Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 46
38 5. september 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Silfurdrengurinn Sturla Ásgeirsson kom heim til Íslands í gær frá Þýskalandi þar sem hann hefur verið að æfa með þýska félaginu Düsseldorf en það leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. Sturla hefur undanfarin ár leikið með AGF í Danmörku en ákvað að söðla um. Á tímabili leit út fyrir að Sturla væri á leiðinni til Íslands á ný en þá kom Düsseldorf inn í dæmið og nú bendir flest til þess að Sturla leiki þar í vetur. „Mér leist bara vel á þetta. Þeir voru þess utan mjög jákvæðir í minn garð og sögðust ætla að senda mér tilboð á næstu dögum. Ef það er eitthvað í líkingu við það sem talað var um er ég væntanlega á leiðinni til Þýskalands,“ sagði Sturla við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýlentur í Keflavík. Þessi tíðindi eru ekki góð fyrir HK, sem var að vonast eftir því að semja við Breiðhyltinginn. „Aðstæður þarna úti eru fínar. Kannski ekki alveg eins góðar og í Danmörku enda var allt í hæsta klassa þar,“ sagði Sturla. Düsseldorf var ekki fjarri því að komast upp í þýsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Markmið félagsins er því að gera enn betur í vetur og tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. „Liðið hefur svo sem ekkert verið að styrkja sig. Á móti kemur að það er nokkurn veginn sami mannskapur og í fyrra sem var næstum því búinn að tryggja sig upp í úrvalsdeildina. Það verður því vonandi ekkert miðjumoð hjá liðinu heldur bara toppbarátta,“ sagði Sturla, sem mun væntanlega bíða spenntur eftir því að fá tilboðið í hendurnar. Hann er enn með allt sitt hafurtask í Danmörku enda næsti áfangastaður ekki ákveðinn. Hann mun þó dvelja hér heima hjá foreldrum sínum næstu daga og líkar það vel. „Það er alveg æðislegt að vera á hótel mömmu. Ekkert sem toppar það,“ sagði Sturla kátur en hann stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti úti í Peking. Var hent út í djúpu laugina í fyrsta leik gegn Rússum og stóð sig með miklum sóma. HANDKNATTLEIKSKAPPINN STURLA ÁSGEIRSSON: VÆNTANLEGA Á FÖRUM TIL DÜSSELDORF Sturla bíður eftir tilboði frá Þýskalandi > West Ham svarar Curbishley Ásgeir Friðgeirsson, aðstoðarstjórnarformaður West Ham, svaraði gagnrýni Alans Curbishley, fyrrverandi knattspyrnu- stjóra félagsins, á hendur stjórn West Ham í viðtali við BBC Sport í gær. Curbishley sagði starfi sínu lausu í fyrradag og kvaðst hafa verið nauðbeygður til þess vegna trúnaðar- brests stjórnarinnar og að hann hefði ekki fengið að vera með í ráðum í sambandi við leikmannamál félagsins. Ásgeir vísar þeim ásökunum á bug. „Á fundi í apríl var farið yfir framtíðarplön West Ham þar sem var ákveðið að skera þyrfti niður launakostnað og ákveðin upphæð til leikmannakaupa fyrir tímabilið var samþykkt, bæði af stjórninni og Curbishley. Það hefði verið réttmætt hjá honum að gera athugasemdir þá, en það gerði hann ekki,“ segir Ásgeir. Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun! Hefst 22. sept. nk. og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Tekur 8 vikur og er námskeiðsgjald kr. 24.000.- Skráning fyrir 18. sept. á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Nánari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is Sjá einnig á www.isi.is 6. september á Ljósanótt í Reykjanesbæ Flögu tímataka Kort af hlaupaleið er á hlaup.is Hálfmaraþon (ræsing kl. 10:30) 10 km hlaup (ræsing kl. 11:15) 3,5 km skemmtiskokk (ræsing kl. 11:20) Verðlauna afhending kl. ca. 13:00 Skráning er hafin í Lífsstíl s: 420 7001 FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdótt- ir varð fyrsti knattspyrnumaður- inn til þess að skora tuttugu mörk fyrir íslenskt lið í Evrópukeppni þegar hún skoraði þrennu í stór- sigri Valskvenna í opnunarleikn- um í Evrópuriðli sínum í Sala í Sló- vakíu í gær. Margrét Lára skoraði öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleik en hún lagði auk þess upp tvö mörk fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur. Margrét Lára hefur nú skorað 21 mark í Evrópukeppni í aðeins tólf leikj- um. Hún hefur enn fremur skorað í öllum sex leikjum sínum í undan- riðlinum, samtals tólf mörk. Spiluðu rosalega vel „Þetta var kannski ekki eins mikil mótspyrna og við bjuggumst við en við spiluðum rosalega vel og það var gott að byrja á góðum sigri. Það er frábært að vinna fyrsta leikinn og setja með því pressu á hin liðin í riðlinum,“ segir Margrét Lára. Hún segir Valsliðið einnig gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að vinna á móti áhrifum hitans sem er mikill í Slóvakíu þessa dag- anna. Gríðarlega heitt „Það var gríðarlega heitt og það var eitthvað um 30 gráður. Við erum líka að spila þarna á milli ellefu og eitt sem er heit- asti tími dagsins. Við látum það ekkert á okkur fá enda höfum við lent áður í því að spila í miklum hita,“ segir Margrét Lára. Valsliðið lenti í hremmingum á leið- inni út, þær misstu af flugi og stór hluti hópsins endaði á að fá ekki töskurnar fyrr en sólarhring seinna. Margrét Lára var ein af þeim. „Ég var ein af þeim sem fengu töskuna seint. Maður var í fötum af samherjum sínum en við reynd- um að fara ekki út í neitt neikvætt heldur halda okkar striki. Það er líka frábært að sjá hvernig þessi hópur er vel samstilltur og lætur ekkert hafa neikvæð áhrif á sig. Þetta slapp fyrir horn,“ sagði Margrét Lára, sem var sem betur fer búin að fá markaskóna sína fyrir leikinn. Lék bara í klukkutíma Margrét Lára lék bara fyrsta klukkutímann í gær enda ekki enn komin í fulla æfingu eftir sumar- langa baráttu við meiðsli. „Ég er búin að vera í meiðslum og það var gott að fá hvíldina enda eru þetta þrír leikir á stuttum tíma. Vonandi á þessi hvíld eftir að hjálpa mér í framhaldinu,“ sagði Margrét að lokum. Næsti leikur Vals er á móti heimakonum í Sala á laugardag- inn. Líkt og leikurinn í gær fer hann fram klukkan 11, eða klukk- an 9 að íslenskum tíma. ooj@frettabladid.is VALUR-CARDIFF 8-1 1-0 Sjálfsmark (17.), 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (23.), 3-0 Margrét Lára (27.), 3-1 (35.), 4-1 Dóra María Lárusdóttir (37.), 5-1 Margrét Lára (40.), 6-1 Dóra María (56.), 7-1 Rakel Logadóttir (64.), 8-1 Mál- fríður Sigurðardóttir (83.). Margrét Lára fyrst í 20 Evrópumörk Valur vann stórsigur, 8-1, á velsku meisturunum í Cardiff City í fyrsta leik liðsins í undanriðli Evrópukeppn- innar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik og Dóra María Lárusdóttir skoraði 2 mörk. FRÁBÆR BYRJUN Valskonur unnu stórsigur í fyrsta leik sínum í Evrópu- keppnini í ár og Margrét Lára átti þátt í 5 af 8 mörkum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Kevin Keegan er hættur sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þar með hafa tveir stjórar hætt með lið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins þrjár umferðir séu búnar af tímabilinu. Líkt og með Alan Curbishley hjá West Ham er það slæmt samkomu- lag við stjórnina sem veldur því að Keegan ákvað að stökkva frá borði. „Ég hef unnið að því að finna leið fram á við í samskiptum mínum við stjórnina en því miður tókst ekki að finna viðunandi lausn. Það er mín skoðun að knattspyrnustjóri verði að fá frið til þess að stjórna liðinu og að stjórn félags geti ekki þröngvað upp á hann leikmönnum sem hann vill ekki fá,“ sagði Keegan í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. Hann hafði ekki mætt á æfingu hjá liðinu síðan félaga- skiptaglugganum var lokað en Keegan var mjög ósáttur við að félagið væri að reyna að selja Joey Barton og Michael Owen. „Ég vonast til þess að Newcastle gangi vel í framtíð- inni og ég finn mikið til með leik- mönnum, starfsfólki og ekki síst stuðningsmönnunum. Það var bara engin önnur leið möguleg fyrir mig,“ sagði Keegan enn fremur í yfirlýsingu sinni en 200 reiðir stuðningsmenn voru þegar mættir fyrir utan St. James Park þegar fréttir bárust um að hann væri hættur. Newcastle hefur haldist illa á stjórum síðan Keegan hætti í fyrra skiptið árið 1997 en þá hafði hann verið stjóri liðs- ins í fimm ár. Kenny Dalglish, Ruud Gullit, Sir Bobby Robson, Graeme Souness, Glenn Roeder og Sam Allardyce reyndu allir fyrir sér hjá liðinu áður en Keegan sneri aftur. - óój Newcastle missti enn einn knattspyrnustjórann í gær: Keegan hætti síðan eftir allt saman FÓTBOLTI Ísland mætir Norð- mönnum á laugardaginn í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Suður-Afríku 2010. Samkvæmt fjölmiðlum í Noregi ætlar Åge Hareide að stilla upp sókndjörfu liði þar sem John Carew (Aston Villa) og Thorstein Helstad (Le Mans) verða fremstir en Steffen Iversen (Rosenborg) er síðan fyrir aftan þá. Þessir þrír kappar hafa saman skorað 49 mörk fyrir Noreg, Carew er með 21 mark í 71 leik, Iversen hefur skorað 19 mörk í 73 leikjum og Helstad er síðan með 9 mörk í 30 leikjum. - óój Lið Norðmanna gegn Íslandi: Sókndjarft lið? MÁLIN RÆDD John Carew og landsliðs- þjálfarinn Åge Hareide. NORDICPHOTOS/AFP ÓSÁTTUR Kevin Keegan. KÖRFUBOLTI Þrjú hraðmót fara fram í körfuboltanum um helgina. tvö æfingamót fara fram í Reykjanesbæ um helgina í tengslum við hátíðina Ljósanótt og þá fer einnig fram hið árlega hraðmót Vals. Það eru átta lið (fjögur úrvalsdeildarlið) sem taka þátt í hraðmóti Vals en úrslitaleikurinn er klukkan 16 á sunnudaginn. Körfuboltafólk í Reykjanesbæ heldur upp á Ljósanótt með körfuboltamótum. Í Toyota- Höllinni verður mót í karlaflokki þar sem Njarðvík, KR og Grindavík taka þátt auk heima- manna. Það verður einnig hraðmót hjá konunum sem fer fram í íþróttahúsi Keilis á Vallarheiði. Þar eru með Grinda- vík, Keflavík, Haukar, Fjölnir, Valur og KR auk Njarðvíkur. - óój Þrjú hraðmót um helgina: Karfan af stað STUÐ Á LJÓSANÓTT Fjögur af bestu liðum landsins spila í Toytota-höllinni um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.