Fréttablaðið - 10.08.2008, Síða 8
8 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Á tímum efnahagslægðar með erfiða aðlögun fram undan
þurfa Íslendingar að vera vel
meðvitaðir um þá sterku stöðu sem
landið hefur í krafti ríkulegra
auðlinda. Erfiðleikum verður best
mætt með því að ráðast óhikað í að
nýta þau einstöku tækifæri sem
sérstaða landsins býður upp á. Á
vegum ríkisstjórnar og atvinnulífs
eru nú í undirbúningi margháttað-
ar aðgerðir sem miða að því að
auka verðmætasköpun og fjölga
hálaunastörfum á næstu árum.
Engin önnur ríkisstjórn hefur
unnið með jafnskipulögðum hætti
að því að fá hingað til lands
fjölbreytt fyrirtæki á sviði
orkufrekrar hátækni. Grettistaki
er verið að lyfta í bótum á
umhverfi sprotafyrirtækja með
tvöföldun fjármagns Tækniþróun-
arsjóðs og stofnun fjárfestinga-
sjóðsins Frumtaks, auk annarra
aðgerða. Samhliða er unnið að
róttækum skipulagsbótum í
umhverfi ferðaþjónustunnar og að
því að tryggja aukið fjármagn til
markaðssóknar á næstu árum.
Ríkisstjórnin hefur sérstaklega
greitt götu stóriðju á Bakka með
samstarfsyfirlýsingu, og gegnum
orkuöflun á vegum Landsvirkjun-
ar. Til lengri framtíðar er ríkis-
stjórnin í samstarfi við atvinnulífið
um að undirbúa gagnger orkuskipti
í samgöngum, sem leysa Ísland af
klafa innflutts eldsneytis, bæði
með rafmagni og framleiðslu á
innlendu eldsneyti. Hugsanlega er
þar framtíðarvísir að stóriðnaði á
landsbyggðinni sem byggist að
töluverðu leyti á hefðbundnum
landbúnaði.
Grænar kísilflögur
Ríkisstjórninni hefur tekist með
markvissri markaðssókn að vekja
eftirtekt á kostum Íslands meðal
fyrirtækja sem, eins og við,
sérhæfa sig í framleiðslu á
endurnýjanlegri orku. Ört vaxandi
sólarorkuiðnaður heimsins byggist
á kísilflögum, sem skortur er á í
heiminum í dag. Mörg fyrirtæki
undirbúa því víða miklar fjárfest-
ingar í þessari grein. Framleiðsla
þeirra krefst mikillar orku, og hin
framsýnustu hafa fallist á þær
röksemdir Íslendinga, að fyrirtæki
sem framleiða búnað til að vinna
græna sólarorku ná samkeppnis-
forskoti ef þau geta sýnt fram á að
búnaður þeirra er líka unninn með
grænni orku úr vatnsafli eða
jarðhita.
Þrjú fyrirtæki eiga nú í viðræð-
um við Íslendinga um möguleika á
því að hefja hér framleiðslu á
mismunandi stigum á kísilflögum
til vinnslu á sólarorku. Þau þurfa
mikla orku, hundruð manna, og
greiða há laun. Reynslan sýnir að í
kringum þau verður til flóra
smárra sérhæfðra þjónustufyrir-
tækja. Íslendingar eiga hins vegar
í harðri samkeppni um fyrirtæki
af þessum toga, og enn er ekkert
gefið um niðurstöðu. Erfiðar
aðstæður í fjármálum heimsins
kunna að setja tímabundið strik í
reikninginn.
Gagnaver og sæstrengir
Í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar-
innar um að leggja nýjan fjar-
skiptastreng til Evrópu hefur á
vegum iðnaðarráðuneytisins og
Útflutningsráðs átt sér stað
markviss kynning á kostum
Íslands til að hýsa gagnaver af
ýmsum gerðum. Svalt veðurfar,
menntaður mannafli, lífsgæði í
formi öryggis – og síðast en ekki
síst, græn orka, gera Ísland að
ákjósanlegum stað fyrir gagna-
verin. Nýr strengur var algjör
forsenda þeirrar söluherferðar.
Árangurinn lofar mjög góðu. Eitt
gagnaver er í þróun, og búið að
taka ákvörðun um tugmilljarða
fjárfestingar, sem skapa fjölmörg
störf fyrir iðnaðarmenn og
hátæknisérfræðinga. Viljayfirlýs-
ing hefur verið undirrituð um
annað gagnaver, og mörg stór-
fyrirtæki hafa lýst áhuga á að
reisa hér gagnaver í framtíðinni,
sum fleiri en eitt.
Af hálfu sumra þeirra hefur
komið fram eindreginn vilji til að
þriðji sæstrengurinn verði lagður,
til Bandaríkjanna. Sjálfur tel ég
brýnt að skoða það út í hörgul.
Ísland yrði þá mitt á milli
heimsálfanna, og gæti beint
þjónustu sinni til beggja. Eitt
fyrirtækjanna hefur til dæmis lýst
yfir í viðræðum við iðnaðarráðu-
neytið að yrði af þriðja strengnum
væri það reiðubúið til að reisa hér
að minnsta kosti tíu gagnaver sem
hvert um sig þarfnast 10 MW. Á
næstu misserum þarf því að skoða
til hlítar hvort, og hvenær, sé rétt
að ráðast í þá framkvæmd.
Bygging gagnavera og þriðji
sæstrengurinn er vitaskuld
langtímaverkefni, en viðtökurnar
við herferð stjórnvalda lofa góðu.
Ef orka verður til reiðu gætu
gagnaver af ýmsu tagi orðið að
nýrri og mikilvægri stóriðju á
sviði mengunarlausrar hátækni.
Aflþynnur og koltrefjar
Á Akureyri er þegar hafin
bygging 70-90 manna verksmiðju í
eigu ítalska fyrirtækisins
Becromal og Strokks ehf. sem
mun framleiða aflþynnur úr áli,
sem notaðar verða í rafþétta.
Landsnet hefur þegar hafið
styrkingu flutningskerfis raf-
magns frá Blöndu svo unnt sé að
tryggja verksmiðjunni þau 75 MW
sem hún þarf á að halda. Miðað við
vöxt rafeindaiðnaðarins og áform
fyrirtækisins er líklegt að á næstu
árum verði afköst aflþynnuverk-
smiðjunnar tvöfölduð.
Á Sauðárkróki er starf undir-
búningsfélags að stofnun kol-
trefjaverksmiðju á undan áætlun.
Koltrefjar eru geysisterkar og
léttar kolefnistrefjar sem í
framtíðinni verða meðal annars
notaðar í bíla og flugvélar.
Framleiðslan þarfnast talsverðrar
orku, og á Króknum er til staðar
sérþekking á steinullarframleiðslu
með trefjum úr blágrýti. Ríkið á
aðild að félaginu í gegnum
Nýsköpunarmiðstöðina. Örfá
fyrirtæki starfa að framleiðslu
koltrefja í heiminum, og allar spár
eru um tíföldun framleiðslu á
næsta áratug. Hér gæti því verið
um mikilvægt tækifæri að ræða
til lengri framtíðar, þótt ekki sé
landsýn í málinu – ennþá.
Íslendingar eiga í harðri
samkeppni við önnur lönd
varðandi koltrefjar, kísilfram-
leiðslu og ýmsa aðra framleiðslu.
Við verðum að geta boðið sömu
fjárfestingakjör og þau. Það er
sérstaklega erfitt að vekja áhuga
erlendra fjárfesta á tækifærum
utan suðvesturhornsins. Í
iðnaðarráðuneytinu er því verið að
leggja lokahönd á greinargerð um
hvers konar ívilnanir vegna
fjárfestinga við getum, og
þurfum, að bjóða til að standast
samkeppnina. Í framhaldinu mun
ráðuneytið kynna ríkisstjórn
tillögur í því efni.
Uppbygging raforkukerfisins
Trygg afhending á orku er
forsenda þess að hægt sé að
byggja upp orkufreka hátækni.
Flöskuhálsar í flutningskerfinu
koma í veg fyrir hámarksnýtingu
á fjárfestingu í virkjunum sem
þegar eru til staðar, og afhend-
ingaröryggi er sums staðar ekki
nægilegt. Fyrir liggur skýr vilji
iðnaðarráðuneytisins um að
byggja upp flutningskerfið á
Vestfjörðum, og þar þarf að auka
orkuframleiðslu. Nú þegar er
unnið að því að styrkja flutning
raforku frá Blöndu í Eyjafjörð, og
vilji ríkisstjórnarinnar stendur til
þess að spenna upp og bæta
flutningslínur milli Húsavíkur og
Kárahnjúka. Sömuleiðis eru áform
um að ráðast í nýtt flutningskerfi
til Þorlákshafnar til undirbúnings
orkufrekum hátækniiðnaði þar.
Miklar fjárfestingar eru því fram
undan í endurbótum á flutnings-
kerfi raforku. Jafnframt eru nú
djúpboranir að fara að af stað,
sem gætu gjörbylt orkufram-
leiðslu hér á landi á næstu
áratugum.
Ríkisstjórnin vinnur því af
krafti í samstarfi við atvinnulífið
að því að skjóta nýjum og
fjölbreyttari stoðum undir
atvinnulíf Íslendinga. Hin græna
orka Íslendinga er að verða miklu
eftirsóttari en áður. Möguleikarnir
eru miklir, og á þau mið verða
Íslendingar að róa af framsýni og
bjartsýni. Efalítið munu þrenging-
ar á fjármagnsmörkuðum
heimsins hafa áhrif á hversu hratt
og vel gengur. Það fiskar hins
vegar enginn nema hann rói. Í
iðnaðarráðuneytinu róa menn á
bæði borð.
Stórhuga áform um
orkufreka hátækni
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Í DAG | Iðnaður
Ráðherraskipti
Andrés Jónsson, fyrrverandi formaður
Ungra jafnaðarmanna, er oft með
puttann á púlsinum. Á heimasíðu
sinni á föstudaginn fjallar hann um
hugsanlegar hrókeringar á ráðherrum
í ríkisstjórninni. Nefnir hann sem
dæmi að á sama tíma og rætt sé um
að Árna Mathiesen fjármálaráðherra
verði skipt út fyrir Bjarna Benedikts-
son rumski Árni og ráðist
meðal annars að N1-olíu-
félaginu fyrir meint okur á
bensíni. Andrés spyr hvort
það sé nokkur tilviljun þar
sem Bjarni sé jú stjórnar-
formaður
þess ágæta
olíufélags.
Notalegir stólar
En Andrés hefur líka heyrt af tog-
streitu milli ráðherra Samfylkingar
sem óttast að missa stólana sína á
miðju kjörtímabili. Segir hann suma
ráðherranna hafa skotið illa dul-
búnum skotum á samráðherra sína.
Minnist Andrés þess þegar Siv Frið-
leifsdóttur var skipt út úr ríkisstjórn
og segir þá framsóknarmenn sem
muna aðdragandann að þeim
skiptum hafa tjáð sér að nú
eigi samskipti milli ráðherra
bara eftir að versna.
Langa töngin
Hugsanlega greina einhverjir
ráðherrarnir að þeirra stólar
séu valtari en annarra.
Gárungarnir gera
nú því skóna að
úrskurður Þórunnar Sveinbjarnar-
dóttur umhverfisráðherra, þess efnis
að allar framkvæmdir vegna álvers á
Bakka skuli í sameiginlegt umhverfis-
mat, sé í raun langatöng Þórunnar í
átt til, bráðum fyrrverandi, samráð-
herra sinna. Aðrir segja að Þórunn
sé með þessu að tryggja stöðu sína
því forystu flokksins, sem
annt er um Fögru Íslands
umhverfisatkvæðin, láti
sér ekki detta í hug að
skipta út umhverfis-
ráðherranum sem sett
hefur umhverfismál á
oddinn.
olav@frettabladid.is
H
álfur mánuður er nú þar til flokksþing Demókrata-
flokksins hefst vestur í Denver í Colorado. Fáeinum
dögum síðar halda repúblikanar sitt þing í St. Paul
í Minnesota. Með flokksþingunum hefst formlegur
endasprettur kosningabaráttunnar fyrir bandarísku
forseta- og þingkosningarnar í nóvember.
Í nýlegri ferð forsetaframbjóðanda demókrata, Baracks
Obama, um Mið-Austurlönd og Evrópu kom glögglega í ljós hve
gríðarlegar væntingar heimsbyggðin bindur við forsetaskipti í
voldugasta ríki heims. Í Berlín fylltu 200.000 manns breið strætin
í kring um torgið þar sem frambjóðandinn hélt tölu. Það lá við
að það gilti einu hvað hann segði, aðsóknin endurspeglaði þær
miklu væntingar sem Þjóðverjar binda við manninn sem þeir
vona að verði arftaki George W. Bush í Hvíta húsinu. Reyndar
sýna kannanir að ef Þjóðverjar hefðu atkvæðisrétt fengi Obama
þrjú af hverjum fjórum atkvæðum þeirra. Meðal Frakka yrði
þetta hlutfall enn hærra. Þetta staðfestir mikinn áhuga Evrópu-
manna (og reyndar fólks út um allan heim) á forsetakosningun-
um vestanhafs og þær miklu væntingar sem fólk utan Banda-
ríkjanna bindur við stjórnarskipti þar.
Ljóst er að þessar væntingar eru svo miklar að útilokað er að
þær verði uppfylltar. Vonbrigði eru fyrirséð.
Þessar væntingar endurspegla reyndar annað: að Evrópu-
menn vilja geta kunnað vel við Bandaríkin, en flestir hafa þeir
átt afskaplega erfitt með það svo lengi sem Bush yngri sat á
forsetastóli. Væntingarnar sem þeir gera til forsetaskipta endur-
spegla því von þeirra um að þau muni verða til þess að þeir,
Evrópumennirnir, geti aftur farið að kunna vel við Bandaríkin.
Hafa ber í huga að Obama fór í þessa ferð ekki til að ganga
í augun á þeim þjóðum sem hann heimsótti, heldur til þess að
reyna að styrkja ímynd sína heima fyrir sem stjórnmálamanns
sem kunni að fóta sig í alþjóðamálum, en reynsluleysi á því sviði
er eitt af því sem mótframbjóðandi hans, reynsluboltinn John
McCain, hefur notað gegn honum í kosningabaráttunni.
Af því að dæma sem Obama sagði í þessari utanlandsför sinni
– þar sem fjölmiðlar fylgdu honum eftir hvert fótmál – mun
Bandaríkjastjórn undir hans forystu stíga varlegar til jarðar í að
beita valdi sínu út á við, en engra kollsteypubreytinga á banda-
rískri utanríkisstefnu mun samt verða að vænta. Til dæmis mun
„baráttan gegn hryðjuverkum“ halda áfram, sem og krafan um að
bandamenn Bandaríkjanna leggi þeim lið í þeirri baráttu.
Að vísu mun Bandaríkjastjórn undir forystu Obamas og demó-
krata vafalaust sýna sterkari viðleitni til samráðs við banda-
menn, og hún mun eflaust gera sér far um að varpa af stjórninni
þeirri ímynd „einfara“ í alþjóðamálum sem Bush-stjórnin hafði
skapað sér, það er að stjórn reynir í krafti aflsmunar að hafa sitt
fram í heiminum, hvað sem öðrum þjóðum kann um það að þykja.
Slík stefna einkenndi stefnu Bush-stjórnarinnar sérstaklega
fyrstu árin eftir hryðjuverkaárásirnar 2001, en á síðustu miss-
erum hefur hún reynt að snúa á braut samráðs og fjölþjóðasam-
vinnu við lausn hinna ýmsu vandamála á alþjóðasviðinu, eftir að
reynslan kenndi henni að slíkar aðferðir skiluðu betri árangri.
Hvort hinum hálf-afríska, greinda og mælska Obama muni
sem forseta – nái hann kjöri – reynast unnt að uppfylla vænt-
ingar umheimsins um viðkunnanlegri Bandaríki sem fara betur
með hið mikla vald sitt verður reynslan að sýna. En þeir sem
gera sér væntingar um alger umskipti eftir endalok Bush-tíma-
bilsins ættu að vera undir vonbrigði búnir.
Heimsbyggðin bíður endaloka Bush-tímabilsins.
Miklar væntingar,
vonbrigði fyrirséð
AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871