Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 20
20 5. september 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Auglýsendur athugið! Yfirburðir Fréttablaðsins umfram bæði Morgunblaðið og 24 stundir eru mjög miklir í nánast öllum aldurshópum. Hvar er þín auglýsing? Fréttablaðið tryggir þér aðgang að rúmlega 45 þúsund fleiri lesendum en Morgunblaðið og rúmlega 25 þúsund fleiri lesendum en 24 stundir í aldurshópnum 18-49 skv. nýjustu könnun Capacent. Fréttablaðið Morgunblaðið 24 stundir 0 2000 4000 6000 8000 10000 12000 14000 16000 12–14 ára 15–19 ára 20–24 ára 25–29 ára 30–34 ára 35–39 ára 40–44 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–64 ára 65–69 ára 70–74 ára 75–79 ára Allt sem þú þarft... ...alla daga SPOTTIÐ UMRÆÐAN Andrea Róbertsdóttir skrifar um verkfall ljósmæðra Ég var sett í gær, fyrsta í verkfalli. Áhugi minn á verkfalli ljósmæðra litast því af líkamlegu ástandi mínu en ekki síður vegna réttlætiskenndar og bakgrunns í námi. Ég styð kröfur ljósmæðra, sérstak- lega þegar stóra myndin er skoðuð. Hvað á ég við? Jú, konur hafa jafnað metin við karla hvað varðar atvinnuþátttöku á Íslandi og hafa heldur betur sótt í sig veðrið er kemur að menntun. Sú spurning á því fyllilega rétt á sér hvers vegna minna er gert úr mannauði kvenna þegar litið er til menntunar, reynslu og þjálfunar? Öll viljum við sömu tækifæri fyrir syni okkar og dætur. Samningsaðilar eiga kannski eftir að eignast börn sem vilja gegna þessu mikilvæga starfi sem starf ljósmæðra er. Viðbrögð ríkisins ættu að vera í takt við það. Mér finnst það gersamlega óskiljanlegt hversu ódýrt vinnuafl ljósmæður eru og skandall að innan svokallaðra kvennastétta megi finna hámenntað útsölustarfs- fólk. Allt snýst þetta jú um virði starfa og vaknar því sú spurning hvort ekki sé mikilvægt að endurskilgreina hvað sé gott og flott. Einstakling- ar innan mikils metinna stétta verðskulda margir hverjir ofurlaunin, látum það liggja milli hluta, en raunsæ tala þarf að vera í umslagi ljósmæðra. Í máli ljósmæðra má heyra að þær fá mikið út úr starfi sínu í formi gleði og að hún sé ástæða fyrir því að þær hafa ekki sagt skilið við stéttina. Gott og vel, en á einhverju þarf fólk að lifa á og ná endum saman. Ekki er það gert með gleðinni einni saman. Hvað segja ljósmæður? „Ég borgaði reikningana með starfsánægju og í kvöld er gratíneruð gleði í matinn …“ Við ólíkar aðstæður koma börn í heiminn um alla veröld og þess vegna ætti mér að takast þetta. Það er ekki aftur snúið, það er nokkuð ljóst. Undirmönnun og starfsfólk undir miklu álagi er þó nokkuð sem mér finnst lítið spennandi þegar kemur að stóru stundinni og aldrei bjóst ég við að til verkfalls kæmi. Nú er bjúgurinn að ná hámarki, verkfall skollið á og skilaboð samningsaðila misvísandi hvað fæðingarþjónustuna varðar og því erfitt að átta sig almennilega á stöðunni. Ég vona að neyðarþjónustan byggi ekki á listum sem fengnir eru af Þjóðminjasafninu, en þeir eru klárlega úreldir ef þeir taka ekki tillit til deilda eins og Hreiðursins sem er nú lokað. Á meðan það er engin undanþága á Suðurnesjum og Selfossi utan dagvinnutíma verður væntanlega einnig smellt upp færibandi á Landspítalanum. Ég efast ekki um að allir sem þar starfa gera sitt besta miðað við stöðu mála en eru svona aðstæður ekki ávísun á eitthvað skelfilegt? Ég hugsa í hið minnsta að barnshafandi konur verði að vinda sér í fæðinguna af enn meira æðruleysi en ella. Á ákveðnum tímapunkti hefur ljósmóðir verið mikilvægasta manneskjan í lífi okkar allra. Þess vegna er þetta mál okkar allra. Ljósmæður berjast fyrir að fá laun sín leiðrétt í samræmi við mennt- un sína og laun sambærilegra stétta hjá ríkinu. Hvar er stjórnarsáttmálinn nú? Og hvenær er rétti tíminn til að standa við loforðin? Endalausar auglýsingar eftir týndum loforðum um jafna stöðu kynjanna eru orðnar rispaðar og þreytandi. Verðleggjum hin svokölluðu kvennastörf upp á nýtt í takt við mikilvægi þeirra. Höfundur er félags- og kynjafræðingur, með MS í mannauðsstjórnun og verðandi móðir. Að borða starfsánægju í öll mál ANDREA RÓBERTSDÓTTIR S ennilega hefur ádeilan um aðgerðaleysi bitið meir í ríkis stjórnina en flest annað síðustu mánuði. Með því að ríkis stjórnin hefur sannarlega aðhafst sitthvað til þess að bregðast við aðsteðjandi efnahagsvanda er vel skiljan legt að aðgerðaleysishugtakið hljómi eins og hvellandi bjalla í eyrum forystumanna stjórnarflokkanna. Vel má þó vera að forsætisráðherrann hafi ljáð hugtakinu vængi þegar hann í kerskni svaraði því til á miðju sumri að vöruskiptahallinn hefði einmitt minnkað af þeim sökum. Hér skiptir máli til hvers aðgerðir eru ætlaðar. Mikilvægast er að ríkisstjórnin reyni ekki að hafast það að sem er ógerlegt eða óráðlegt. Aðgerðaleysi um þá hluti er í almannaþágu. Það kaupmáttarstig sem þjóðin bjó við fyrir ári var án inni- stæðu. Það fékkst með lántökum sem endurspegluðust í óhóf- legum viðskiptahalla. Gengi krónunnar féll af þeim sökum. Kjaraskerðingin sem gengisfallinu fylgir er óumflýjanleg. Aðgerðir til að fela þá staðreynd gera illt verra. Hvers vegna þá að kalla eftir þeim? Í efnahagsumræðu síðustu daga hafa ýmsir forystumenn í stjórnmálum átalið aðgerðaleysi leiðtoga stjórnarflokkanna gagnvart þessari staðreynd. Hvað sem um stjórnina má segja er það styrkur hennar fremur en veikleiki þegar öllu er á botninn hvolft að hafa ekki gert tilraun til slíkra aðgerða. Það eina sem ekki má gerast við núverandi aðstæður er að hjól víxlhækkana kaupgjalds og verðlags fari í gang. Þegar horft er til yfirlýsinga forystumanna verkalýðsfélaganna er það sem þeir hafa ekki sagt ef til vill mikilvægara en hitt sem þeir hafa sagt. Það lýsir ríkum skilningi þeirra og ábyrgð að trekkja ekki víxlhækkunargangverkið upp eða búa til eftirvæntingu þar um. Í þingumræðunum fyrr í vikunni hafði forsætisráðherrann einn kjark til að segja þessa staðreynd umbúðalaust. Lífskjörin batna á ný með aukinni verðmætasköpun og nýjum stöðugleika. Aðgerðir eiga að snúast um þau markmið. Hluti stjórnarandstöð- unnar telur hins vegar að um þá hluti sé stjórnin of athafnasöm. Enginn ágreiningur er síðan um þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar að styrkja gjaldeyrisforðann. Erlenda lánsfjárkreppan hefur á hinn bóginn leitt til þess að viðskiptabankarnir geta ekki veitt nægjanlegu súrefni inn í atvinnulífið með hefðbundinni lánafyrirgreiðslu. Við þeim veru- leika eru engin einföld ráð. En framhjá því verður ekki litið að takmarkaðir möguleikar stjórnvalda til aðgerða á því sviði eru sá bráðavandi sem sverfur nú helst að. Eðlilega horfa forystumenn bæði atvinnufyrirtækjanna og launafólksins til ríkisstjórnar innar um þetta úrlausnarefni. Það verður að leysa án þess að skattgreið- endur taki á sig ábyrgð á þeim sem óvarlegast hafa farið. Loks á ríkisstjórnin eftir að sýna fjárlögin. Þar er þörf á miklu aðhaldi. Brýnna er að gefa atvinnulífinu svigrúm en opinberum umsvifum. En stærsti vandi stjórnarflokkanna liggur í því að trúverðug rök hafa ekki verið færð að því að unnt sé að tryggja viðunandi fjármálastöðugleika með krónunni. Niðurstaðan er sú að stjórnin verður ekki með gildum rökum sökuð um aðgerðaleysi. Hún hefur haft bein í nefinu til að hafna stundarvinsældaaðgerðum sem grafa undan langtímamarkmið- um um stöðugleika. En á hinn bóginn hefur hún ekki sýnt allar þær lausnir sem eðlilega er kallað eftir við ríkjandi aðstæður. Af aðgerðum og aðgerðaleysi: Hvað á að gera? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Minnihlutapólitíkin Engar gjörðir meirihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur eru svo smáar eða lítilfjörlegar að Samfylk- ingin og VG láti þær ekki til sín taka og reyni að gera úr þeim svolítið mál. Nýjast er að efast um að Guðlaugur Sverrisson hafi kjörgengi til þess að sitja sem varamaður Framsóknar flokksins í borgarráði. Hafa Svandís og Dagur aflað álits skrifstofustjóra borgarstjórnar en í því segir að óvissa ríki og að heppilegt sé að skera úr um hana í samþykktum. Virðing borgarstjórnar Yfir þessu kætast þau og segja það ekki til þess fallið að auka virðingu borgarstjórnar að meirihlutinn láti óátalið að varamaðurinn sitji borgarráðsfund þegar efa- semdir ríki um kjörgengi hans. Vel má vera að virðing Svandísar og Dags gagnvart borgar- stjórn aukist ekki við þetta en hér skal fullyrt að virðing almennings gagn- vart borgarpólit- íkinni byggist á öðru og meiru. Virðing Framsóknar Á hinn bóginn er líklegt að sú staðreynd að Guðlaugur – sem var í fjórtánda sæti á lista í síð- ustu kosningum – er varamaður í borgarráði verði ekki til að auka sérstaklega virðingu fólks fyrir Framsóknarflokknum. Vel má vera að hann sé allra manna hæfastur til að vera formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur en furðulegt er að fólki sem var ofar á lista en hann sé ekki treyst til að sitja á varamannabekknum fyrir Óskar oddvita í borgarráðinu. bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.