Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 10. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR Ú T T E K T 19,2%* *Nafnávöxtun í íslenskum krónum á ársgrundvelli fyrir tímabilið 29.08.2007 - 29.08.2008 Ávaxtaðu betur Ávöxtun sl. 12 mánuði S K U G G A B A N K A S T J Ó R N M A R K A Ð Nú hraðby Þórður segir vel hafi te lendingu í hagkerfinu Vaxtalækkunarferlið h verðbólga náði hámar lækkunar ferlið nú og um 50 punkta. Það st og ég óttast að núvera af aðhaldi en er hagke kreppu er mun meiri bólgu.“ Undirbúa þarf lækkun vaxta „Við núverandi aðstæður er varla hægt að verja það að lækka vexti miðað við hvernig verðbólgan er, auk þess sem, líkt og bent hefur verið á, að fylgst er með okkur erlendis frá. Þrátt fyrir alla galla er verðbólgumarkmiðið eina markmiðið sem við höfum völ á. Og þrátt fyrir að það hafi að einhverju leyti sprungið getum við ekki yfirgefið það. Það myndi koma mjög illa út í augum útlendinga.“ Ásgeir segir „gífurlega“ kólnun hagkerfisins í vændum og öllu máli skipti að rétt sé staðið að stýri- vaxtalækkun. Hún hafi hins vegar ekki verið undirbúin nægilega enn. MARKAÐURINN/STEFÁN Óvissuþættir hamla lækkun Ólafur Ísleifsson segir brýnt að hefja lækkun stýrivaxta nú þegar efnahagslífið horfist í augu við alvarlega ofkæl- ingu og búi við þrefalda vexti á við samkeppnislöndin. Hann telur þó að fyrrgreindir óvissuþættir leyfi ekki, að sinni, að hreyft verði við vöxtunum. „Þeir aðilar erlendis sem fylgjast með efnahagsmálum hér myndu við þessar aðstæður telja slíka aðgerð óforsvaranlega og slíkt mat væri fallið til þess að veikja gengi krónunnar enn frekar. Búsifjar fyrir atvinnulífið og heimilin af þeim sökum gætu orðið enn þyngri en jafnvel hinir ofurháu vextir.“ MARKAÐURINN/STEFÁN „Staðan í efnahagsmálum einkenn- ist af mikilli óvissu,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Hætta steðjar að ís- lensku efnahagslífi, meðal annars vegna skorts á lánsfé sem veldur súrefnisskorti í atvinnulífinu. Stjórnvöld hafa ekki megnað að fylgja eftir mikilvægum skipta- samningum við norræna seðla- banka frá í vor nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Engir aðrir skipta- samningar hafa fylgt á eftir. Ekki hefur tekist að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans nema að tak- mörkuðu leyti og það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af borðinu.“ Ólafur bendir á að ekkert hafi verið aðhafst til að styrkja innviði gjaldeyrismarkaðarins, til dæmis með því að fá erlendan banka til að taka að sér viðskiptavakt með krónuna og styrkja verðmyndun hennar með tiltækum ráðum, sem margir hafi þó kallað eftir að yrði gert. „Fall krónunnar og ofurvextir ógna atvinnufyrirtækjum og heimilum. Stefnan í peninga- málum dugir ekki eins og flestum virðist orðið ljóst,“ segir Ólafur enn fremur og segir brýnt að hefja lækkun stýrivaxta nú þegar efnahagslífið horfist í augu við alvarlega ofkælingu og búi við þrefalda vexti á við það sem ger- ist í samkeppnislöndum. Hann telur þó að fyrrgreindir óvissu- þættir leyfi ekki, að sinni, að hreyft verði við vöxtunum. „Þeir aðilar erlendis sem fylgjast með efnahags málum hér á landi myndu við þessar aðstæður telja slíka að- gerð óforsvaranlega og slíkt mat væri fallið til þess að veikja gengi krónunnar enn frekar. Búsifjar fyrir atvinnulífið og heimilin af þeim sökum gætu orðið enn þyngri en jafnvel hinir ofurháu vextir,“ bendir Ólafur á. „Ég kalla enn eftir því að stjórn- völd sendi frá sér skýr skilaboð um að í peningamálum verði leit- að nýrra leiða með því að styrkja tengslin við Evrópu og leiti eftir því af fullum þunga að Ísland, sem aðili að Evrópska efnahags- svæðinu, eigi bakhjarl í evrópska seðlabankanum með gjaldmiðla- skiptasamningum við Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafur og telur að ríkisstjórnin hafi skapað nokkrar væntingar um að í fjárlagafrum- varpi og stefnuræðu forsætisráð- herra verði mörkuð trúverðug efnahagsstefna og skýr skilaboð um að vörn verði snúið í sókn. „Fyrsta skrefið er ákvörðun um að hagnýta þau sóknarfæri sem orkuskortur í heiminum færir okkur. Samhliða þarf raunhæfa áætlun um að Ísland fullnægi Maastricht-skilyrðunum sem er viðurkennt heilbrigðisvottorð fyrir efnahagslífið og um leið for- senda fyrir mögulegri aðild að Evrópusambandinu,“ segir Ólafur Ísleifsson. LÍKLEGT AÐ FJÖLGA ÞURFI ÁKVÖRÐUNARDÖGUM „Þar sem við sjáum nú verðbólgu- öldu ganga yfir legg ég við núver- andi aðstæður til óbreytta stýri- vexti,“ segir Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningar deildar Kaupþings. Hann áréttar þó um leið að horfa á síðustu tölur sem feli í sér uppsafnaða hækkunar- þörf. „Ljóst er hins vegar að næsti einn til tveir mánuðir verða mjög þungir í verðbólgu og við gætum séð hana hækka enn. Jafnframt er rétt að ástand á gjaldeyris- markaði er mjög viðkvæmt og krónubréf á gjalddaga í septem- ber sem horfa þarf til.“ Ásgeir telur að í fjármálaheiminum séu menn hættir að gera ráð fyrir stórri erlendri lántöku ríkisins til að styrkja gjaldeyrisforðann og verði því að sjá til hvernig til tekst með krónubréfagjalddaga. „Ástandið er því mjög viðkvæmt núna og vart forsvaranlegt að hefja lækkanir nú þegar verð- bólgan er komin upp að stýrivöxt- unum.“ Hann bendir um leið á að þessi staða hafi komið upp áður. „Seðlabankanum hefur tvisvar tekist að ná verðbólgu niður úr tveggja stafa tölu í mjög lága tölu á einum til tveimur árum. Þetta gerðist 1992 með tengingu við ECU og svo aftur 2001/2002 þegar krónan styrktist. Við gætum því séð verðbólgu hjaðna mjög fljótt þegar gjaldeyrismarkaður réttir aftur úr kútnum og það verður vonandi árið 2009. Forsendan er að gengi krónunnar hækki aftur.“ Ásgeir segir um leið dálítið sér- stakt að hlusta á þær skoðanir sem úr Seðlabankanum berast því þar á bæ virðist menn hafa tak- markaða trú á eigin trúverðug- leika, þrátt fyrir að hafa í tví- gang unnið slíkan sigur á verð- bólgu hér. „Þrátt fyrir allt held ég að Seðlabankinn haldi trúverðug- leika sínum og að markaður- inn trúi því að verðbólga fari að ganga niður.“ Vaxtalækkun segir Á S G E I R J Ó N S S O NÓ L A F U R Í S L E I F S S O N Þ Ó R Ð U R N I Ð U R S T A Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R N I Ð U R S T A Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R N I Ð U R S S T Ý R I V E X T Kreppuhæ þyngra en verð Skuggabankastjórn Markaðarins leggur til 25 punkta lækkun stýrivaxt Bankinn ætti um leið að birta nýjan stýrivaxtaferil og rökstyðja ákv krónunnar. Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson fun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.