Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 40
32 5. september 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Sumar hljómsveitir eru þannig úr garði gerðar að af þeim leka gæðin í stríðum straumum. Það virðist alveg sama hvað sumir geta tekið sér fyrir hendur, alltaf verður útkoman gæðaefni sem viðkomandi virtist ekkert hafa fyrir að draga fram úr erminni. Ein þessara hljómsveita er The Walkmen. Sveitin var stofnuð í New York-borg árið 2000 og hefur síðan þá sent frá sér fjórar eiginlegar hljóðversbreiðskífur. Sú nýjasta nefnist You & Me og toppar hún jafnvel öll fyrri verk sveitarinnar. Áður en The Walkmen varð til höfðu flestir meðlimir sveitarinnar unnið saman í höfuðstað Bandaríkjanna, Washington D.C. Úr því samstarfi ber helst að nefna tvær hljómsveitir, The Recoys og þá sérstaklega Jonathan Fire*Eater sem var einkar svöl sveit um miðjan síðasta áratug. En aftur að The Walkmen. Ég minntist á það áðan að sveitin hefði eingöngu sent frá sér gæðaefni. Þar hljóp ég reyndar aðeins á mig því á þeirri alhæfingu er ein undantekning, næstnýjasta breiðskífa sveitarinnar. Hún hét A Hundred Miles Off sem var eins og nafnið gefur til kynna alveg „off“. Fyrir það hafði The Walkmen verið trygging fyrir miklum gæðum og frábærri tónlist. Nú hafa piltarnir í Walkmen hins vegar beðist afsökunar með You & Me, frábæru stykki sem kom út fyrir stuttu. Þrátt fyrir að The Walkmen flokkist undir hatt indí-rokksins hefur þeim tekist að vera alltaf eitthvað meira en bara það. Fyrst og fremst er það ótrúlega yfirvegaður og sjarmerandi hljómur sem fær mann til að heillast af sveitinni. Fortíðarljómi sveipar sig einnig um sveitina þannig að oft áttar maður sig ekki alveg á því á hvaða tímabili maður er staddur. Hljómur sveitarinnar fær síðan nútímalegri blæ með grodda- legri innspýtingu hinnar nýju kynslóðar. Í raun getur maður aldrei lýst tónlist The Walkmen til hlítar, ekki það að hún sé of flókin, hún snertir mann einfaldlega á svo marga vegu að erfitt er að ná taki á henni. Tímalaus snilld THE WALKMEN Enn eitt meistaraverkið er komið út. Nú er farið að styttast í næstu Airwaves-hátíð. Á hverju ári spila þar nýjar sveitir sem ekki hafa sent frá sér plötu. Sumar þeirra vekja mikla athygli á hátíð- inni, en hvað svo? Trausti Júlíusson tók stöðuna á nokkrum þeirra nýju sveita sem vöktu mesta athygli á Airwaves 2007. Iceland Airwaves-hátíðin hefur alltaf snúist að miklu leyti um það að uppgötva nýja tónlistarmenn. Erlendu bransagestirnir eru spenntastir fyrir íslensku lista- mönnunum, en íslenskir tónlistar- áhugamenn gera ekki síður upp- götvanir. Það eru mörg dæmi um tónlistarmenn sem hafa spilað á Airwaves og slegið í gegn skömmu seinna. Upp í hugann koma erlend nöfn eins og The Rapture, Hot Chip, TV on the Radio og Klaxons, en hátíðin hefur verið mörgum íslenskum listamönnum mikil lyftistöng líka, má þar nefna Bloodgroup, Dr. Spock, Mugison og Trabant. En hvernig hefur nýliðum síðustu Airwaves-hátíðar reitt af? Frá Götu um víðan völl Fimm af erlendu nýliðunum sem spiluðu á síðustu hátíð hafa síðan sent frá sér sína fyrstu plötu. Fyrsta í þeim hópi skal nefna rokk- sveitina Boys in a Band frá Götu í Færeyjum. Hún tók þátt í hljóm- sveitakeppninni Global Battle of the Bands fyrir hönd Færeyja í desember síðastliðnum og bar sigur úr býtum. Eftir áramótin tók hún svo upp sína fyrstu plötu, Black Diamond Train, í London undir stjórn Ken Thomas. Platan kom út fyrir nokkrum vikum og er hreint út sagt frábær rokkplata. Önnur sveit sem vakti töluverða athygli á Airwaves í fyrra er kammerpoppsveitin Ra Ra Riot frá Syracuse í New York-ríki. Hún spilaði sína fyrstu tónleika á South by Southwest 2007 og átti aðeins að baki EP-plötu þegar hún steig á svið á Clash-kvöldinu á Nasa í fyrra. Fyrsta stóra platan hennar, The Rumb Line, er nýkomin út og hefur fengið fína dóma, meðal ann- ars hjá Pitchforkmedia sem segir plötuna sýna að sveitin ætli að lifa af fráfall trommuleikarans John Ryan Pike sem lést í júní 2007, en hann hafði verið atkvæðamikill lagasmiður í sveitinni. Gróska á Moshi Moshi-kvöldum Það hafa leikið ferskir straumar um Moshi Moshi-kvöldin á Air- waves undanfarin ár. Árið í fyrra var engin undantekning. Þrjár af þeim sveitum sem spiluðu þar hafa nýverið sent frá sér sína fyrstu plötu. Fyrst til þess var The Teen- agers. Hún hafði þegar slegið í gegn á Myspace með lögunum The Homecoming og Fuck Nicole þegar hún tróð upp á Nasa. Platan hennar Reality Check sem kom út í mars er í sama stíl – hraðsoðin og gredduleg. Skemmtileg á köflum, en algjör skyndibiti. Sama kvöld spilaði enska sveitin Friendly Fires. Hún sendi frá sér sína fyrstu plötu síðastliðinn mánudag hjá XL-fyrirtækinu. Frumburðurinn sem ber nafn sveitarinnar er nokkuð þétt pönk- fönk keyrsla og hefur fengið fína dóma. Það pirrar mig samt ennþá hvað bandið er líkt The Rapture. Önnur ensk sveit, Late of the Pier, lokaði Moshi Moshi-kvöldinu í fyrra. Fyrsta platan hennar, Fant- asy Black Channel, kom út í ágúst. Hún er frábær samsuða ólíkra teg- unda tónlistar eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Íslenska deildin En hvað með íslensku böndin? Nokkrar af stjörnum síðustu hátíð- ar eru búnar að gefa út eða með plötu á leiðinni. Hjaltalín skilaði sínu meistaraverki í lok síðasta árs, Ultra Mega Technobandið Stefán sem var eitt af stóru nöfn- unum á Airwaves bæði 2006 og 2007 er loks búið að koma út sinni fyrstu plötu, Circus, og plötur með Motion Boys og Retro Stefson eru tilbúnar. FM Belfast, Steed Lord, 1985! og fleiri fylgja svo vonandi á eftir. Og svo fer maður að hita upp fyrir alla Airwaves-nýliðana á næstu hátíð sem fer fram 15.-19. október. Þokkalegasta uppskera LATE OF THE PIER Stendur undir væntingunum sem Airwaves-tónleikarnir vöktu á nýju plötunni. THE TEENAGERS Hraðsoðið og greddu- legt. > Í SPILARANUM Brian Wilson - That Lucky Old Sun New Kids on the Block - The Block Fujiya & Miyagi - Lightbulbs Okkervil River - The Stand ins Emilíana Torrini - Me and Armini BRIAN WILSON EMILÍANA TORRINI Kings of Leon hafa ákveðið að kynna væntanlega plötu sína, Only by the Night, með röð af heimagerðum mynd- böndum. Hljómsveitin mun birta eitt mynd- band daglega á vefsíðu sinni þangað til platan kemur út, 22. september. Eiga myndböndin að gefa áhugasömum sýn inn í líf hljómsveitarinnar. Myndböndin sýna meðal annars frá upptökuferli plötunnar, myndefni frá gerð myndbands við smáskífuna Sex on Fire mun birtast, sjá má móður bræðranna syngja með þeim og kynning á afa þeirra verður einnig sýnd. Myndefnið verður svo klippt saman og látið myndskreyta lagið Crawl, sem fylgir lúxus-útgáfu plötunnar á iTunes. Ætti þetta uppátæki að ýta enn frekar undir eftirvæntingu aðdáenda, en seinasta plata sveitarinnar, Because of the Times, sló rækilega í gegn. - kbs Kings með heimavideo HITA UPP Kings of Leon kyndir undir nýrri plötu með myndböndum á netinu. > Plata vikunnar Primal Scream - Beautiful Future ★★★ „Þó að smekkvísin sé á sínum stað á Beautiful Future er platan of tilþrifalítil til að komast í hóp með bestu plöt- um Primal Scream.“ TJ Í ágústbyrjun fóru menn að spek- úlera í því hvort lag, sem lekið hafði á netið, væri úr samstarfi The Streets og Muse. Því til sönn- unar voru fundin orð Matts Bella- my um að hann væri til í að mynda breskt svar við Rage Against the Machine með Mike Skinner, sem er betur þekktur sem The Streets. Spekúlasjónir manna reyndust réttar en nú hefur Skinner ákveð- ið að eyða laginu, Who Knows Who, af lagalistanum á nýrri plötu sinni, Everything Is Borrowed. Skinner sagði við Daily Star að lagið hefði virst ósvikið og skemmtilegt í fyrstu. Plötufyrir- tæki hans hefði hins vegar orðið of spennt fyrir samstarfinu og því hafi hann hent því. „Mér fannst lagið ekki það gott hvort eð var,“ er haft eftir Skinner. Hann virðist almennt illa fyrir kallaður þessa dagana en í viðtali við Guardian sagði hann Every- thing Is Borrowed síðustu plötu The Streets þar sem hann væri „búinn að fá miklu meira en nóg“ af því nafni og öllu sem því tengd- ist. - kbs Skinner búinn að fá nóg af Streets VILL LOSNA VIÐ STREETS-NAFNIÐ Mike Skinner hefur fengið sig fullsaddan. V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já 9. hver vinnur! Frumsýnd 5. september

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.