. Þetta hafa verið svona níu þúsund sneiðar. Þarna voru líka tuttugu matarstöðvar með tólf tonnum af mat sem bæjarbúar og ýmsir vinir fiskidagsins framreiddu.“ „Margt fleira var um að vera á hátíðinni,“ segir Júlíus. „Boðið var upp á siglingu um fjörðinn, listflug, götuleikhús, eldgleypa og svona gæti ég endalaust talið. Á stóra sviðinu tróðu svo 160 manns upp. Það var nýmæli hjá okkur að eingöngu heimamenn eða fólk með tengsl við staðinn tróðu upp. Þar get ég nefnt Friðrik Ómar, Matta Matt, Eyþór Inga, Rúnar Júl, Hvanndalsbræður og svo framvegis.“ Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, var heiðurs- gestur á hátíðinni og flutti ávarp. - ges Yfir þrjátíu þúsund gestir mættu á Fiskidaginn mikla á Dalvík um helgina: Tólf tonn af sjávarfangi í boði HÁKARL Hákarlinn vakti mikla lukku gesta þó svo að krakkarnir hafi verið hálf skelfdir á svip. MYND/HELGI STEINAR FRAMKVÆMDIR Aðgerðaáætlun frá árinu 1996 um vernd gegn snjóflóðum er komin vel á veg, að sögn Magnúsar Jónssonar, formanns ofanflóðanefndar. Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Súðavík árið 1995 var unnin áætlun um smíði verndarmann- virkja til að hindra manntjón af völdum snjóflóða. Var ráðist í hættumat víða um land og mark sett á að ljúka mikilvægum framkvæmdum árið 2010. Hægt var á framkvæmdunum árin 2003 til 2004 til að draga úr þenslu í þjóðfélaginu, meðal annars sökum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Frest- ast verklok af þeim sökum líklega til 2013 eða 2014. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er fjórtán til átján milljarðar króna. Þegar hefur tæplega átta milljörðum verið varið í snjóflóðavarnir. Sem stendur eru í gangi framkvæmdir við varn- argarða í Siglufirði og Ólafsvík. Þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir í Bíldudal, Bolungarvík, Ólafsfirði, Grænuhlíð og Neskaupstað. - gh Aðgerðaáætlun frá árinu 1996 um vernd gegn snjóflóðum er komin vel á veg: Átta milljarða snjóflóðavarnir VARNARGARÐAR VIÐ NESKAUPSTAÐ Fyrirhugaðar eru fram- kvæmdir við snjóflóðavarnargarða víða um land. MYND/ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR ÞRÓUNARAÐSTOÐ Þróunarsam- vinnustofnun Íslands ráðstafaði rúmlega milljarði króna til tvíhliða þróunarsamvinnu á árinu 2007, sem er átján prósenta aukning frá árinu áður. Þriðjungur fjárveitingarinnar fór til menntamála sem taka við af fiskimálum sem hingað til hafa verið stærsti málaflokkurinn. Nú eru þau sá næststærsti með fimmtung fjármagnsins. „Stjórnvöld í hverju landi fyrir sig ráða því á hvaða sviði unnið er,“ segir Sighvatur Björgvins- son, framkvæmdastjóri stofnun- arinnar. „Þau óska fyrst og fremst eftir menntun.“ - ges Meira til menntamála: Aukið fé í þró- unarsamvinnu SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.