Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 16
16 10. september 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í Frakklandi hélt agúrkutíðin innreið sína í sumarbyrjun, þegar haldinn var síðasti ríkis- stjórnarfundurinn. Við það tækifæri færði Carla Bruni öllum ráðherrunum, þrjátíu og átta að tölu, nýjasta geisladisk sinn „Eins og ekkert hafi gerst“, og skýrðu fjölmiðlar frá þessari höfðinglegu gjöf. Að því búnu héldu ráðherr- arnir á braut með geisladiskana í hendinni, og mælti hver og einn þeirra fáein spakleg orð að lokum, líkt og hústakarnir framliðnu í Fróðá eftir duradóm- inn. Þeir fréttamenn sem sjá um innlend málefni skrásettu þau samviskusamlega sem vera ber, en fóru síðan að taka saman föggur sínar. Því þótt mikilla tíðinda væri að vænta úti í hinum stóra heimi, ef að líkum léti, bjóst enginn við því að nokkur skapað- ur hlutur myndi gerast í Frakk- landi meðan forsetinn og allir ráðherrarnir væru í fríi. Án Sarkozys eru fréttir í útvarpi og sjónvarpi ekki annað en hljóm- andi málmur eða hvellandi bjalla eins og mönnum er kunnugt. En óvæntur gestur kom nú öllu í uppnám. Varla voru ráðherrarn- ir byrjaðir að koma sér fyrir í sumardvölinni til að hlusta á geisladiskinn, þegar tilkynnt var að innan skamms væri von á mexíkanska nautabananum „Michelito“ og myndi hann sýna listir sínar á ýmsum þeim stöðum þar sem nautaat fer fram. En í Frakklandi er sú íþrótt einungis leyfð þar sem rótgróin hefð er fyrir henni, í gömlum borgum í suðurhluta landsins, ekki ýkja langt frá landamærum Spánar, gjarnan í bæjum sem geta státað af fornum rómverskum hring- leikahúsum. Utan þess svæðis er hún bönnuð, það má sem sé ekki taka hana upp þar sem hún hefur aldrei áður tíðkast, en á sínum heimaslóðum er hún allvinsæl. Því var nú uppi fótur og fit, enda fór miklum sögum af afreks- verkum Michelitos, ekki aðeins í hringleikahúsum í heimalandi hans, heldur líka víðar í Róm- önsku Ameríku. Á þessum slóðum var hann stórstjarna. En eitt var þó óvenjulegt við feril Michelitos: nautabaninn mikli frá Mexíkó var sem sé tíu ára gamall – tíu og hálfs árs sögðu reyndar blaða- menn sem vildu hafa allt á hreinu. Hvergi varð þó séð að bernskan stæði honum fyrir þrifum. Á myndum mátti sjá hvernig hann tiplaði léttilega kringum illvíga tudda, aðeins 1,36 m hár, með sverðið og rauðu duluna, áður en hann lagði til lokaatlögunnar. Sagt var að hann hefði byrjað að stunda nautaat fjögurra ára og banað fyrsta bolanum sex ára gamall. Eftir það hófst svo frægðarferillinn. Það var því ekki nema von þótt eftirvæntingin væri mikil. En þó voru ekki allir jafnhrifnir. Í Frakklandi eru til samtök manna sem gera sig alls ekki ánægða með þá tilhögun að leyfa nautaat með þessum mjög svo ákveðnu takmörkunum heldur vilja láta banna það með öllu, og þau fóru þegar á stúfana. Reyndar var það ekki auðvelt, því mönnum hefur alveg láðst að setja nokkurt aldurstakmark í þessari íþrótt, en formaður samtakanna dró þá fram lög sem leggja blátt bann við barnavinnu af hvaða tagi sem væri og heimtaði að sýningar Michelitos yrðu stöðvaðar á þeim forsendum. Þessu mótmæltu forsvarsmenn sýninganna hástöfum. Þeir sögðu að Michelito væri venjulegur nemandi í nautabanaskóla, sem myndi koma fram ókeypis eins og venja væri um slíka lærlinga, enda yrði hann einungis látinn eiga við 120 kg kálfa, án þess að bana þeim. En formaður samtakanna lét ekki sannfærast. „Hver getur trúað því að Michelito sem berst við 250 kg naut í Mexíkó eða enn þyngri og hefur þegar orðið sextíu þeirra að aldurtila, sé ekki annað en nemandi og komi hér fram borgunarlaust?“ sagði hann, og kærði málið þegar til ýmissa yfirvalda. En þau brugðust við með ýmsum hætti, ýmist bönnuðu þau sýningarnar eða leyfðu. Þannig bannaði sýslumaðurinn í Arles sýningu þar í borg, reyndar ekki með tilvísun til laga um barnavinnu heldur af einhverjum öryggisástæðum sem enginn hafði áður heyrt nefndar, og til að árétta það sendi hann vaska sveit lögregluhermanna til að meina litla snáðanum með duluna og korðann aðgang að vellinum þar sem nautin biðu. En borgarstjór- inn í þessum sama bæ var á öðru máli, hann hótaði að kæra sýslumann fyrir valdníðslu og fann annan leikvang þar sem nautabaninn ungi gat komið fram. Var sú sýning eins og sagt hafði verið, með ungum bolum sem fengu grið. Þannig leið nú ágústmánuður, að Michelito hoppaði kringum kálfana og yfirvöldin kringum Michelito ýmist til að stöðva hann eða til að hrópa „óle“ og hvetja hann til dáða. Svo fór að lokum að hann gat nokkurn veginn haldið sinni dagskrá, enda var varla við öðru að búast af þessum unga snillingi sem aðdáendurnir eru þegar farnir að líkja við Mózart. Krókurinn sem beygist EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Nautaat Guðlaugur og Líbíuforseti Grátt grín Ögmundar Jónassonar, þar sem hann útbjó mynd af Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra að heilsa Gaddafí Líbíuforseta, hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, þar á meðal Guðlaugi Þór, sem finnst lágt lagst að vera spyrt við mann sem hefur látið myrða konur og börn. Skýring Ögmundar á brand- aranum er sú að þeir Gaddafí og Guðlaug- ur eigi það sameig- inlegt að þurfa ekki að færa djúp rök fyrir því þegar ráðist væri í djúpar sam- félagslegar breytingar. En hvað finnst Gaddafí? Hins vegar má gera því skóna að ef Gaddafí vissi af uppátækinu kynni hann Ögmundi ekki miklar þakkir heldur; hann á að minnsta kosti meira sameiginlegt með Ögmundi en Guðlaugi í ýmsum málum. Gaddafí hefur til dæmis lagt blátt bann við áfengi og fjár- hættuspili í Líbíu. Ögmundur vill að vínsala sé takmörkuð við ríkisrekstur og hugnast ekki spilavíti. Guðlaugur vill aftur á móti vín í kjörbúðir og er ekki á móti því þótt menn haldi pókermót fyrir opnum tjöldum. Fengi Gaddafí ráðið kysi hann líklega frekar lúkuna á Ögmundi en Guðlaugi. Sjaldnast fullnægjandi Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, svaraði Andra Snæ Magnasyni rithöfundi í Morgun- blaðinu í gær, um hvenær sé komið nóg af virkjunum. Svar Jakobs er stutt og snöfurmannlegt: „Þá er komið nóg þegar smávegis viðbót af því sem sóst er eftir er nákvæmlega étin upp af því sem þarf að fórna til að ná henni.“ Jakob bætir við í sömu andrá að þetta svar sé þó „sjaldnast fullnægj- andi“. bergsteinn@frettabladid.is Aðför að póstþjónustu UMRÆÐAN Bjarni Jónsson skrifar um póst- þjónustu Sú aðför að póstþjónustu í dreifbýli sem nú á sér stað með lokun póstafgreiðslustaða og fækkun póstburðardaga fer fram í skjóli og á ábyrgð núverandi samgönguráðherra Samfylkingarinnar sem fer einn með 100% hlut ríkisins í Íslandspósti. Mér er til efs að jafnvel fyrrverandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokks- ins hefði liðið að svo freklega væri gengið á rétt landsbyggðarinnar. Ástæða er til að þau byggðarlög sem nú er ráðist gegn leiti réttar síns vegna þessarar fordæmalausu framgöngu. Dregið úr þjónustu Með lokun póstafgreiðslna er verið að draga úr þjónustu á viðkomandi svæðum og þjónusta landpósta mun ekki geta mætt þeirri þjónustu- skerðingu að öllu leyti. Markmið laga um póstþjónustu er meðal annars að tryggja lág- marksfjölda afgreiðslustaða, og viðskiptaleg rök og meint hagræðing geta ekki eingöngu ráðið för þegar lagt er til að póstafgreiðslum vítt og breitt um landið sé lokað. Samfylkingin gengur hreint til verks Í ályktun flokksráðsfundar VG 29.-30. ágúst síðastliðinn er þess krafist að póstþjónusta sé rekin með almannahags- muni í huga og án þess að íbúum á einstökum landsvæðum sé mismunað. Með því að skerða þjónustu við atvinnu- rekendur og almenning á fámennari svæðum er jafnræðisregla brotin. Einnig er vakin athygli á því að forsætisráð- herra hafi þegar lýst því yfir að hann vilji selja póstþjónustu landsins til einkaaðila og ljóst er að með niðurskurði í póstþjónustunni er verið að sníða hana að markaðslögmálum og setja í söluvænlegar umbúðir. Horfið er frá því að reka póstinn sem grunnþjónustu og arðsemissjónarmið eru tekin við. Samfylkingin hefur nú það hlutverk að fylgja þeirri stefnubreytingu gagnvart landsbyggðinni úr hlaði og er óhætt að segja að hún gangi hreint til þess verks. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG Skagafirði. BJARNI JÓNSSON – með þér alla leið VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR V ö ru m er ki S h el l e ru n o tu ð m eð le yf i S h el l B ra n d s In te rn at io n al A G Í slenskt samfélag er þessar vikur og mánuði að ganga í gegnum merkilega tilraun sem aldrei hefur verið reynd áður hér á landi. Það má kalla hana: Hvernig hegðar hreyf- anlegt vinnuafl sér í hnattvæddum heimi? Í byrjun þessa árs var hlutfall útlendinga um tíu prósent af vinnumarkaðinum og var hvergi hærra á Norðurlöndunum. Talið í hausum voru þetta um 18.000 manns. Á sama tíma var skráð atvinnuleysi um eitt prósent. Eftir látlausar fréttir af uppsögnum, stöðvun framkvæmda og niðurskurði mætti ætla að vinnumarkaðurinn væri hart leik- inn þetta haust. Tilfellið er þó annað, að minnsta kosti enn sem komið er. Púlsinn er sterkur. Atvinnuauglýsingablöð dagblaðanna eru stútfull af auglýsingum eftir fólki í fjölbreytt störf. Og atvinnu- leysi er í sögulegu lágmarki, aðeins rétt ríflega eitt prósent. Það er athyglisvert, sérstaklega þegar höfð er í huga sú gamla þumal- puttaregla að atvinnuleysi undir tveimur prósentum á að vera vísbending um þenslu; að þá séu fleiri að störfum vegna þrýst- ings en vilja í raun og veru vinna. Þegar Ísland varð aðili að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið á sínum tíma urðu margir til þess að vara við afleið- ingum skilyrðisins um frjálst flæði vinnuafls. Svipaðar raddir heyrðust aftur fyrir ríflega tveimur árum þegar íbúar Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands bættust í hóp þeirra þjóða sem geta komið og stundað hér atvinnu án takmarkana. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar voru meðal annars ugg- andi yfir þessari þróun. Menn óttuðust að kjarasamningar yrðu brotnir á útlendingunum, með þeim afleiðingum til lengri tíma að kjör versnuðu almennt og atvinnuleysi ykist meðal heima- manna. Þessi tilraun er í gangi um þessar mundir. Enn sem komið er bendir flest til þess að erlenda vinnaflið sé mjög hreyfanlegt og hafi ekki eyðileggjandi áhrif á atvinnulíf innfæddra. Þegar allt lék hér í lyndi, krónan var sterk og framkvæmda- gleðin allsráðandi, svöruðu þúsundir einstaklinga frá Póllandi, Litháen, Lettlandi og fleiri löndum kallinu eftir fleiri höndum til starfa. Þessir karlar og konur dreifðust víða um atvinnulífið. Fjölmargir fóru í byggingaiðnaðinn, aðrir í ýmis þjónustu- og umönnunarstörf, þar á meðal störf sem Íslendingar hafa gerst fráhverfir. Við erum nú stödd á því stigi tilraunarinnar að margt af þessu fólki hefur haldið heim á nýjan leik. Fall krónunnar hefur minnk- að muninn á launum hér og í heimalöndum þessa fólks, þar sem verð á mat og öðrum nauðþurftum er auk þess mun lægra. Fjölmargir útlendingar eru hér enn að störfum. Flest bendir til þess að þegar kreppir að þá kjósi þeir að fara heim til sín fremur en hokra hér. Þeir sem eftir verða hafa tengst landinu öðrum böndum en fjárhagslegum. Við skulum bjóða þá vel- komna í hópinn. Merkileg tilraun í gangi á vinnumarkaðinum. Hreyfanlega vinnuaflið JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.