Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 36
28 5. september 2008 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 5. september ➜ Tónleikar 19.00 Ítalska hljómsveitin Raein spilar í Kaffi Hljómalind. Einnig koma fram Gavin Portland, Rökkurró og Skítur. ➜ Opnanir 18.00 Fjölleikar Ilmur Stefáns- dóttir opnar sýningu í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum, Reykjanesbæ. Sýningin stendur til 19. október. 18.00 Gallery Marló, Laugavegi 82, er opnað formlega í dag. Í gall- eríinu verður lögð sérstök áhersla á teikningar og grafíkverk. 19.00 Gæti tafið framkvæmdir á Suðurnesjum er heiti á sam- starfsverkefnis myndlistarmanna og myndlistarnema í Listaháskóla Íslands. Alls koma fimmtán manns að verkefninu. Sýning á verkum þeirra er í sýningarsal Suðsuðvestri, Hafnargötu 22, Reykanesbæ. ➜ Fyrirlestrar 15.15 Er siðfræði þörf Páll Skúlason prófessor heldur fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni. ➜ Dansleikur Festival er ný hljómsveit sem mun í kvöld halda sinn fyrsta dansleik á Kaffi Duus í Reykjanesbæ. Hljómsveitin mun einnig spila á morgun. ➜ Myndlist Victor Rodriguez Losano sýnir verk í versluninni B-Home, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ. Rainbow Clippings Í START ART sendur yfir sýning á hljóðljóði eftir Magnús Pálsson. Sýningu lýkur 24. september. START ART, Laugavegi 12b. Opið þri. til lau. kl. 13-17. ➜ Útgáfutónleikar 20.00 Mammút heldur útgáfu- tónleika í Iðnó. Einnig kemur fram raflistarmaðurinn Klive. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Stúdentadansflokkurinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár og munu inntökupróf í flokkinn fara fram á morgun kl. 16 í húsnæði Klassíska listdansskólans að Grensásvegi 14. Helena Jónsdóttir var listrænn stjórnandi Stúdentadansflokksins á fyrsta starfsári hans. Undir stjórn hennar setti flokkurinn upp dans- leikhúsverkið Sannar ástarsögur. Annað starfsár flokksins tók Tony Verzich við honum og nú í vetur mun danshöfundurinn Andreas Constantinou taka við starfi list- ræns stjórnanda. Áætlað er að æfingar verði tvisvar í viku og að lögð verði áhersla á dansleikhús. Flokkurinn hefur tekið að sér ýmis verkefni um árin og státar af öflugum hópi fólks sem hefur áhuga á listsköpun samhliða aka- demísku námi. Allir nemar eru vel- komnir í prufurnar, enda er vonast eftir fjölbreyttum hópi dansara. - vþ Prufur í dansflokk STÚDENTADANSFLOKKURINN Býður nemum upp á listræna útrás samhliða námi. Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofn- aði hópinn fyrir um ári ásamt leik- húsframleiðandanum Mari Rette- dal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýning- unni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised“-vinnuað- ferð, en í henni er samvinna í for- grunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid,“ útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpers- óna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised“ aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á.“ Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmanna- eyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised“ verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkam- inn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundún- um nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslands- förina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku.“ Síðustu tvær sýningarnar á þess- ari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strand- götu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is Síbreytileg og brotakennd BROTAKENND PER- SÓNA Vala Ómars- dóttir í hlutverki sínu sem Maddid.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.