Fréttablaðið - 14.09.2008, Síða 53

Fréttablaðið - 14.09.2008, Síða 53
SUNNUDAGUR 14. september 2008 17 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 14. september ➜ Fyrirlestrar 15.00 Fresh Light on Þorleifur Repp Dr. Andrew Wawn flytur fyrir- lestur í Stofnun Árna Magnússonar, stofu Sigurðar Nordals, Þingholts- stræti 29. ➜ Myndlist 15.00 Listamannaspjall Sólveig Aðalsteinsdóttir ræðir um verk sín og sýningu á Listasafni ASÍ. Sýning hennar mun standa til 21.septem- ber. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. 14.00 Bjarni Sigurbjörnsson mynd listarmaður leiðir gesti um sýninguna Sjóndeildahringir í Gerð ar- safni. Auk hans eiga myndhöggvar- arnir Kristinn E. Hrafnsson og Svava Björnsdóttir verk á sýningunni. Lista- safn Kópavogs, Gerðasafn, Hamra- borg 4. Gráir veggir samsýning sjö götu- listamanna sem er bland af götulist og myndlist. Sýningin stendur til 24. sept. Opið þri-sun. frá 14.00-17.00. Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Gyða Ölvisdóttir er með myndlistar- sýningu á veitingahúsinu Af lífi og sál, Laugavegi 55b. Sýningin stendur til 30. sept. og er opin alla daga frá kl. 11.00-23.00. ➜ Sýningar Helgi K. Pálsson innanhúsarkitekt sýnir handgerða leikfangabíla á skörinni hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10. Sýningin stendur til 17. september og er opin alla virka daga frá kl. 9-18, fimmtudaga til kl. 22 og um helgar frá 12-17. „Þetta er gamall draumur að ræt- ast; að fá að snerta hið mikla goð og það á heimaslóðum úti í Nor- egi,“ segir Jón Ársæll Þórðarson um fyrsta þátt Sjálfstæðs fólks þar sem Eiríkur Hauksson verður í brennidepli. „Mér fannst eins og ég væri kominn heim eftir ellefu hundruð ár. Þarna er allt í stíl því Eiríkur býr í Grettisvík í Aust- hold þar sem Grettir Ásmundar- son drap björninn forðum eins og segir í Grettissögu Ásmundarson- ar. Tilfellið er að þeir eru ekkert ósvipaðir Eiríkur og Grettir því báðir eru þeir svakalega rauð- hærðir og hafa báðir gaman af að kveða stemmur og voru ódælir í æsku. Þetta var eins og að standa allt í einu með annan fótinn í nútímanum í þungarokki og hinn fótinn í ellefu hundruð ára gam- alli sögu sem sífellt er ung,“ segir hann. Áttunda þáttaröð Sjálfstæðs fólks hefst á Stöð 2 í kvöld og hlakkar Jón Ársæl mikið til vetr- arins. „Við erum búnir að safna örlítið í sarpinn og sögurnar hafa aldrei verið meira spennandi. Það hefur hver maður sögu að segja og kúnstin er sú að hlusta á fólk og fá að endursegja sögurnar sem eru að verða til allt í kringum okkur.“ -fb Eiki í Sjálfstæðu fólki Um eitt hundrað manns eru á biðlista vegna fyrirhugaðrar ferðar á tónleika Tinu Turner í London næsta vor. Fjörutíu miðar voru upphaflega í boði á tónleikana og seldust þeir upp á aðeins nokkrum klukkutímum. „Þetta var miklu meiri eftir- spurn en ég átti von á en Tina er náttúrulega stórt nafn,“ segir Ágúst Valsson hjá Expressferð- um sem skipuleggja ferðina. Verð fyrir miðann og tvær nætur á hóteli kostar tæpar 77 þúsund krónur en það virðist engu máli skipta fyrir harða aðdáendur söngkonunnar hér á landi. „Það er mikið búið að hringja og endalaust verið að bæta á listann, segir Ágúst. Hann vinnur nú hörðum hönd- um að því að útvega fleiri miða á Tinu en takist það ekki býst hann við því að skipulögð verði hópferð á aðra tónleika með söngkonunni síungu. Þess ber reyndar að geta að þeir sem vilja komast á tónleik- ana hinn 7. mars án aðstoðar ferðaskrifstofunnar geta gert það auðveldlega á breskri heimasíðu Ticketmaster, því ekki er enn orðið uppselt á þá. Leikkonan Bryndís Ásmunds- dóttir fer einmitt á tónleikana á eigin vegum ásamt manni sínum, leikaranum Atla Þór Albertssyni, og hárgreiðslu- manninum Ólafi B. Hreiðars- syni, eða Óla Bogga. „Þetta er náttúrulega draum- ur að verða að veruleika, þetta verður alveg klikkað,“ segir Bryndís sem lýkur um helgina Tinu-sýningu sinni á Akureyri ásamt Siggu Beinteins. „Ég hef verið aðdáandi síðan ég var krakki, hún er bara amma mín,“ segir hún og hlær. - fb Hundrað á biðlista eftir Tinu Turner TINA TURNER Rokkamman, sem verð- ur sjötug á næsta ári, syngur fyrir framan fjölda Íslendinga í London næsta vor. GAMALL DRAUMUR RÆTTIST Jón Ársæll sést hér með Eika Hauks og Steingrími tökumanni. Jón Ársæll segir að gamall draumur hafi ræst þegar hann fékk að hitta Eirík á heimaslóðum hans í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN     Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.