Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 53
SUNNUDAGUR 14. september 2008 17 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 14. september ➜ Fyrirlestrar 15.00 Fresh Light on Þorleifur Repp Dr. Andrew Wawn flytur fyrir- lestur í Stofnun Árna Magnússonar, stofu Sigurðar Nordals, Þingholts- stræti 29. ➜ Myndlist 15.00 Listamannaspjall Sólveig Aðalsteinsdóttir ræðir um verk sín og sýningu á Listasafni ASÍ. Sýning hennar mun standa til 21.septem- ber. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. 14.00 Bjarni Sigurbjörnsson mynd listarmaður leiðir gesti um sýninguna Sjóndeildahringir í Gerð ar- safni. Auk hans eiga myndhöggvar- arnir Kristinn E. Hrafnsson og Svava Björnsdóttir verk á sýningunni. Lista- safn Kópavogs, Gerðasafn, Hamra- borg 4. Gráir veggir samsýning sjö götu- listamanna sem er bland af götulist og myndlist. Sýningin stendur til 24. sept. Opið þri-sun. frá 14.00-17.00. Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Gyða Ölvisdóttir er með myndlistar- sýningu á veitingahúsinu Af lífi og sál, Laugavegi 55b. Sýningin stendur til 30. sept. og er opin alla daga frá kl. 11.00-23.00. ➜ Sýningar Helgi K. Pálsson innanhúsarkitekt sýnir handgerða leikfangabíla á skörinni hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10. Sýningin stendur til 17. september og er opin alla virka daga frá kl. 9-18, fimmtudaga til kl. 22 og um helgar frá 12-17. „Þetta er gamall draumur að ræt- ast; að fá að snerta hið mikla goð og það á heimaslóðum úti í Nor- egi,“ segir Jón Ársæll Þórðarson um fyrsta þátt Sjálfstæðs fólks þar sem Eiríkur Hauksson verður í brennidepli. „Mér fannst eins og ég væri kominn heim eftir ellefu hundruð ár. Þarna er allt í stíl því Eiríkur býr í Grettisvík í Aust- hold þar sem Grettir Ásmundar- son drap björninn forðum eins og segir í Grettissögu Ásmundarson- ar. Tilfellið er að þeir eru ekkert ósvipaðir Eiríkur og Grettir því báðir eru þeir svakalega rauð- hærðir og hafa báðir gaman af að kveða stemmur og voru ódælir í æsku. Þetta var eins og að standa allt í einu með annan fótinn í nútímanum í þungarokki og hinn fótinn í ellefu hundruð ára gam- alli sögu sem sífellt er ung,“ segir hann. Áttunda þáttaröð Sjálfstæðs fólks hefst á Stöð 2 í kvöld og hlakkar Jón Ársæl mikið til vetr- arins. „Við erum búnir að safna örlítið í sarpinn og sögurnar hafa aldrei verið meira spennandi. Það hefur hver maður sögu að segja og kúnstin er sú að hlusta á fólk og fá að endursegja sögurnar sem eru að verða til allt í kringum okkur.“ -fb Eiki í Sjálfstæðu fólki Um eitt hundrað manns eru á biðlista vegna fyrirhugaðrar ferðar á tónleika Tinu Turner í London næsta vor. Fjörutíu miðar voru upphaflega í boði á tónleikana og seldust þeir upp á aðeins nokkrum klukkutímum. „Þetta var miklu meiri eftir- spurn en ég átti von á en Tina er náttúrulega stórt nafn,“ segir Ágúst Valsson hjá Expressferð- um sem skipuleggja ferðina. Verð fyrir miðann og tvær nætur á hóteli kostar tæpar 77 þúsund krónur en það virðist engu máli skipta fyrir harða aðdáendur söngkonunnar hér á landi. „Það er mikið búið að hringja og endalaust verið að bæta á listann, segir Ágúst. Hann vinnur nú hörðum hönd- um að því að útvega fleiri miða á Tinu en takist það ekki býst hann við því að skipulögð verði hópferð á aðra tónleika með söngkonunni síungu. Þess ber reyndar að geta að þeir sem vilja komast á tónleik- ana hinn 7. mars án aðstoðar ferðaskrifstofunnar geta gert það auðveldlega á breskri heimasíðu Ticketmaster, því ekki er enn orðið uppselt á þá. Leikkonan Bryndís Ásmunds- dóttir fer einmitt á tónleikana á eigin vegum ásamt manni sínum, leikaranum Atla Þór Albertssyni, og hárgreiðslu- manninum Ólafi B. Hreiðars- syni, eða Óla Bogga. „Þetta er náttúrulega draum- ur að verða að veruleika, þetta verður alveg klikkað,“ segir Bryndís sem lýkur um helgina Tinu-sýningu sinni á Akureyri ásamt Siggu Beinteins. „Ég hef verið aðdáandi síðan ég var krakki, hún er bara amma mín,“ segir hún og hlær. - fb Hundrað á biðlista eftir Tinu Turner TINA TURNER Rokkamman, sem verð- ur sjötug á næsta ári, syngur fyrir framan fjölda Íslendinga í London næsta vor. GAMALL DRAUMUR RÆTTIST Jón Ársæll sést hér með Eika Hauks og Steingrími tökumanni. Jón Ársæll segir að gamall draumur hafi ræst þegar hann fékk að hitta Eirík á heimaslóðum hans í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN     Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.