Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 10.08.2008, Blaðsíða 64
með ánægju Magnús Jónsson, Amy Poppers, draggdrottning Íslands 2008 Til hamingju! Magnús Jónsson, flugliði hjá Iceland Express, er nýkrýnd draggdrottning Íslands. Við erum afar stolt af okkar manni og sendum honum og öllu hinsegin fólki baráttukveðjur. Drottning háloftanna Iceland Express er stoltur stuðningsaðili Samtakanna 78 og aðalstyrktaraðili alþjóðlegs knattspyrnumóts samkynhneigðra, Iceland Express Cup sem fram fer í Reykjavík í apríl 2009. Margar þeirra stétta sem berj-ast fyrir því að fá laun í sam- ræmi við menntun og mikilvægi starfans, eru stéttir sem sinna hagsmunum barna. Nýjasta dæmið eru auðvitað ljósmæður. LEIKSKÓLAKENNARAR og fóstrur liðsinna foreldrum við að ala börnin upp sem og kennarar, þar sem kennslu- og uppeldishlut- verk er samofið. Sú staðreynd að hagsmunir barna vega ekki sér- staklega þungt, blasir einnig við þegar litið er til stöðu barna- verndarmála. Reglulega fréttist af starfi barnaverndar þar sem skammast er yfir afgreiðslu ein- stakra mála. Ýmist eru menn æva- reiðir yfir of miklu inngripi nefnd- anna eða telja að nefndin geri allt of lítið. Undir þessu situr starfs- fólk sem eðli málsins samkvæmt getur sjaldnast svarað fyrir sig. Auðvitað gera starfsmenn barna- verndarnefnda mistök og þar sem miklir hagsmunir eru í húfi verða mistökin því miður alvarlegri. En ætti gagnrýnin ekki að beina kast- ljósinu að því að þeir sem vinna að því að tryggja hag barna, sem í sumum tilvikum eiga engan annan málsvara, eigi að geta sinnt því starfi sómasamlega? UMRÆÐA um hagsmuni barna er að mestu bundin við hagsmuni hinna fullorðnu í kringum þau. Gildir þá einu hvort fjallað er um leikskólamál, forsjármál eða barnaverndarmál. Rauði þráður- inn ætti hins vegar að vera hags- munir barnsins. LÁG laun í þessum „barna“-stétt- um eru óbeint réttlætt þannig að um sé að ræða hugsjónastörf. Þá virðist blasa við að ekki eigi að umbuna fólki fyrir hugsjónir. Í næstu andrá geta menn svo rétt- lætt góð kjör stjórnenda í fjár- málafyrirtækjum þannig að hætta sé á að hæfileikafólk þiggi boð frá erlendum samkeppnisaðilum séu kjörin ekki svona góð. Að vísu eru nánast engin dæmi um slík boð. Þar virðist því hótunin um að hætta hafa sitthvað að segja um kjörin – en það er í sjálfu sér ekki þannig að hér sé ætlunin að býsn- ast yfir góðum kjörum í fjármála- geiranum, síður en svo. EFTIR stendur þó að menntaðar ljósmæður, leikskólakennarar og aðrar stéttir sem sinna hagsmun- um barna hafa einmitt hætt störf- um vegna kjara sinna, án þess að það veki sérstaka athygli eða sé gagnrýnt af þunga. Hugsjónafólkið þarf nefnilega líka að geta lifað af laununum. En hvað segir það okkur um stöðu barna? Hótanir og hugsjónir GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Í dag er sunnudagurinn 10. ágúst, 224. dagur ársins. 5.04 13.33 21.59 4.36 13.18 21.57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.