Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 24
Kynningin mun standa yfir næstu þrjár vikurnar og verða allir helstu stjórnendur Volkswagen viðstaddir, auk um 1.500 fjöl- miðlamanna. Talsmenn Heklu, umboðsfyrirtækis Volkswagen á Íslandi, segja umfang verkefnis- ins mun meira en gengur og ger- ist um svipaða viðburði sem áður hafa átt sér stað hér á landi. Fyrstu hóparnir af fjölmiðla- fólki komu til landsins um helgina til að reynsluaka nýjustu gerðinni af Golf og taka þátt í skipulagðri tveggja daga dagskrá. Ekkert verður til sparað til að gera dvöl gestanna sem ánægjulegasta. Ekki hefur farið fram hjá vegfar- endum í miðbænum að Volkswag- en hefur tekið Hótel Radisson SAS 1919 á leigu í heild sinni næstu þrjár vikurnar til að hýsa gesti og starfsfólk, enda er hótelið merkt VW í bak og fyrir. Einnig hefur sérstakt hús verið byggt í Eldborgargili í Bláfjöllum þar sem gestum gefst færi á að skoða bílinn ítarlega að innan sem utan, snæða veglegan kvöldverð og fara í reynsluakstur í tilkomumiklu nágrenninu, meðal annars að Gull- fossi og Geysi og Kerinu. Jón Trausti Ólafsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Heklu, segir Volkswagen hafa valið Ísland sem vettvang kynningar- átaksins vegna einstakrar nátt- úrufegurðar landsins. Starfsmenn á vegum fyrirtækisins hafa ekki setið auðum höndum hér á landi síðustu vikur og mánuði, heldur tekið ógrynni ljós- og hreyfi- mynda af bílnum í íslensku umhverfi, sem gestir kynningar- innar verða fyrstir til að sjá áður en þeim verður komið í almenna dreifingu. Jón Trausti segir að sjötta kyn- slóð af Volkswagen Golf muni að öllu leyti endurskilgreina þær kröfur sem gerðar séu til gæða og þæginda í þessum stærðarflokki á bíl, og væntanlegir kaupendur muni fá meira fyrir peningana en nokkru sinni fyrr. Meðal þess sem hann bjóði upp á sé aukin spar- neytni og endurhannað innrými sem fari fram úr öllum viðmiðum. Viðbótartæknibúnaður innheldur meðal annars myndavél sem sýnir ökumanni hvað á sér stað fyrir aftan bílinn þegar hann bakkar í stæði, aukna hljóðeinangrun og DSG, tvíkúplandi gírskiptingu, auk margs fleira. Hekla ráðgerir að hefja sölu á nýja Golfinum hér á landi í janúar á næsta ári. kjartan@frettabladid.is VISTAKSTUR er talinn draga úr mengun og spara fé með því að brenna minna eldsneyti ásamt því að stuðla að öruggara aksturslagi. Ökuskólinn Vistakstur heldur slík námskeið en nánari upplýsingar um fyrirkomulag þeirra má finna á vefsíðunni www.vistakstur.is. Volkswagen byggir í Bláfjöllum Húsið sem byggt var í Bláfjöllum sérstaklega fyrir kynninguna er 1.100 fermetrar að flatarmáli og átta metrar að hæð. Húsið verður tekið niður og flutt úr landi að þremur vikum liðnum, enda hætta á að það komi illa undan íslensk- um frostavetri. Von er á 1.500 fjölmiðlamönnum hingað til lands í tilefni af heims- frumsýningu á sjöttu kynslóð af VW Golf. Hótel Radisson var tekið á leigu og sérstakur sýningarsalur byggður í Bláfjöllum af þessu tilefni. Allir meginhlutar nýja Golfsins hafa verið endurhannaðir. Walter de Silva, yfirhönnuður VW-samsteypunnar, segir Golf vera fyrirmynd alþjóðlegrar bílahönnunar og því hafi uppbygging og sjónrænar útlínur bílsins þurft að vera skýrar en um leið einstakar. Vesturvör 30B 200 Kópavogur S: 563 4500 tmh@tmh.is tmh.is TMH Ísland - Toyota vörulausnir Góðir lyftarar Hyster 2,5 tonn dísil 2003 Toyota 2,5 tonn rafmagns 1998 Toyota 2,5 tonn rafmagns 2003 Toyota 3 tonn dísil 2006 Toyota 2,5 tonn rafmagns 1996 Verð: 2.900.000 án vsk. Verð: 1.350.000 án vsk. Verð: 565.000 án vsk. Verð: 1.150.000 án vsk. Verð: 150.000 án vsk. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.