Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 6
6 10. september 2008 MIÐVIKUDAGUR Allir velkomnir! Hver er stefna meirihlutans í borgarstjórn? Hádegisverðarfundur í Valhöll í dag, 10. september, kl. 11.45 – 13.15 Frummælendur: Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Óskar Bergsson formaður borgarráðs. Fundarstjóri: Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður sveitarstjórnar- og skipulagsnefndar. Að fundinum stendur sveitarstjórnar- og skipulagsnefnd. ALÞINGI Þriðja umræða um frum- varp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar fór fram á Alþingi í gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir kostnaðargreiningu í heil- brigðiskerfinu og að fjármagn fylgi sjúklingum. Þá á hlutverk rík- isins sem kaupanda heil- brigðisþjónustu að styrkjast. Í greinargerð frumvarpsins segir að allir sjúkratryggðir eigi hér eftir sem hingað til að njóta umsaminn- ar þjónustu, óháð efnahag. Umræðurnar einkenndust af tor- tryggni og andstöðu þingmanna VG sem telja frumvarpið greiða fyrir einkavæðingu í heilbrigðis- kerfinu. „Tilgangurinn er alveg augljós og menn eru að pakka þessu inn í söluvænar umbúðir gagnvart almenningi,“ segir Álf- heiður Ingadóttir, þingmaður VG. „Þeir segja að þetta séu bara tækni- legar aðgerðir og spurning um aðferðir. En það sem aflaga fer vegna fjársveltis og mikils vinnuá- lags verður ekki lagað með slíkum tæknilegum lausnum. Það verður bara gert með því að auka fjár- magnið til starfseminnar,“ segir hún. Ásta Möller, formaður heilbrigð- isnefndar, hafnaði oft og ítrekað ásökunum VG um að í frumvarp- inu fælist einkavæðing. „Kerfið er félagslegt og verður félagslegt. Þetta frumvarp breytir engu um það,“ sagði Ásta. Hún sagði breytingarnar sem fylgja lögum um sjúkratryggingar jákvæðar fyrir heilbrigðis kerfið, kostnaðargreining væri mikil bót og eins að fjármagn fylgi sjúkling- um. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, sagði frumvarpið fyllilega í samræmi við stefnu flokks síns í málaflokkn- um en um það efuðust vinstri græn. Töldu jafnaðarmennskuna fyrir borð borna. Framsóknarflokkurinn ætlar að sitja hjá við atkvæðagreiðslu en frjálslyndir styðja málið að settum fyrirvara. VG er hins vegar algjörlega á móti. „Það er verið að skipta heil- brigðisþjónustunni upp í tvo aðskilda þætti, kaupendur og selj- endur. Það er verið að búa til mark- aðstorg svo markaðsaðilarnir kom- ist að. Lögmál frumskógarins mun gilda en ekki kröfur um gæði,“ segir Álfheiður Ingadóttir. bjorn@frettabladid.is Dulbúin einkavæðing Vinstri græn segja að í frumvarpi um sjúkratryggingar sé ríkisstjórnin að pakka einkavæðingu heilbrigðiskerfisins inn í söluvænar umbúðir. Þessu hafna stjórnarliðar og segja heilbrigðiskerfið verða félagslegt hér eftir sem hingað til. Á ALÞINGI Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, mælti fyrir sjúkratryggingamálinu við þriðju umræðu. Ögmundur Jónasson er því algjörlega andvígur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK, AP Bendt Bendtsen sagði af sér í gær sem leiðtogi danska Íhaldsflokksins og hættir jafn- framt sem varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Anders Fogh Rasm- us sen. Við formennsku í Íhaldsflokkn- um tók Lene Espersen, sem hefur verið dómsmálaráðherra ríkis- stjórnarinnar. Búist var við að Fogh Rasmussen myndi gera frek- ari breytingar á ráðherraliði sínu í kjölfar brotthvarfs Bendtsens, en danskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að þær breytingar yrðu litlar. Bendtsen ætlar að bjóða sig fram til Evrópuþingsins á næsta ári, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins síðan 1999. Hann ætlar að halda sæti sínu á danska þinginu þangað til Evrópuþing- kosningarnar verða haldnar. „Það er kominn tími til að breyta um forystu í Íhaldsflokknum,“ sagði hann í gær. „Ég hef verið að hugsa um þetta um skeið, og nú er rétti tíminn kominn.“ Íhaldsflokk- urinn er minni flokkurinn í tveggja flokka minnihlutastjórn með Ven- stre-flokknum, sem er flokkur frjálslyndra hægrimanna undir stjórn Foghs Rasmussen forsætis- ráðherra. Danski þjóðarflokkur- inn, sem er flokkur þjóðernis- sinna, hefur varið ríkisstjórnina falli á kjörtímabilinu. - gb Leiðtogaskipti í danska Íhaldsflokknum eftir að Bendt Bendtsen sagði af sér: Espersen tekur við forystunni LENE ESPERSEN Dómsmálaráðherra í stjórn Anders Fogh Rasmussen tekur við formennsku í Íhaldsflokknum. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Hugsanlegt er að frumvarp um lágmarksíbúa- fjölda sveitarfélaga verði lagt fram á haustþingi. Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga um helgina að ætlun stjórnvalda væri að endurskoða verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og efla sveitar- stjórnarstigið. Fyrir dyrum stæði að færa til þeirra málefni aldraðra og fatlaðra en til að svo mætti verða þyrftu sveitarfélögin að vera öflug. Benti hann á að á Vestfjörðum væri aðeins Ísafjörður með yfir þúsund íbúa. Tíu sveitarfélög eru í fjórðungn- um og er Árneshreppur fámenn- astur, þar búa innan við 50 manns. - bþs Íbúafjöldi sveitarfélaga: Lögunum hugs- anlega breytt KRISTJÁN L. MÖLLER NORÐUR-KÓREA, AP Leyniþjónustu- stofnanir á Vesturlöndum telja að Kim Jong Il, leiðtogi Norður- Kóreu, geti verið alvarlega veikur. Hann hefur ekki sést opinber- lega síðan um miðjan ágúst, og mætti ekki á hátíðarhöld í gær í tilefni af 60 ára afmæli landsins. Þetta er mjög óvenjulegt og þykir benda til þess að hann gæti hafa veikst alvarlega, hugsanlega fengið heilablóðfall. Erfitt er að fá áreiðanlegar fréttir af því sem er að gerast í N-Kóreu, þar sem mikil leynd hvílir yfir öllu. - gb Kim Jong Il talinn veikur: Mætti ekki á hátíðarhöldin KIM JONG IL Leiðtogi Norður-Kóreu talinn alvarlega veikur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á að beita brottvísunum á erlenda brotamenn meira en nú er gert? Já 98% Nei 2% SPURNING DAGSINS Í DAG Fylgist þú með Ólympíuleikum fatlaðra? Segðu skoðun þína á vísir.is LÖGREGLUMÁL Sambýlismaður konu, sem liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að gengið var í skrokk á henni, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í gær. Lögregla gerði ekki kröfu um að maðurinn sæti áfram inni. Atvikið átti sér stað á heimili fólksins 1. september. Áfengi hafði verið haft um hönd, sem endaði með ofangreindum afleiðingum. Grunur beindist að sambýlismanni hennar. Konan var meðvitundarlaus þegar hún var flutt á sjúkrahús á mánudags- kvöld eftir atvikið. Hún hlaut blæðingu á heila og þurfti að gangast undir bráðaaðgerð. - jss Árásin í Breiðholti: Sambýlismað- urinn laus TAÍLAND, AP Samak Sundaravej neyddist til að segja af sér sem forsætisráðherra Taílands í gær, eftir að stjórnlagadómstóll hafði kveðið upp þann úrskurð að hann hafi gerst brotlegur við stjórnskipan landsins. Brotið fólst í því að Samak, sem árum saman hafði verið þekktur sjónvarpskokkur í Taílandi, hélt áfram að elda mat í sjónvarpi og þáði laun fyrir eftir að hann tók við embætti forsætisráð- herra. Flokkur Samaks hefur þó enn meirihluta á þingi, og sögðust stuðningsmenn hans staðráðnir í að hann yrði forsætisráðherra á ný. Áður en dómstóll- inn kvað upp úrskurð sinn hafði Samak þó sagt að hann mundi virða niðurstöðuna. Þingið kemur saman á föstudag til að kjósa nýjan forsætisráðherra, en þangað til situr ríkisstjórn Samaks. Andstæðingar Samaks hafa nú í nokkrar vikur efnt til daglegra mótmæla gegn honum á götum höfuðborgarinnar. Mótmælendur hafa krafist afsagnar hans og segja hann ganga erinda fyrrver- andi forsætisráðherra, Thaksin Shinawatra, sem hrökklaðist frá völdum fyrir tveimur árum og býr í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Þeir Thaksin og Samak eru flokksbræður og hafa jafnan haft yfirgnæfandi stuðning meðal lands- manna utan höfuðborgarinnar, þótt andstaða við þá báða hafi verið hörð meðal borgarbúa. - gb Forsætisráðherra Taílands sagði af sér samkvæmt dómsúrskurði: Matseldin var stjórnlagabrot FÖGNUÐUR Í BANGKOK Andstæðingar Samaks, sem hafa kraf- ist afsagnar hans vikum saman, fögnuðu ákaft í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.