Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.09.2008, Blaðsíða 16
16 5. september 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 372 4.081 -1,18% Velta: 4.081 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,67 -1,91% ... Atorka 4,80 -1,64% ... Bakkavör 25,80 -0,77% ... Eimskipafélagið 13,35 -4,64% ... Exista 7,15 -4,79% ... Glitnir 14,71 -1,61% ... Icelandair Group 20,40 +0,00% ... Kaupþing 700,00 -0,43% ... Landsbankinn 23,50 -0,84% ... Marel 84,90 -1,05% ... SPRON 3,40 -0,29% ... Straumur-Burðarás 8,72 -2,79% ... Össur 94,40 -0,32% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN EIK BANKI -6,20% EXISTA -4,79% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -4,64% Íslendingaliðið West Ham leitar að nýjum knatt- spyrnustjóra og dregur saman seglin í rekstrin- um. Umboðsmaður segir að mörg mistök hafi verið gerð í stjórnartíð Eggerts Magnús sonar. Mistök í kaupum á leikmönnum og óheyrilega háir launasamningar, eru meðal þeirra mistaka sem umboðsmaðurinn Kia Joorabchian segir að gerð hafi verið hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham í formannstíð Eggerts Magnús- sonar. Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hafi átt stóran þátt í mörgum þeirra ákvarðana og hann verði því að líta í eigin barm í stað þess að skella allri skuldinni á íslenska eigendur liðsins. Íslendingafélagið West Ham í Lundúnum hefur verið mikið í fréttum í Bretlandi síðustu daga, eftir að knattspyrnustjórinn Alan Curbishley sagði störfum sínum lausum og bar við trúnaðarbresti gagnvart Björgólfi Guðmunds- syni, aðaleiganda félagsins, og stjórn þess. Leikmenn hafi verið seldir frá félaginu án hans vitund- ar og lykilákvarðanir teknar af öðrum en honum. Ásgeir Friðgeirsson, varafor- maður stjórnar West Ham, vísar þeim fullyrðingum á bug. Í sam- tali við Markaðinn sagði hann aðeins unnið eftir rekstrarlegum ákvörðunum sem teknar hefðu verið á stjórnarfundi í apríl, að Curbishley viðstöddum. Ljóst hefði verið að draga þyrfti úr launakostnaði og vinna í samræmi við fjárhagsáætlun og knatt- spyrnustjóranum hefði mátt vera það fullljóst. Joorabchian hefur sagt að rekstrarerfiðleika West Ham megi skrifa á Alan Curbishley og Egg- ert Magnússon, en sagt er að launakostnaður hjá félaginu hafi farið upp í tæpar fimmtíu milljónir punda á síðasta ári. Joorabchian hefur sagt að hjá West Ham hafi einfaldlega verið of margir dýrir leikmenn á of háum launum, og sem ekki gátu komið að notum vegna meiðsla. „Fyrst verða menn að losa sig við eitthvað af þessum leikmönnum til að losa um launagreiðslur svo hægt sé að kaupa leikmenn á ný. Mér finnst dapurlegt hvað hefur gerst hjá West Ham á síðasta ári,” bætti hann við. Björgólfur Guðmundsson keypti West Ham fyrir tæpum tveimur árum í félagi við Eggert Magnús- son og var kaupverð þá sagt um níutíu milljónir punda ásamt yfir- töku skulda. Breskir fjölmiðlar segja að Björgólfur hafi til viðbót- ar sett inn ríflega þrjátíu milljónir punda í nýtt hlutafé. Eggert Magnússon lét óvænt af störfum sem formaður West Ham fyrir nokkru og hætti öllum afskiptum af rekstri félagsins. Heimildir Markaðarins herma að ósætti hafi komið upp milli þeirra Björgólfs um rekstrarákvarðanir og stjórnunarstíl. Björgólfur er nú sjálfur formaður, en Ásgeir sinnir daglegum rekstri sem varafor- maður. Hann segir reksturinn ganga vel og framtíð félagsins sé björt. Fjárfest hafi verið í góðu starfsfólki og ytri umgjörð, til dæmis með því að stórefla læknis- aðstöðu að evrópskri fyrirmynd í því skyni að draga úr meiðslatíðni leikmanna, sem bitnað hefur hart á liðinu. Leit stendur nú yfir að nýjum knattspyrnustjóra. Nafn króatíska landsliðsþjálfarans Slaven Bilic er þar sagt efst á lista, enda lék hann lengi með enska liðinu og er dáður af stuðningsmönnum þess. Ásgeir segir að ekkert sé ákveðið í þessum efnum enn, hann bíði þess að fá lista í hendur yfir mögulega kandídata í starfið og í kjölfarið verði ákvörðun tekin. bih@markadurinn.is West Ham dreg- ur saman seglin ÞEGAR ALLT LÉK Í LYNDI Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon keyptu West Ham í félagi á sínum tíma og Eggert var gerður að stjórnarformanni. Eggert vék svo óvænt og nú er Björgólfur einn eigandi og formaður félagsins. Hér eru þeir í stúkunni á heimavellinum Upton Park, ásamt eiginkonu Eggerts. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Seðlabanki Bretlands og sá á evru- svæðinu ákváðu í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum. Banka- stjórar beggja banka vísuðu til verðbólguþrýstings í hagkerfinu á sama tíma og vísbendingar eru um að hægja muni hratt á hjólum efnahagslífsins seinni hluta árs. Þessi niðurstaða kom ekki á óvart. Meiri óvissu gætti hins vegar um ákvörðunina í Bretlandi þar sem aukið atvinnuleysi og fall á fasteignaverði spilar inn í. Fast- eignaverðið féll um 12,7 prósent á milli ára í ágúst, samkvæmt upp- lýsingum fasteignalánveitandans Halifax. Þetta er mesti skellur sem sést hefur þar í landi síðan byrjað var að halda utan um töl- urnar árið 1983. - jab Óbreytt vaxtastig til varnar verðbólgunni TEKIST Á VIÐ VERÐBÓLGUDRAUGINN Jean-Claude Trichet, bankastjóri evr- ópska seðlabankans, býst við að hægja muni í evrópsku efnahagslífi á seinni hluta ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP STÝRIVEXTIR Í LÖNDUNUM Land Vextir Evrusvæðið 4,25% Bretland 5,00% Gengi evru og breska pundsins gaf nokkuð eftir eftir stýrivaxta- ákvörðun beggja vegna Ermar- sunds í gær. Evran hefur lækkað um 5,7 prósent gagnvart Banda- ríkjadal síðasta mánuðinn, samkvæmt Bloomberg-frétta- stofunni. Bandaríkjadalurinn hefur aftur á móti sótt í sig veðrið frá síðasta hausti þar sem efnahags- lægðin gekk fyrr yfir í Vestur- heimi en á meginlandi Evrópu, líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Gengi dalsins var rétt rúmar 85 íslenskar krónur í fyrsta sinn í tæp sex ár í fyrradag. Í kjölfar 0,6 prósenta veikingar krónunn- ar í gær jókst verðmæti Banda- ríkjadalsins frekar í krónum talið en þá rauf hann 86 krónu múrinn. - jab Enn styrkist Bandaríkjadalur „Það er ekki annað að sjá en að þetta samkomulag sé ekki þeirrar náttúru að það sé gert ráð fyrir gagnkvæmum skuldbindingum,“ segir Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykjavík. Sjálfur segist hann heldur hafa kosið samkomulag sem fæli í sér skuldbind- ingu um aðgerðir. Geir H. Haarde forsætisráðherra minnti á þátttöku Íslendinga í samkomu- lagi Evrópusambandsríkja um viðbrögð við fjármálakreppu, í ræðu sinni um efna- hagsmál, á Alþingi í byrjun vikunnar. Í samkomulaginu felst einkum sam- starf milli stofnana; fjármálaeftirlits, seðlabanka og fjármálaeftirlits. Einnig er þar rætt um upplýsingaskipti, álags- prófanir og að samræma upplýsingagjöf til almennings. Það kemur skýrt fram í samkomulag- inu að markmið þess sé ekki að koma í veg fyrir gjaldþrot banka. Komi til fjár- málakreppu verði ávallt látið reyna á getu einkageirans til að sjá um sig sjálf- ur. Stjórnendur fyrirtækja beri ábyrgð á rekstri einstakra banka og félaga. Hluthöfum verði ekki bjargað og skuldu- nautar og þeir sem geyma fé sitt í bönk- um án viðeigandi trygginga verði að vera viðbúnir því að tapa fé, fari banki á hliðina. Alls ekki megi ganga að því sem vísu að almannafé verði notað í þeim tilgangi að bjarga fjármálastofnun. Geir H. Haarde sagði í ræðu sinni á Alþingi að fjárlagafrumvarpið og stefnuræða sín myndu bera þess merki að ríkis stjórnin geri allt sem í sínu valdi stendur til að taka á efnahagsvanda til skemmri tíma og auka stöðugleika til lengri tíma. Ólafur Ísleifsson segir að líta þurfi svo á að skapaðar hafi verið væntingar „um marktæk viðbrögð við aðsteðjandi vanda“. - ikh Engin skuldbinding um fjárútlát GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra minnist þátttöku Íslendinga í samstarfi Evrópu- sambandsríkja um aðgerðir um viðbrögð við fjármálakreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA á Miklatúni laugardaginn 6. september kl. 14 - 16 Frítt í Sundhöllina kl. 16 - 18 Á sviði: Kl. 14:00 Kór félagsstarfs aldraðra Söngfuglarnir frá Vesturgötu Kl. 14:15 Dans frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru Kl. 14:30 Söngur frá Frístundaheimilum Kamps Kl. 14:45 Línudans frá Bólstaðarhlíð Kl. 15:00 Dans frá Kramhúsinu Kl. 15:15 Ávaxtakarfan frá Háteigsskóla Kl. 15:30 Svavar Knútur hverfislistamaður Kl. 15:45 Hljómsveit frá Félagsmiðstöðinni Kampi Kl. 16:00 Hátíð lýkur Kl. 16:00 - 18:00 Frítt í Sundhöll Reykjavíkur fyrir alla fjölskylduna Á staðnum: „Leikum okkur að veðrinu” Smiðja fyrir alla fjölskylduna í boði Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða Kassaklifur í boði Landnema Veltibíllinn Lúlli löggubangsi og lögreglan á staðnum Andlitsmálun í umsjón Hallgrímskirkju og Dómkirkju Körfuboltaþjálfarar Vals verða með knattþrautir á körfuboltavellinum ÍTR með ýmsa leiki að hætti ÍTR Sögubíllinn Æringi - Sögurnar verða allar sagðir á íslensku, pólsku, rússnesku og spænsku Borgarbókasafn verður með kynningu á bókmenntum á erlendum tungumálum Ljósmyndasýning frá Umhverfishópi Frístundamiðstöðvarinnar Kamps D A G S K R Á : Samtaka í Miðborg og Hlíðum standa að hverfahátíðinni: Austurbæjarskóli Borgarbókasafn Dansskóli Jóns Péturs og Köru Dómkirkjan Félagsmiðstöðin að Bólstaðarhlíð 43 Félagsmiðstöðin að Vesturgötu 7 Frístundamiðstöðin Kampur Hallgrímskirkja Háteigskirkja Háteigsskóli Hlíðaskóli Íbúasamtök 3.hverfis Knattspyrnufélagið Valur Kramhúsið Lögreglan Skátafélagið Landnemar Sundhöll Reykjavíkur Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.