Fréttablaðið - 10.08.2008, Síða 59

Fréttablaðið - 10.08.2008, Síða 59
SUNNUDAGUR 10. ágúst 2008 23 PEKING 2008 Sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson náði ekki mark- miðum sínum í 100 metra bringu- sundi í Peking í gær. Hann byrjaði mjög vel og var annar í sínum riðli eftir 50 metra en gaf verulega eftir á seinni 50 og kom í mark á 1:02,50 sekúndum, sem er tæplega hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hans. Jakob endaði í 47. sæti af 63 keppendum og komst eðlilega ekki áfram. „Ég er búinn að vera að synda 1:02 á hverju einasta stórmóti í fjögur ár. Ég bjóst við betri tíma en það enda búinn að synda ein- hver 20 sund á svipuðum tíma. Ég er alltaf jafn pirraður þegar ég syndi á 1:02,“ sagði Jakob Jóhann hundsvekktur en þó brosandi. „Ég er bara að brosa af því þetta var svo lélegt.“ Jakob Jóhann á einnig eftir að taka þátt í 200 metra bringusundi og hann er staðráðinn í að gera betur þá. „Ég kem hingað ekki til þess að synda í undanrásum. Mér finnst það bara vera kjaftæði. Ég er að koma hingað til þess að synda í úrslitum. Það gengur vonandi betur í næsta sundi. Þar ætla ég mér í úrslit og ekkert kjaftæði,“ sagði Jakob ákveðinn. - hbg Jakob Jóhann fann sig engan veginn í 100 metra bringusundinu í Peking í gær: Brosi því þetta var svo lélegt VONSVIKINN Jakob Jóhann var ekki sáttur með eigin frammistöðu í Peking í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Badmintonstúlkan Ragna Ingólfsdóttir var fyrst Íslendinga í eldlínunni hér í Pek- ing í fyrrinótt er hún mætti hinni smáu en knáu Eriko Hirose frá Japan. Er skemmst frá því að segja að Ragna átti aldrei mögu- leika gegn sterkum mótherja sem spilaði mikið upp á meiðsli Rögnu, sem var augljóslega að hlífa sér. Er hún hætti því varð hún fyrir meiðslum á hnénu þar sem hún hefur verið með slitið krossband í tæplega eitt og hálft ár. Ragna varð því að hætta og gefa leikinn sem hún var reyndar að tapa stórt. „Það var erfitt að þurfa að hætta í leiknum en ég er samt mjög þakklát fyrir að hafa komist hing- að og hafa getað spilað leikinn eftir allt saman. Ég hefði allt eins getað meiðst á æfingu daginn fyrir. Nú fer ég í langþráða aðgerð og kem svo sterk til baka þar sem ég get æft á eðlilegan hátt,“ sagði Ragna við Fréttablaðið brosandi en þó með tárin í augunum. Spennufallið var mikið hjá Rögnu, sem er alls ekki af baki dottin. „Mér finnst ég bara vera að byrja og tel mig bara vera að fá góða reynslu með því að fara á þessa leika. Ég stefni ótrauð að því að komast á London árið 2012,“ sagði Ragna en hún hefur sýnt gríðarlega hörku með því að spila meidd og tryggja sig inn á ÓL í Peking. „Ég stefni á að komast í lands- liðsferðir árið 2009. Ég er ekkert búin eftir þessa leika. Er aðeins 25 ára og badmintonspilarar eru að toppa 28 eða 29 ára þannig að ég verð vonandi í mínu besta formi í London og þangað stefni ég,“ sagði Ragna ákveðin. - hbg Ragna keppti fyrst íslensku keppendanna í Peking en varð að hætta vegna meiðsla: Stefnir ótrauð á London 2012 SÁRSAUKI Ragna varð að hætta keppni vegna meiðsla áður en leikur henn- ar gegn hinni japönsku Eriko Hirose kláraðist. Ragna hefur leikið með slitið krossband í tæplega eitt og hálft ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson verður í eldlínunni með FA-bikarmeistur- um Portsmouth sem mæta Englandsmeisturum Manchester United í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn. Hermann lítur ekki á leikinn sem síðasta æfingaleik fyrir mót heldur er þetta fyrsti leikurinn á nýju keppnistímabili og frábært tækifæri til þess að vinna fyrstu verðlaunin sem í boði eru. „Þetta er einn leikur og það eru verðlaun í boði fyrir sigurliðið, þannig að auðvitað er þetta mikilvægur leikur og enn fremur alveg frábært tækifæri. Við vitum hins vegar að þetta verður erfitt gegn góðu liði Manchester United. Leikirnir verða í raun ekki stærri en að leika gegn United um verðlaun og ég veit að það eru mörg lið sem vildu vera í okkar sporum. Þetta eru leikirnir sem maður æfir af krafti fyrir, dag eftir dag, og vonast til þess að fá að spila,“ sagði hinn 34 ára gamli Eyjapeyi í nýlegu viðtali við opinbera heimasíðu Ports- mouth. - óþ Hermann Hreiðarsson: Alveg frábært tækifæri MIKILVÆGUR LEIKUR Hermann Hreiðars- son telur að leikurinn um Samfélags- skjöldinn sé gríðarlega mikilvægur. NORDIC PHOTOS/GETTY PEKING 2008 Fánaberinn Örn Arnar- son er mættur til leiks í þriðja sinn á Ólympíuleikunum. Þessi frábæri sundmaður frá Hafnarfirði varð í fjórða sæti í Sydney árið 2000 en var talsvert fjarri sínu bestu í Aþenu 2004. Hann mætir til leiks í Peking í betra formi og er til alls líklegur, en hann keppir í 100 metra baksundi í dag. „Ég er í talsvert betra líkam- legu formi núna en fyrir fjórum árum. Ég er í góðum gír og æfing- ar hafa gengið vel,“ sagði Örn, sem lenti í því fyrir nokkrum mán- uðum að missa þjálfarann sinn, Nenad Milos, sem var vikið frá störfum á meðan ásakanir á hend- ur honum vegna ósæmilegrar hegðunar gagnvart sautján ára stúlku er hann þjálfaði voru rann- sakaðar. „Ég hef bara verið að þjálfa mig sjálfur og án félagsskaps í laug- inni. Enginn til að berja mig áfram. Það hefur gengið bara ágætlega enda orðinn reynslumikill og veit vel hvað ég þarf að gera.“ Örn hætti eftir Aþenu en kom til baka af fullum krafti. „Það var stoltið og þrjóskan sem fékk mig til þess að byrja aftur. Ég vildi ekki hætta eftir leika eins og í Aþenu. Það er ekkert víst að ég hætti eftir þessa leika,“ sagði Örn, sem mun synda með dönsku liði næsta vetur en þangað er hann á leið í skóla. „Ég ætla að læra afrekssund- þjálfun í Íþróttaháskólanum í Ála- borg. Ég byrjaði að þjálfa fyrir þremur árum og það á vel við mig þannig að ég verð áfram í sundinu. Skólinn mun samt hafa forgang hjá mér næsta vetur og það er örugglega í fyrsta skipti sem hann verður númer eitt hjá mér,“ sagði Örn, sem er að verða 27 ára gam- all. Árangur Arnar í Sydney árið 2000 er mönnum enn í fersku minni en þar náði hann fjórða sæti. Telur hann sig geta náð við- líka árangri núna? „Það er allt hægt. Í þeim grein- um sem ég keppi í eru allir mjög jafnir. Á heimsmeistaramótinu í fyrra munaði innan við sekúndu á 30 efstu í undanrásum í 100 metra skriðsundinu. Ég gæti þess vegna orðið fyrstur, annar eða þrjátíu. Ég er mikið fyrir að reikna hlutina út. Ef ég bæti sjö ára gamalt Íslandsmet mitt í baksundinu ætti ég að komast í undanúrslit og eftir það er þetta allt galopið,“ sagði Örn, sem hefur verið helst þekkt- ur fyrir afrek í baksundinu en hann hefur verið að koma mjög sterkur upp í skriðsundinu. „Ég hef verið að blanda þessu mikið saman og tel mig geta keyrt vel á báðar greinar. Ef ég lít raun- hæft á málin ætti ég samt að eiga meiri möguleika í baksundinu,“ sagði Örn, sem hefur lítið verið í sviðsljósinu síðustu mánuði og menn gera sér því ekki fulla grein fyrir því hversu sterkur hann er þessa dagana. „Mér líkar mjög vel við að hafa ekki verið í sviðsljósinu. Ég sakna þess ekki neitt. Engu að síður get ég upplýst fólk um að formið er til staðar en ég hef verið að fara í úrslit á stórum mótum. Ég er í betra formi en margir halda,“ sagði Örn ákveðinn. Hann skartar forláta yfirvaraskeggi í Peking en það fær að fjúka fyrir baksundið í dag líkt og önnur hár á líkaman- um. „Jakob og Árni byrjuðu með mottukeppni en hættu svo báðir en við Hjörtur erum aftur á móti komnir með mottur. Það gekk hjá Spitz að synda með mottu en ég læt það eiga sig,“ sagði Örn léttur en hann segir það taka sig um klukkutíma að raka öll hárin af líkamanum. Sakna sviðsljóssins ekki neitt Það hefur farið lítið fyrir Erni Arnarsyni síðustu mánuði. Hann hefur þó ekki legið í leti heldur segist hann mæta til leiks í Peking í betra formi en margir halda. Örn er á leið í skóla í Danmörku næsta vetur. Í BETRA FORMI EN FYRIR FJÓRUM ÁRUM Örn Arnarson hefur verið að þjálfa sig sjálfur undanfarið og með góðum árangri að eigin sögn. Hann ætlar að svo að fara í nám næsta haust og leggja stund á nám í afrekssundþjálfun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is FÓTBOLTI Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry í sínum fyrsta leik með félaginu sem fór vel af stað í ensku B- deildinni sem fór af stað í gær. Coventry vann Norwich 2-0 og Aron Einar lék allan leikinn. Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðasta hálftímann þegar Burnley tapaði illa, 1-4, gegn Sheffield Wednesday. Ívar Ingimarsson verður líklega í byrjunarliði Reading sem heimsækir Nottingham Forest í dag en Brynjar Björn Gunnarsson er frá vegna meiðsla. - óþ Ólíkt gengi Íslendingaliða: Aron Einar vann, Jói Kalli tapaði BYRJAR VEL Aron Einar Gunnarsson byrjaði á sigri með Coventry þegar fyrsta umferð í ensku B-deildinni fór fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið tapaði fyrir Danmörku, 68- 76, í lokaleik sínum á Norður- landamótinu í Gentofte og enduðu í 5. sæti í mótinu. Helena Sverrisdóttir fór fyrir íslenska liðinu í gær og skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en þær Hildur Sigurðardóttir, Pálína Gunnlaugs- dóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu allar 9 stig í leiknum. - óþ Norðurlandamót í körfubolta: Ísland endaði í fimmta sæti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.