Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 4
4 5. september 2008 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Fellibylurinn Hanna varð sextíu manns að bana á Haítí aðfaranótt fimmtudags og tugir manna féllu í valinn á Bahamaeyjum. Hanna stefnir nú í áttina til austurstrandar Bandaríkjanna og hafa íbúar í Suður- og Norður-Karólínu verið beðnir um að gera sig klára fyrir átökin. Þá bíður næsti bylur, Ike, ekki langt undan og virðist enn öflugri. Hann gæti valdið verulegum usla á Flórída innan fárra daga. Fellibylurinn Gústav, sem fór yfir New Orleans um helgina, gerði minni usla þar en óttast var fyrir fram. Þar eru íbúar byrjaðir að snúa aftur heim eftir að hafa yfirgefið borgina vegna Gústavs. Milljónir íbúðarhúsa og fyrirtækja voru þó enn rafmagnslaus og getur það tekið allt að mánuð að koma rafmagni á alls staðar. George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í gær aftur til New Orleans í gær, og virtist staðráðinn í að tryggja að mistökin frá 2005 endurtækju sig ekki. Þá urðu slæleg við- brögð stjórnvalda við fellibylnum Katrínu til þess að tjónið varð mun meira en verða þurfti. - gb LEIÐRÉTT Helgi Helgason, formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi, var rangtitlaður í blaðinu í fyrradag. Rangt var farið með vefslóð Logo- safnsins í frétt blaðsins í gær. Rétt slóð er „logosafn.is“. – með þér alla leið VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR V ö ru m er ki S h el l e ru n o tu ð m eð le yf i S h el l B ra n d s In te rn at io n al A G NÖFN FELLIBYLJA Veðurfræðingar í Bandaríkjunum hafa lengi gefið fellibyljum nöfn til þess að auðvelda sér að greina á milli þeirra, enda eru stundum fleiri en einn fellibylur á ferðinni á sama tíma. Áður fyrr voru einungis karlmannsnöfn notuð, en í seinni tíð eru karlmanns- og kvenmannsnöfn notuð til skiptis. Nöfnin eru gefin í stafrófsröð, og fékk fyrsti fellibylur ársins 2008 nafnið Arthur en nú síðast hafa þau komið í röð, Gustav, Hanna og svo Ike. Sá næsti fær svo nafnið Josephine. Sömu nöfnin eru notuð aftur á fjögurra ára fresti, nema hvað nöfn þeirra fellibylja sem reynast sérlega illskeyttir og mannskæðir eru tekin úr notkun. Hver fellibylurinn á fætur öðrum stefnir nú í áttina að Bandaríkjunum: Tugir manna létust á Haíti EYÐILEGGING Á KÚBU Þessir Kúbverjar settust að dómínóspili innan um fallin tré þegar Hanna var farin hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÓMSTUNDIR Á fáum ef nokkrum öðrum stöðum í heiminum má finna jafn unga dansara og í Dansskóla Ragnars Sverrissonar eða eins og Ragnar segir sjálfur: „Ég veit ekki um neinn annan skóla á landinu og reyndar ekki í heiminum þar sem tekið er á móti tveggja og þriggja ára börnum í danskennslu ásamt foreldrum þeirra.“ Ragnar segir það ekki reyna á þolrif nokkurra að kenna svo ungum börnum þar sem foreldr- arnir fylgi þeim á námskeiðunum og taki með þeim fyrstu dans- sporin. Oftast megi vart á milli sjá hvort skemmti sér betur, barnið eða foreldrið. Í Fréttablaðinu í gær birtist verðkönnun yfir um fjórtán vikna námskeið fyrir fullorðna í samkvæmisdönsum hjá Dans- skóla Ragnars. Rétt verð á það námskeið er 35.900 en árgjaldið er 71.800 krónur. Verð fyrir yngstu dansarana er 13.900 krónur önnin. - kdk Tveggja ára í dansskóla: Fyrstu dans- sporin stigin GRÍMUDANS Oft er brugðið á leik í Dansskóla Ragnars Sverrissonar eins og sjá má á þessum ungu dönsurum. ORKUMÁL „Það er ekkert í úrskurði umhverfisráðherra sem segir til um að frekari rannsóknir geti ekki farið fram á háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu áður en heildar- mat á umhverfis- áhrifum liggur fyrir,“ segir Magnús Jóhannes son, ráðuneytis- stjóri umhverfis- ráðuneytisins. Stjórn Samorku ályktaði í gær að stæði úrskurður umhverfisráðherra óhaggaður, og féllu rannsóknabor- anir undir hann, yrðu dómstólar látnir skera úr um lögmæti hans. Skilningur samtakanna er að bor- anir falli undir úrskurðinn. Í tölvubréfi til Fréttablaðsins vegna forsíðufréttar í gær, þar sem sagt var að orð Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráð- herra á Alþingi í gær gengju þvert á úrskurð umhverfisráðherra um sameiginlegt umhverfismat vegna álvers á Bakka við Húsavík, vill Magnús taka eftirfarandi fram: „Það er ekkert í úrskurði ráðu- neytisins um sameiginlagt mat á fjórum framkvæmdum, Þeista- reykjavirkjun, stækkun Kröflu- virkjunar, háspennulínu frá Kröflu að Þeistareykjum og álveri á Bakka við Húsavík, sem útilokar að mati ráðuneytisins að frekari rannsóknir vegna framkvæmd- anna fari fram áður en gengið er frá sameiginlegu mati á umhverfis- áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun er nú eins og lög gera ráð fyrir í viðræðum við framkvæmdaaðila um frekari rannsóknir, undirbún- ing og framkvæmd hins sameigin- lega mats.“ Samorka, samtök orku- og veitu- fyrirtækja, ályktaði í gær vegna úrskurðar umhverfisráðherra. Stjórnin telur úrskurðinn afar íþyngjandi og standi hann telji stjórnin nauðsynlegt að láta reyna á réttmæti hans fyrir dómstólum, vegna framtíðarhagsmuna orku- iðnaðarins. Franz Árnason, formaður Samorku, segir að samtökin hafi ekkert heyrt frá umhverfisráðu- neytinu sem taki af allan vafa um að boranirnar falli undir úrskurð- inn. „Meðan við fáum ekki aðra niðurstöðu óttumst við að þetta sé svona en vonum að málið sé vaxið eins og iðnaðarráðherra segir.“ Magnús segir að þar sem ekki sé fjallað um rannsóknaboranir sérstaklega í úrskurðinum geti hann ekki svarað því hvort þær falli undir virkjun á Þeistareykj- um. Allt frá 31. júlí, þegar umhverfisráðherra felldi úrskurð sinn, hafa framkvæmdaaðilar sótt það fast að fá undanþágu á heildar- matinu til að geta borað næsta vor. Spurður hvort framkvæmdaaðilar hafi ekki skilið úrskurðinn rétt segir Magnús: „Ef svo er tel ég að ákveðinn misskilningur sé í gangi.“ svavar@frettabladid.is Óljóst hvort boranir falla undir úrskurð Ekkert í úrskurði um heildstætt umhverfismat útilokar rannsóknir segir um- hverfisráðuneytið, sem telur framkvæmdaaðila misskilja úrskurðinn. Samorka er ósammála og mun leita til dómstóla til að láta reyna á réttmæti úrskurðarins. FRÁ ÞEISTAREYKJUM Rannsóknaboranir vegna Þeistareykjavirkjunar eru í óvissu vegna ólíks skilnings stjórnvalda og framkvæmdaaðila á úrskurði um heildstætt umhverfismat. FRÉTTABLAÐIÐ/KK MAGNÚS JÓHANNESSON Fá fleiri Tysabri? Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknar- flokki, vill vita hvort heilbrigðis- ráðherra hafi í hyggju að gefa fleiri MS-sjúklingum en þeim 50 sem nú fá lyfið Tysabri færi á notkun þess. ALÞINGI Verða námslán bætt? Birkir J. Jónsson, Framsóknarflokki, spyr hvort menntamálaráðherra hyggist koma til móts við námsmenn erlendis sem hafi orðið fyrir verulegri skerðingu námslána vegna veikingar íslensku krónunnar. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 18° 17° 18° 19° 17° 19° 20° 24° 21° 31° 30° 26° 20° 26° 29° 31° 24° Á MORGUN 3-10 m/s. SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 11 14 12 1213 10 13 14 1212 HELGIN Ágætar veðurhorfur eru um helgina. Það horfi r til vestlægra átta, 3-10 m/s, stífastur vestan til. Á morgun verður sólríkast suðaustan til, annars verður það köfl óttara og hætt við lítilsháttar súld á Vestfjörðum. Á sunnudag gengur hins vegar úrkoma inn á landið og má búast við töluverðri rigningu sunnan og vestan til. 10 9 10 8 10 10 10 10 11 10 5 5 4 4 3 2 3 3 4 4 5 3 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur GENGIÐ 04.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 160,9912 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 85,01 85,41 151,24 151,98 123,02 123,7 16,497 16,593 15,331 15,421 12,962 13,038 0,7838 0,7884 132,2 132,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SAMGÖNGUMÁL Sérinnflutt rautt granít frá Skotlandi var í fyrsta sinn notað við malbikun á Íslandi þegar starfsmenn borgarinnar malbikuðu forgangsakrein fyrir strætó á Miklubraut í gær. „Með þessu er verið að tryggja að rauði liturinn haldist þegar malbikið slitnar,“ segir Ólafur Ólafsson, deildarstjóri fram- kvæmda hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Samkvæmt tilkynningu frá Framkvæmda- og eignasviði er aukakostnaður vegna innflutta granítsins um átta milljónir en á móti kemur að skýr rauður litur á forgangsakrein helst lengur. - ovd Sérinnflutt rautt granít: Rauðar götur fyrir strætó MIKLUBRAUT Rautt granít var í gær lagt á sérakrein fyrir strætó á Miklubraut. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.