Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 5. september 2008 23 Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á mynd- um er fylgdu Teofani-sígarettum á árunum 1929 og 1930. Safn- ið á nokkrar ómerktar myndir og biður lesendur Fréttablaðsins um aðstoð. Á vef Kvennasögu- safnsins, www.kvennasogusafn. is/Teofani/Teofani/Teofani.htm er hægt að skoða allar myndirnar. Ef einhver ber kennsl á stúlkurnar er hann beðinn að hafa samband við Kvennasögusafnið í síma 525 5779 eða í tölvupósti á netfangið audurs@bok.hi.is. Þessar tvær myndir eru birtar aftur vegna sumarleyfa Kvennasögusafnsins í ágúst. Þekkir einhver þessar stúlkur? Þennan dag árið 1972 réðst vopnaður hryðjuverkahópur, sem kallaði sig Svarti september og hafði tengsl við frelsis- hreyfingu Fatah, inn í ólympíuþorpið í München og tók ís- raelsku keppendurna á Ólympíuleikunum til fanga. Þátt- taka Ísraela á Ólympíuleikunum í München átti að vera táknræn því aðeins 27 ár voru liðin frá endalokum seinni heimsstyrjaldarinnar og helförin gegn gyðingum var fólki enn í fersku minni. Áður en yfir lauk hafði hryðjuverkahópurinn myrt ellefu ísraelska frjálsíþróttamenn, þjálfara þeirra og þýskan lög- regluþjón. Fimm af átta meðlimum Svarta september voru drepnir þegar lögreglan reyndi að frelsa ísraelsku keppend- urna. Þeir þrír hryðjuverkamenn sem eftir lifðu voru hand- teknir. Þeim var seinna sleppt úr haldi eftir að hryðjuverka- hópur rændi flugvél þýska fyrirtækisins Lufthansa. Ísraelar hefndu morðanna á íþróttamönnunum með flugárás á Líbanon árið 1973 og með því að skipuleggja morðin á þeim sem skipulögðu hryðjuverkaárásina í München árið 1972. ÞETTA GERÐIST 5. SEPTEMBER 1972 Svartur september í München Ráðstefna um strúktúralisma í mannvísindum fer fram við Há- skóla Íslands á morgun í tilefni af aldarafmæli franska mannfræð- ingsins Claude Lévi-Strauss. Lévi-Strauss er af mörgum tal- inn vera einn helsti kenninga- smiður í mannfræði, en hann notaði aðferðir málvísinda til þess að varpa nýju ljósi á starf- semi mannshugans, menningu og samfélag. Á meðal verka hans eru La Pensée Sauvage sem kom út árið 1962, og er af mörgum talið vera mikilvægasta verk hans, Mythologiques, sem samanstendur af fjórum bindum, L’Homme nu (1971), Les struct- ures élémentaires de la parenté (1969), Structural Anthropology (1977) og Totemism (1969). Fluttir verða sjö fyrirlestrar á ráðstefnunni. Aðalfyrir lesarar verða Philippe Descola, sem tók við embætti Lévi-Strauss við Collège de France, og Margaret Lock, prófessor við McGill-háskóla í Kanada. Flestir fyrirlestranna fara fram á ensku. Ráðstefnan verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands frá klukkan 10 til 16. Ráðstefnan er öllum opin. Sjá nánar á www.hi.is. Einn helsti kenn- ingasmiðurinn MENNTUN Ráðstefna um strúktúralisma í mannvísindum fer fram við Háskóla Íslands um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA AFMÆLI Rose McGowan leikkona er 35 ára. Raquel Welch leikkona er 68 ára. Michael Keaton leik- ari er 57 ára. George Lazenby leikari og fyrrver- andi James Bond er 69 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.