Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 14
14 10. ágúst 2008 SUNNUDAGUR
„Við erum allir áhugamenn um íslenska
sögu og menningu og hvort tveggja
kristallast hér á Íslendingadeginum í
Gimli. Hér sjáum við til dæmis málverk
af Dyrhólaey, Gullfossi, Þingvöllum og
fleiri íslenskum kennileitum, svo ekki
sé minnst á fjallkonuna sem er óvenju
glæsileg í ár. Svo má líka segja að
almennur nördaskapur hafi ráðið því að
við erum staddir hér í dag,“ segir Guð-
mundur Baldursson, einn af stofnend-
um vefsíðunnar Baggalútur. Upphafs-
menn síðunnar og makar þeirra voru
staddir í miðri Norður-Ameríkuferð þar
sem hápunkturinn var heimsókn til
Gimli á Íslendingahátíðina.
Spurðir hvernig Gimli komi þeim
fyrir sjónir segjast þeir hafa mætt ótrú-
legri gestrisni og góðum móttökum
hvarvetna. „Okkur virðast standa allar
dyr opnar,“ segir Karl Sigurðsson. „Í
gærkvöldi vorum við á rölti um bæinn
og gengum þá fram á hús eitt sem
var alþakið íslenskum fánum. Framan
á húsinu hékk borði sem á var letrað
með stórum stöfum „Velkomin“. Við
létum ekki segja okkur það tvisvar og
gengum inn. Þar dvöldum við fram
á rauða nótt í partíi með bæjarstjóra
Gimli, ræðismanninum síunga Atla
Ásmundssyni og fleiri valinkunnum
og innfæddum eldri borgurum.“
Bragi Valdimar Skúlason segir marga
viðstadda hafa kannast við Baggalút.
„Hér búa greinilega margir sem hafa
kynnt sér Baggalút, og þá sérstaklega
tónlistina okkar. Heimsfrægðin er víða.“
Karl bætir um betur og segist hafa
rætt við fólk sem hreinlega viðheldur
íslenskukunnáttu sinni með því að
hlýða á söngtexta sveitarinnar.
Baggalútsmenn hrósa íbúum Gimli
í hástert og segja tiltekna söguskoðun
hafa fæðst í ferðinni. „Hann Haraldur
félagi okkar kom með þá tilgátu að
allt góða og kurteisa fólkið hafi flust
hingað frá Íslandi. Reynsla okkar af
íbúum bæjarins bendir vissulega til
þess að nokkuð gæti verið til í því,“
segir Bragi og beinir athygli sinni því
næst að sviðinu í Gimli Park, þar sem
kór Seljakirkju hefur hafið magnaðan
flutning á hinum sívinsæla slagara,
Ísland ögrum skorið.
Heimsfrægðin er víða
HEIMSFRÆGIR Í GIMLI Hróður Baggalúts
hefur borist til Nýja Íslands.
THE JAKOBSSONS Íslendingahátíðin er
vinsæll vettvangur fyrir endurfundi fjöl-
skyldna með íslenskar rætur. Jakobsson-
veldið lét sig ekki vanta.
FLIPP AÐ VÍKINGASIÐ Heimamennirnir Matt og Steve vöktu athygli hátíðargesta fyrir
frumlega túlkun á fornum víkingasiðum.
„Harðfiskurinn selst betur en heitar
lummur,“ segja þeir Art Kildor og
Murrell Anderson frá Gimli. Þeir
kumpánar höfðu í nógu að snúast
við að sjá gestum hátíðarinnar fyrir
ilmandi harðfiski sem þeir flytja að
sögn inn frá Hafnarfirði fyrir hverja
Íslendingahátíð.
„Það er gríðarleg eftirspurn eftir
harðfiski hér um slóðir. Reglan er sú
að í aðdraganda Íslendingadagsins
er pantað mikið magn af harðfiski
til bæjarins, en harðfiskur er samt
á boðstólum allan ársins hring
í ákveðnum búðum í bænum,“
segir Murrell, sem er giftur konu af
íslenskum ættum. Hann var formaður
skipulagsnefndar Íslendingahátíðar-
innar árin 1992 og 1993.
Murrell segir hátíðina leika stórt
hlutverk í bæjarlífi Gimli. „Margir bæjar-
búar vinna að því allt árið um hring að
skipuleggja og kynna hátíðina. Fólkið
hér er stolt af íslenskum rótum sínum
og það er virkilega gaman að sjá að
hingað kemur fólk hvaðanæva að í
Kanada til að skemmta sér og heiðra
minningu forfeðra okkar.“
Murrell ferðaðist til Íslands árið
1975. Sótti hann meðal annars Akur-
eyri og Húsavík heim og skemmti sér
hið besta í mánaðarlangri ferð. Art
segist enn eiga eftir að sækja Ísland
heim en það standi til bóta. „Fjöl-
skylda mín á í viðskiptasamböndum
við Eimskip og Landsbankann. Ég
ætla að fara til Íslands, grípa haug af
seðlum og halda svo áfram að ferð-
ast,“ segir hann og skellir upp úr.
Got hardfisk?
HRESSIR Art Kildor og Murrell Anderson
sögðu harðfiskinn vinsælan.
„Þetta var ósköp afslappað og þægi-
legt. Fólkið hér er svo vingjarnlegt
og óformlegt að þetta varð ekkert
vandræðalegt,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra. Ingibjörg
var sérstakur heiðursgestur á Íslend-
ingahátíðinni og var sem slíkur, ásamt
Hjörleifi Sveinbjörnssyni, eiginmanni
sínum, hluti af mikilli skrúðgöngu
sem farin var gegnum miðbæ Gimli
við mikinn fögnuð viðstaddra.
Ingibjörg segir hátíðina afar góða
auglýsingu fyrir Ísland og allt sem
íslenskt er. „Þetta er ótrúlega merkileg
hátíð. Þátttakan er gríðarleg og nær
langt út fyrir Íslendingasamfélagið.
Það er í raun ótrúlegt hversu mikla
rækt þetta fólk leggur við rætur sínar,
og hversu miklu máli það skiptir að
vita um sögu forfeðra sinna. Fólkinu
á þessum slóðum er greinilega vel
kunnugt um þær hörmungar sem
forfeður þeirra fóru í gegnum til að
freista þess að skapa þessum afkom-
endum sínum betra líf. Það leggur
mikið á sig til að hafa minningu
þeirra í heiðri.“
Ingibjörg segir margt í fari íbúa
Gimli og nágrennis minna sig á
Ísland, sérstaklega útlitið. „Hérna hittir
maður fyrir hvert kunnuglegt andlitið
á fætur öðru. Maður sér börn og
fullorðið fólk og finnst þetta vera fólk
sem maður þekkir. Einnig er sérstak-
lega skemmtilegt að spjalla við eldri
borgarana hér, sem margir hverjir tala
mjög góða íslensku, án þess að hafa
endilega komið til Íslands.“
Að mati Ingibjargar er mikilvægt að
viðhalda tengslum Íslands og Kanada.
„Áherslurnar sem við Íslendingar
leggjum á menningartengslin þyrftu
að taka meiri mið af unga fólkinu en
verið hefur. Það skiptir miklu að yngra
fólk fái að kynnast þeirri menningu
sem Ísland nútímans hefur upp á að
bjóða, og öfugt. Fortíðin skiptir máli,
en við megum ekki lifa í henni.“
Mikið um kunnugleg andlit
MENNINGARTENGSL Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir ásamt Ölmu Sigurdson,
fjallkonu Íslendingadagsins í ár.
HEIÐURSGESTIR Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og eiginmanni
hennar, Hjörleifi Sveinbjörnssyni, var vel fagnað í mikilli skrúðgöngu í gegnum
miðbæ Gimli.
ÍSLENDINGA-DUNK Keppt var í koddaslag, sem kallast dunk upp á ensku, á staur yfir
hinu risavaxna Lake Winnipeg. Sýndu keppendur fádæma djörfung og hug, enda
flestir af íslenskum ættum.
ENDALAUS FÍFLALÆTI Töluvert var um
trúða í skrúðgöngunni miklu.
Ees-len-dinga-
dah-grr-in
Íslendingadagurinn var haldinn hátíðlegur í 119. sinn á slóðum Vestur-Ís-
lendinga um síðustu helgi. Um 60.000 gestir sóttu bæinn Gimli í Manitoba-
fylki í Kanada heim í tilefni hátíðarinnar. Mikið var um dýrðir að venju en
hrottalegt morð sem framið var í bænum varpaði skugga á hátíðarhöldin.
Kjartan Guðmundsson brá undir sig betri fætinum og tók hátíðargesti, inn-
fædda sem aðkomumenn, tali.