Fréttablaðið - 31.08.2008, Side 59

Fréttablaðið - 31.08.2008, Side 59
SUNNUDAGUR 31. ágúst 2008 23 KÖRFUBOLTI Kvennalandslið Íslands varð að sætta sig við svekkjandi tap gegn sterku liði Hollands í B- deild Evrópukeppninnar í körfu- bolta í La Almere í Hollandi í gær- kvöld. Íslenska liðið átti í fullu té við þær hollensku þangað til í þriðja leikhluta þar sem leikurinn í raun og veru tapaðist. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest hjá Íslandi með 27 stig. Þar af skoraði hún fimm þriggja stiga körfur, úr sjö skottilraunum, sem er nýt met hjá liðinu í Evrópu- keppni. Jafnræði var með liðunum framan að leik og staðan var 33-35 fyrir Íslandi í hálfleik. Þriðji leikhlutinn varð hins vegar afdrifaríkur því þar skor- uðu þær hollensku 28 stig á móti aðeins 9 stigum íslenska liðsins og staðan því allt í einu orðin 61-44 fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið náði að saxa á for- skotið en í fjórða leikhluta en Hol- land vann þó að lokum 81-70. Landsliðsþjálfarinn Ágúst Björgvinsson var svekktur í leiks- lok en tekur þó vitanlega margt jákvætt frá leik íslenska liðsins. „Við vorum að spila þrælvel framan af leik en þriðji leikhlut- inn var alls ekki nógu góður. Hel- ena lendir þá líka í villuvandræð- um og það var dýrkeypt. Við sýndum annars að við þurfum ekki að vera með neina minnimáttar- kennd og við getum unnið hvaða lið sem er í þessarri keppni. Við verðum bara að trúa því og fara í alla leikina til að vinna þá,“ segir Ágúst. - óþ Ísland tapaði 81-70 fyrir Hollandi í B-deild Evrópukeppninni í körfubolta í gær: Þriðji leikhlutinn afdrifaríkur FRÁBÆR Helena Sverrisdóttir fór enn og aftur á kostum hjá kvennalandsliði Íslands í gær þegar liðið tapaði 81-70 gegn sterku liði Hollands á útivelli. Helena skoraði 27 stig, hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum og tók 13 fráköst. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko, sem sló eftirminnilega í gegn á Evrópu- keppninni í Austurríki og Sviss í sumar, er að ganga í herbúðir Tottenham. Breskir fjölmiðlar telja að kaupverðið sé í kringum fjórtán milljónir punda en Pavlyuchenko kemur frá Spartak Moskvu. „Þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að kveðja gömlu liðsfélagana í Spartak Moskvu. Ég er annars ánægður með að vera kominn til Tottenham,“ sagði Pavlyuchenko í gær. - óþ Tottenham fær framherja: Pavlyuchenko til Tottenham ÁNÆGÐUR Pavlyuchenko er sáttur við að vera kominn í ensku úrvalsdeildina. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Stjörnumenn náðu að saxa á forskot Selfyssinga með góðum 3-0 sigri í frestuðum leik gegn Fjarðabyggð í gær. Nú eru aðeins tvö stig sem skilja liðin að eftir að Selfoss tapaði nokkuð óvænt 4-3 gegn Víkingi Ólafsvík í fyrrakvöld. Botnliðin Njarðvík og KS/ Leifur gerðu markalaust jafntefli og Leiknir sem er í harðri fallbaráttu tapaði gegn KA 2-3 á heimavelli sínum í gær. - óþ 1. deild karla: Stjarnan eygir enn von HANDBOLTI Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, stýrði liðinu til 33- 28 sigurs gegn Hamburg í þýska ofurbikarnum í gær. Þetta er í fimmta skiptið sem Kielar-menn landa bikarnum og það gerðu þeir án þess að besti leikmaður liðsins, stórskyttan Nikola Karabatic, væri með. Kiel leiddi í hálfleik 17-14 og nokkuð jafnræði var með liðunum framan af seinni hálfleik þangað til Kiel seig fram úr og vann að lokum sannfærandi sigur. - óþ Þýski handboltinn: Alfreð landar fyrsta titlinum GÓÐ BYRJUN Það tók Alfreð ekki langan tíma að landa titli með Kiel. NORDIC PHOTOS/GETTY HOLLAND-ÍSLAND 81-70 (33-35) Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 27 stig (13 fráköst, 5 stoðs., hitti úr 5 af 7 þriggja stiga, 29 mínútur, 5 villur), Signý Hermannsdóttir 11 stig (6 frák- öst, 4 varin), Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig (6 fráköst, 3 stoðsendingar), Kristrún Sigurjónsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 5 (6 fráköst), Hildur Sig- urðardóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.