Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 23
Lýsing í híbýlum fólks er ekki bara smekksatriði. Mismunandi lýsingu þarf að velja eftir þeirri starfsemi sem fer á fram á hverju svæði. „Heimilislýsing snýst um fernt. Þann blæ sem við kjósum að ríki í íbúðinni, vellíðan sem lýsingin skapar, virkni lýsingar og ljósa- búnaðar og svo öryggi,“ segir Ásgrímur Jónasson, lýsingarráð- gjafi hjá Epal. Hann segir mis- munandi eftir því hvar á hnettin- um fólk býr hvernig lýsingu það kjósi inni á heimilum sínum. Það felist í muninum á vegalengdinni sem ljósið þarf að ferðast um and- rúmsloftið. „Þannig hefur sjón þeirra sem búa á norðlægum slóðum þróast við hlýrra ljós en þeirra sem búa nær miðbaug. Afleiðingin er sú að við á norðurslóðum kunnum betur við hlýja ljósliti, en þjóðir sunnar í álfunni velja hvítara ljós.“ Ásgrímur segir mikilvægt að samspil ljóss og skugga sé eðlilegt og að stýring lýsingarinnar gefi næga möguleika þegar ákveðinn er sá blær sem húseigendur vilja. Huga þurfi að staðsetningu ljós- gjafa og styrk, lit ljóssins og hve vel lýsingin skilar réttum litum frá umhverfinu. Einnig sé mikil- vægt að útlit þeirra lampa og ljós- gjafa sem valdir eru sé í samræmi við aðra þætti íbúðarinnar. „Til þess að ná því markmiði að lýsingin skapi vellíðan þarf, auk þess að blær hennar hafi heppn- ast, að koma í veg fyrir ofbirtu, bæði beina og óbeina. Að birtu- munur í sjónsviðinu sé innan ákveðinna marka. Gerður sé grein- armunur á vinnubirtu og þæginda- birtu og að lýsingin hafi ekki trufl- andi áhrif til dæmis við samræður yfir góðum málsverði.“ Virkni er einnig mikilvæg en hún felst í stýringu lýsingarinnar þannig að ávallt sé hægt að stilla lýsinguna á rétta birtu. Búnaður þarf að vera vandaður með lág- marks bilanatíðni og auðveldum peruskiptum. Til að fyllsta öryggis sé gætt þurfa lampar að uppfylla ákveðnar öryggiskröfur eftir því sem við á − vörn gegn innkomu raka og vatns, gegn íkveikju og gegn snertingu við rafleiðandi hluti. Í Epal getur fólk fengið ráðlegg- ingar hjá Ásgrími um val á lýs- ingu á heimilið en einnig starfar þar einn af fáum háskólamenntuð- um hönnuðum í lýsingarhönnun, Halldór Steinsen. Viðskiptavinir geta komið með teikningu af hús- næðinu eða fengið hönnuðinn heim. heida@frettabladid.is Lýsing á að skapa vellíðan Við val á lýsingu innanhúss þarf ýmislegt að hafa í huga. Sama lýsing á ekki endilega við á vinnusvæði og þar sem á að slappa af. Hægt er að fá ráðleggingar hjá hönnuðum um lýsingu híbýla. ÝMIS HANDVERKSNÁMSKEIÐ verða hjá Handverkshúsinu í haust. Má nefna námskeiðin grunnnámskeið í tréútskurði sem hefst um helgina, silfurleir, sem fer næst fram á Akureyri 20. til 21. september og verkfæra- brýnslu 29. til 30. september. Sjá www.handverkshusid.is. Ásgrímur Jónasson gefur ráðleggingar um lýsingu híbýla hjá Epal. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Eftirfarandi atriði koma sér vel þegar taka á til í hvelli áður en gesti ber að garði: Að tæma eldhúsvaskinn, stafla bókum og blöðum, fjarlægja óæskilegt lesefni, yfirfara baðherbergið og þá sérstaklega klósettið, lofta vel út og gæta þess að vistarverurnar ilmi vel. Heimild: Queer Eye for the Straight Guy Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is Hjartastuðtæki innan seilingar veitir öryggi. Nauðsynlegt í fyrirtæki, heimahús, opinberar stofnanir, íþróttamannvirki, verslunarmiðstöðvar og víðar. Primedic er mest selda hjartastuðtækið í Noregi. Nánari upplýsingar veitir Hrefna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Björgum mannslífum! Ávallt tilbúið til notkunar Einfalt og öruggt Einn aðgerðarhnappur Lithium rafhlaða Íslenskt tal Hjartastuðtæki Heart Save Til leigu í Skútuvogi 1G Skrifstofuhúsnæði—187 fm Um er að ræða gott skrifstofurými sem er 187 fm að stærð. Góð lofthæð er í plássinu og í miðju rýminu eru þakgluggar sem gefa góða birtu. Góð eldhúsaðstaða vel búin tækjum. Miklir möguleikar. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Járn & glers hf - Skútuvogi 1 h– Barkarvogsmegin. Upplýsingar gefur Kjartan s: 585-8900 / 894-4711. e-mail : kjartan@jarngler.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.