Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 34
26 5. september 2008 FÖSTUDAGUR NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég prjónaði þetta teppi fyrir litla engilinn sem er á leiðinni! Vá! Takk fyrir! Við erum að fara að eignast barn, mamma! Ekki Fiat! Má ég? Já, gjörðu svo vel. Maður heldur að maður vilji vita allt sem gengur á í höfðinu á unglingnum sínum, en það er mis- skilningur. Varstu að tala við strákinn aftur? Oh hh. .. Oh hh ... Ég er „Ólafs- mælir“ Nei... Í alvöru? Hefurðu tekið eftir því að Lóa spennir alltaf fótleggina þegar maður reynir að skipta á henni? Skrýtið, hann virtist ekkert niðurdreginn í morgun! Skordýra- eitur DANSPRUFUR KONUR OG MENN! DanceCenter Reykjavík óskar eftir dönsurum með eftirfarandi dansstíl: Jazzfunk, Break, Fimleikar, Samkvæmisdansar, Nútímadans, Street, Hip Hop, Flamengo, Tangó og Magadans fyrir Madonnu sýningu á Broadway Dansprufan fer fram næsta kl. 13:30 í aðalsal Broadway! sunnudag 7. september Skráning: Allir verða að skrá sig fyrir prufu og senda ferilskrá með mynd. Skráning er með tölvupósti á nanna@dancecenter.is Nánari upplýsingar hjá Nönnu Ósk Jónsdóttur hjá DanceCenter Reykjavík eða hjá Broadway í síma 5331100 HÁRSNYRTINEMAR ATHUGIÐ Við á Rauðhettu og úlfi num getum bætt við okkur hressum og skemmtilegum nemum :) áhugasamir hafi samband við Gosa á gosi@raudhetta.is P.S Bjarni Fridzson á skilið fálkaorðu Kveðja Rauðhetta og úlfurinn Ég er forfallinn aðdáandi og áhugamaður um skyndibitamat. Eins og títt er um skyndibitanörda ráða nöfnin sem ruslréttunum eru gefin ekki minnstu um það hvað ég kýs að panta af matseðlinum. Upplifunin af ætinu getur hreinlega gjör- breyst með einum sniðugum titli. Æðstuprestar hnyttinna nafngifta erlendis hljóta að vera ísbræðurnir Ben & Jerry. Ekki hef ég tölu á því hversu oft ég keypti mér ís með „Bohemian Raspberry“ og „Cherry Garcia“ bragði þegar ég bjó erlendis. Ekki það að mér þyki hind- og kirsuber neitt sérstaklega góð. Mér fannst nöfnin bara svo ansi sniðug, og flissaði allan tímann meðan ég hesthúsaði herlegheitin. Því miður er ekki um sérlega auðugan garð að gresja hérlendis í þessum efnum. Heiðarleg undantekning er Ríkið við Snorrabraut, sem býður viðskiptavinum sínum upp á svokallaðan „Ríkis-borgara“. Gæði bitans eru aukaatriði í mínum augum. Mér myndi þykja Ríkis- borgarinn góður þótt kjötið væri af sjálf- dauðum hamstri og meðlætið samanstæði af súrsuðu söli og bláberjasultu. Nafnið er bara svo fyndið. Svo er það Nonni í Nonnabitum í Hafnar- stræti, sem eins og allir vita er einkar laginn við að gefa bátunum sínum djörf og ævin- týraleg nöfn. Skinkubátur, Lambabátur og Beikonbátur eru aðeins örfá dæmi um yfirgengilega hugmyndaauðgi Nonna á þessu sviði. En öllu má nú ofgera. Nonni virðist hafa farið gjörsamlega yfir um í flippheitum þegar hann nefndi nýjustu afurð sína á matseðlinum „NÝR BÁTUR“. En Nonni er auðvitað bestur í heimi, og fyrirgefst það sem minni spámenn fá að hanga fyrir. Hláturskast í Hafnarstrætinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.