Fréttablaðið - 10.08.2008, Side 16
Topphár • Dvergshöfði 27 • 110 Reykjavík
Opið mán.-föstud. kl. 08-18 og á laugard. kl. 09-14
587 2030
H á r s n y r t i s t o f a
Bryndís
Björk
Gerður
10%
opnunar-
afsláttur
SPORT 2
S unddrottningarnar tvær keppa hvor um sig í tveim-ur keppnisgreinum í Pek-
ing. Erla Dögg keppir í 100 metra
bringusundi og 200 metra fjór-
sundi og Ragnheiður keppir í 50
metra skriðsundi og 100 metra
skriðsundi. Báðar eru þær vitan-
lega fullar tilhlökkunar fyrir
leikana og setja stefnuna hátt.
HVAÐA ÞÝÐINGU HAFA
ÓLYMPÍULEIKAR FYRIR ÞÉR?
ERLA DÖGG: Að vera keppandi á
Ólympíuleikum er náttúrlega ný
reynsla fyrir mér en ég kíkti nú
samt til Aþenu árið 2004 til þess
að skoða aðstæður og get því
nokkurn veginn gert mér í hugar-
lund hvernig viðburður þetta er.
Að koma til Aþenu á sínum tíma
kveikti líka í mér til þess að
vinna markvisst að því að ná
þátttökurétti á Ólympíuleikun-
um og þetta er stærsti draumur
hvers íþróttamanns að vera á
meðal keppenda þar og tilhlökk-
unin er því mikil.
RAGNHEIÐUR: Fyrir mér eru
Ólympíuleikarnir algjört ævin-
týri. Þegar ég náði á síðustu leika
í Aþenu árið 2004 var ég salla-
róleg. Að komast á Ólympíuleika
var þá búið að vera markmiðið
svo lengi og ég vissi að ég myndi
á endanum ná þangað. En um leið
og ég steig fæti inn í Ólympíu-
þorpið og fór fyrst í laugina gerði
ég mér grein fyrir því að það að
ná á leikana var bara byrjunin.
Að labba hringinn á opnunarhá-
tíðinni er eins og jól, afmæli og
sumarfrí allt á sama tíma. Maður
er þá búinn að vera að æfa og
æfa alveg á fullu og það er eins
og að fá auka orkuskot að labba
inn á opnunarhátíðina og vita að
maður er einn af fáum sem eru í
þessari stöðu. Ég var að skoða
allt og alla og allt of upptekin af
Ólympíuandanum sem er yfir
leikunum til að einbeita mér nóg
í lauginni. Það má því segja að
síðustu leikar hafi verið góð
æfing fyrir leikana í Peking. Það
eru í raun alveg gríðarleg for-
réttindi að geta farið aftur og
gert betur. það er allavega planið.
En ég er samt alveg viss um að
þótt ég þykist vita hvað ég er að
fara út í, þá verði þessir leikar
ekki síðra ævintýri.
ERTU SÁTT VIÐ UNDIRBÚNING
ÞINN FYRIR ÓLYMPÍULEIKANA?
ERLA DÖGG: Mér er búið að ganga
mjög vel á öllu sundárinu og hef
verið að setja nokkur Íslandsmet
og er vitanlega sátt við það. Ég
er því í góðu líkamlegu formi en
andlegi hlutinn er líka mjög mikil-
vægur. Það er mikilvægt þegar
þú ert að reyna að ná lágmörkum
fyrir stórmót eins og Ólympíu-
leikana að halda alltaf áfram,
jafnvel þótt á móti blási og allt
gangi ekki upp eins og þú varst
að vona. Maður þarf alltaf að
halda sig í gírnum og ekki vera
neikvæð og missa ekki sjónar á
upphaflegum markmiðum.
RAGNHEIÐUR: Það hefði margt
mátt fara betur í undirbúningn-
um. það voru nokkrir hlutir og
aðstæður sem gerðu mér ekki
kleift að æfa alveg jafn vel og ég
vildi í vetur, eins og veikindi og
skóli, en samt sem áður er ég í
þrusuformi. Ég held líka að ég sé
bara að æfa betur núna fyrir vikið.
Það er alltaf hægt að óska þess að
hafa gert meira eða æft betur en
ég er bara jákvæð og það eina sem
skiptir máli er hvað ég geri héðan
af og þangað til ég keppi.
HVER ER KÚNSTIN VIÐ AÐ TOPPA
Á RÉTTUM TÍMA Í STÓRMÓTI
SEM ÞESSU?
ERLA DÖGG: Það er mjög flókið
mál að toppa á réttum tíma og
maður lætur þjálfarana bara um
að stjórna því. Nei, nei, þetta er
svona samvinnuverkefni hjá mér
og þjálfaranum mínum að finna
réttu blönduna. Þetta er sveigjan-
legt að því leyti að við förum
eftir því hvernig ég finn mig í
lauginni. Ef ég er alltof þreytt á
einhverjum tímapunkti í æfinga-
ferlinu, þá er hvíld eina leiðin og
þá er bara tekið meira á því dag-
inn eftir eða eitthvað slíkt. Hvíld-
in er líka mikilvæg og maður
verður að læra að hvíla á réttum
tímum til þess að lenda ekki í
ofþjálfun eða einhverju slíku.
RAGNHEIÐUR: Maður er ekki að
toppa á hverju móti, þannig að
það er ekkert alltof erfitt að stilla
sig inná réttu mótin. Ég hef farið
á svo mörg mót í gegnum árin að
ég kann orðið á þetta. Ég hef gert
ýmislegt rangt og margt rétt
fyrir öll mótin og maður tekur
bara öllu sem lexíu fyrir næsta
mót. Ég er mjög jákvæð á undir-
búninginn núna og er á góðri leið
með að synda mín bestu sund í
Peking. Svo er líka adrenalínið
sem myndast á þessum stærstu
mótum ólýsanlegt. Það spilar ef
til vill inn í að toppa á réttum
tímum. Ég er alla vega ekki í
neinum vafa um að ég eigi eftir
að toppa í Peking og það er góðum
æfingum, góðum stuðningi og
góðu skapi að þakka.
HVERJAR ERU VÆNTINGAR OG
VONIR ÞÍNAR FYRIR ÓLYMPÍULEIK-
ANA?
ERLA DÖGG: Ég er ekki með neitt
sæti í huga eða neitt svoleiðis. Þó
svo að ég sé að fara á stórmót
sem þetta þá langar mig nú bara
til þess að halda áfram að bæta
minn árangur og það er markmið
mitt á leikunum. Ég verð mjög
sátt ef að það tekst og ég verð
bara að reyna að láta umhverfið
ekki trufla mig heldur vinna með
mér og njóta þess að keppa
þarna.
RAGNHEIÐUR: Markmiðin mín
eru að synda betur en ég hef gert
hingað til og brosa rosalega mikið.
Það er svo gaman á svona mótum
að maður verður að leyfa sér að
njóta þess og vera ekki í of miklu
stressi eða of upptekin af smá-
atriðum eins og einni slæmri
æfingu. Ég vona bara að það gangi
allt upp á réttum tíma hjá mér.
ÓLYMPÍULEIKARNIR í Peking voru settir með
einstökum glæsibrag á föstudag. Svo sannarlega
stórkostlegt upphaf að einum stærsta og
umdeildasta íþróttaviðburði allra tíma. Þetta er
líklega sá allra stærsti. Kínverjar hafa sett tóninn en
þeir leggja allt undir til þess að gera þennan viðburð
að þeim stærsta og flottasta í íþróttasögunni.
Hefur ekkert verið til sparað og er með hreinum
ólíkindum að sjá íþróttamannvirkin sem Kínverjar
hafa reist. Þau eru engu lík og hreint mögnuð
upplifun að skoða þau í návígi.
Skipulag Kínverjanna er með hreinum ólíkindum
og ótrúlegur fjöldi starfsmanna sér til þess að allir
fái nauðsynlegar upplýsingar og þjónustu. Til marks
um það eru „aðeins“ þrír starfsmenn sem standa
utan við lítið salerni í blaðamannamiðstöðinni og
vísa manni inn um réttar dyr, sem þó eru kyrfilega
merktar.
Það eru 27 íslenskir íþróttamenn á leikunum að
þessu sinni. Glæsilegur hópur sem samanstendur af
14 handboltamönnum, 8 sundmönnum, 3 frjálsíþrótta-
mönnum, einum júdókappa og einni badmintonkonu.
Mestar vonir eru bundnar við handboltalandsliðið
og Örn Arnarson. Handboltaliðið er eins og íslenska
veðrið – maður veit aldrei hvað gerist næst. Sól einn
klukkutímann og rigning þann næsta. Strákarnir
okkar gætu allt eins tekið upp á því að fara á kostum
og vinna til verðlauna. Gæðin eru svo sannarlega til
staðar í liðinu. Það efast enginn um það. Svo gæti
liðið líka allt eins tekið upp á því að tapa öllum
leikjum sínum. Við skulum vona ekki og ég trúi ekki
að slíkt gerist.
Örn náði fjórða sætinu í Sydney, var arfaslakur og
formlaus í Aþenu. Það hefur lítið farið fyrir honum
síðustu mánuði og við vitum í raun ekki hversu
öflugur hann er þessa dagana. Hann lenti í erfiðleik-
um er hann missti þjálfarann sinn í upphafi sumars
og vonandi kemur það ekki niður á honum í Peking.
Sjálfur segist hann vera í betra formi en margur
heldur og ef það reynist rétt gæti hann vel höggvið
nærri sínum besta árangri á ÓL eða jafnvel gert
betur og nælt sér í medalíu. Verður mjög spennandi
að fylgjast með Erni.
Þórey Edda náði stórbrotnum árangri á síðustu
leikum en hefur verið afar óheppin með meiðsli
síðustu ár og er því nokkuð fjarri því að stökkva
sömu hæð og hún gerði í Aþenu. Æfingar síðustu
vikur hafa þó lofað góðu hjá henni og vonandi toppar
hún á besta tíma.
Þó svo að flestir íslensku keppendurnir séu ekki
að fara að berjast um verðlaun eða komast í úrslit í
sínum greinum má ekki gleyma því að hér er allt á
ferð afreksfólk sem hefur unnið baki brotnu að því
að ná markmiði sínu – að komast á Ólympíuleikana.
Það er ekki auðvelt markmið og svo sannarlega
afrek hjá hverjum íþróttamanni að komast inn á
stærstu íþróttakeppni heims þar sem aðeins er pláss
fyrir um ellefu þúsund keppendur.
Íslenski hópurinn samanstendur af frábæru
íþróttafólki sem er til fyrirmyndar innan vallar sem
utan. Sannkallað afreksfólk og ekki síst góðar
fyrirmyndir sem nauðsynlegt er að halda á lofti
fyrir æsku þessa lands.
STÆRSTI ÍÞRÓTTA-
VIÐBURÐUR SÖGUNNAR
FRÁ RITSTJÓRA
Henry Birgir
Gunnarsson
Handbolta-
liðið er eins og
íslenska veðrið
– maður veit
aldrei hvað
gerist næst.
Útgefandi: 365
Ritstjóri:
Henry Birgir Gunnarsson
henry@frettabladid.is
Blaðamenn:
Óskar Ófeigur Jónsson
ooj@frettabladid.is
Ómar Þorgeirsson
omar@frettabladid.is
Hjalti Þór Hreinsson
hjalti@frettabladid.is
Útlitshönnun: Kristín
Agnarsdóttir kristina@
frettabladid.is
Auglýsingar: Stefán
P. Jones
spj@frettabladid.is
SPORT
SUNDDROTTNINGAR
SEM STEFNA HÁTT
Sunddrottningarnar Erla Dögg Haraldsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir eru klárar
í ævintýranlega Ólympíuleika í Peking. SPORT/ARNÞÓR
Sundkonurnar Erla
Dögg Haraldsdóttir og
Ragnheiður Ragnarsdóttir
verða í eldlínunni á Ólympíu-
leikunum í Peking. Þær gáfu
sér tíma til þess að ræða um
undirbúning, væntingar sínar
og hvaða merkingu Ólympíu-
leikar hafa fyrir þær.
8 ÍSLANDSMET Erla Dögg og Ragnheiður hafa verið iðnar í því að setja Íslandsmet. Erla Dögg á íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi, 200 og 400 metra fj ór-sundi og 200 metra fl ugsundi. Ragnheiður á Íslandsmet í 50 og 100 metra skriðsundi.Forsíðumyndina tók Arnþór Birkisson af Ragnheiði Ragnarsdóttur og Erlu Dögg Haraldsdóttur.