Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 25
LJÓSANÓTT fer fram í Reykjanesbæ um helgina en þessi árlegi við- burður dregur að sér fólk víðs vegar af landinu. Dagskráin er fjölbreytt að vanda og lýkur með flugeldasýningu og lýsingu Bergsins. Allar nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vefsíðunni www.ljosanott.is. Margrét Baldursdóttir tölvunar- fræðingur er ein þeirra 22 kvenna sem stofnuðu í fyrrahaust styrktar- félagið Göngum saman sem hefur það að meginmarkmiði að safna fé til íslenskra rannsókna á brjósta- krabbameini. Nú hefur félagið eflst og breiðst út um landið og á sunnudag verður gengið á vegum þess bæði í Elliðaárdalnum og í Kjarnaskógi á Akureyri. Fullorðnir greiða 3.000 króna þátttökugjald. „Við vonumst til að margir komi með okkur og gangi fyrir góðan málstað,“ segir Margrét. Hún hvetur fólk til að skrá sig á heima- síðu félagsins og þar getur það merkt við að fá kröfu í heimabank- ann. Aðrir eru beðnir um að taka með sér 3.000 krónur. En hvar verður lagt upp og hvert verður farið? „Það verður lagt upp frá Árbæjar- kirkju og endað þar líka. Lagt af stað klukkan 10.30. Við bjóðum upp á þrjár vegalengdir; tíu kíló- metra, sjö og þrjá. Þetta verður fjörug og skemmtileg ganga. Það verður músík og blöðrur og hress- ing í boði. Þeir sem fara lengri vegalengdirnar eiga leið framhjá húsakynnum Orkuveitunnar neðst í Elliðaárdalnum og hún ætlar að vera svo elskuleg að opna sínar dyr.“ Margrét segir einnig gengið á Akureyri, í Kjarnaskógi, og lagt upp frá hátíðasvæðinu. „Sú ganga hefst klukkan 11 og boðið upp á þrjár vegalengdir. Vífilfell verður með drykki og ég efast ekki um að þar verði líka mikið fjör.“ Margrét segir mikið að gerast í krabbameinsrannsóknum á Íslandi. „Göngum saman-hópurinn veitti þriggja milljóna króna styrk strax á fyrsta starfsári og við höfum sett okkur það mark að veita fjórar milljónir nú í október. Ég veit að tíu umsóknir bíða nefndar innar, þannig að féð fer í gott málefni og við leggjum megin- áherslu á að allt göngugjaldið renni óskipt í styrktarsjóðinn.“ Margrét tekur fram að félagið sé með skipulagðar göngur einu sinni í viku og þær eru auglýstar á heimasíðunni www.gongum saman. is gun@fréttabladid.is Þetta verður fjörug og skemmtileg ganga Fjöldagöngur verða á tveimur stöðum á landinu á sunnudaginn undir merkjum félagsins Göngum saman. Þær eru til heilsueflingar og fjáröflunar til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Margrét er einn frumkvöðla styrktarfélagisins Göngum saman sem safnar fé til íslenskra rannsókna á brjóstakrabbameini. Hún er í bol sem félagið hefur látið fram- leiða. Slíkir bolir verða seldir við göngurnar á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þegar sumir þurfa að pakka saman og hætta, þá er Veiðiportið að stækka. Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir besta sumarið til þessa. Útsalan er hafi n! Veiðiportið • Grandagarði 3 • 101 Reykjavík • S: 552 9940 Léttar veitingar í boðiharðfi skur & ölEr ekki kominn tími til að fá sér öndunarvöðlur? Öndunarvöðlur á 14.990kr ! Var HEITT í sumar? F A B R I K A N Múffur að hætti Jóa Fel Gulrótarmúffur Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Föstudagskvöld: Rúni Júl leikur fyrir gesti Þórir Baldursson leikur á píanó + ítalskt hlaðborð Laugardagskvöld: Vítamín leikur fyrir gesti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.