Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 8
8 23. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Hærri verðbólga og sveiflukenndari framleiðsla eru meðal þeirra afleiðinga sem þjóðir hafa þurft að glíma við sem tekið hafa upp aðra mynt með óformleg- um hætti, segir Friðrik Már Baldurs- son prófessor. Hann mun kynna niður stöður Rannsóknarstofnunar í fjármálum við Háskólann í Reykja- vík á ráðstefnu um áhrif tengingar við evru á viðskipti, fjármálastöðug- leika, samfélag og lagalegt umhverfi á vegum viðskiptaráðuneytisins í dag. „Ég hef rannsakað reynslu ann- arra þjóða af óformlegri evru- eða dollaravæðingu, sem er það ferli þegar önnur mynt, og þá yfirleitt Bandaríkjadalur, hefur að veru- legu leyti rutt heimamyntinni úr vegi í hagkerfi viðkomandi lands,“ segir Friðrik Már og segir að slík lönd búi jafnframt við meiri hættu á gjaldeyris- og bankakreppum. Hann hefur að undanförnu kynnt sér hvernig evran og aðrir gjald- miðlar hafa rutt sér til rúms á Íslandi. „Það hefur að langmestu leyti verið á þann veg að íslensk heimili og fyrirtæki hafa tekið lán í erlendri mynt. Nú er um fjórðung- ur af skuldum heimilanna við bankakerfið í erlendri mynt og yfir sjötíu prósent af skuldum fyrir- tækja. Bankarnir hafa tryggt sig gegn sveiflum í gengi krónunnar, en búa óhjákvæmilega við meiri útlánaáhættu. Evruvæðingin grefur því undan fjármálalegum stöðug- leika og er raunar að flestu leyti neikvæð fyrir hagkerfið,“ segir Friðrik Már. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir ýmislegt benda til að evran sé nú þegar farin að vætla inn í íslenskt efnahagslíf, þvert á stefnu stjórnvalda. Hann segir að sjálfkrafa evruvæðing feli í sér mikla galla; íslenska þjóðin verði bæði af kostum þess að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli og kost- um þess að fá hlutdeild í þeim ávinningi sem hlýst af því að sam- einast um gjaldmiðil með öðrum ríkjum í sameiginlegu myntbanda- lagi. „Sjálfkrafa evruvæðing er líkast til versta tegund evruvæðingar sem völ er á en fari skriðan af stað af fullum þunga, sem enn hefur ekki gerst, gæti á skömmum tíma orðið ansi brátt um íslensku krónuna. Slík þróun gæti augljóslega grafið undan virði krónunnar á markaði með alvarlegum afleiðingum fyrir krónueigendur, sér í lagi fyrir eldra fólk sem margt lifir á sparifé en hefur að öðru leyti takmarkaða inn- komu og þrengri möguleika til tekjuöflunar,“ segir Eiríkur enn fremur. bih@frettabladid.is 1. Á hvaða landsvæði gengur hampræktun best hér á landi? 2. Hvaða tveir bankar eru í sameiningarviðræðum? 3. Hvaða knattspyrnulið féll niður í 1. deild á sunnudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Evruvæðing grefur undan stöðugleika Sérfræðingar vara við sjálfvirkri evruvæðingu, sem þegar sé hafin hér á landi. Getur kallað á hærri verðbólgu og sveiflukenndari framleiðslu. Rannsókn á reynslu þjóða af óformlegri evruvæðingu verður kynnt á ráðstefnu í dag. ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 37 34 0 9. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Avensis 1800 Bensín sjálfsk. Á götuna: 07.07 Ekinn: 9.000 km Verð: 3.040.000 kr. Skr.nr. VI-577 Toyota Yaris Terra 1000 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 42.000 km Verð: 1.490.000 kr. Skr.nr. TR-301 Toyota Yaris Sol 1300 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 47.000 km Verð: 1.750.000 kr. Skr.nr. LS-464 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota Corolla Sol 1600 Bensín 5 gíra MM skipting Á götuna: 05.07 Ekinn: 43.000 km Verð: 2.580.000 kr. Skr.nr. UA-853 Toyota Land Cruiser GX 3000 Dísil 6 gíra Á götuna: 06.06 Ekinn: 81.000 km Verð: 4.750.000 kr. Skr.nr. IL-953 NÚ BJÓÐUM VIÐ SEX FÍNA BÍLALEIGUBÍLA Á GÓÐU VERÐI Toyota Auris 1400 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 44.000 km Verð: 1.960.000 kr. Skr.nr. KM-782 VINNUMARKAÐUR Alls hafa um 1.250 starfsumsóknir borist Bauhaus, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Bauhaus opnar í desember 22 þúsund fermetra verslun við Vesturlandsveg og verður hún sú stærsta á Norðurlöndunum. Alls sóttu um 650 manns um helstu stjórnendastöður í versluninni, sem búið er að ráða í. Þá hafa um 1.250 manns sótt um þau 150 störf sem til stendur að ráða í til viðbótar. Verslunin skiptist í byggingamarkað, blóma- og garðasvæði og innkeyrsludeild og verður þar boðið upp á yfir 120 þúsund vörutegundir. Bygging verslunarhúsnæðis Bauhaus á Íslandi hófst haustið 2007 en fyrirtækið, sem stofnað var í Þýskalandi árið 1960, rekur nú verslanir í fimmtán löndum. - ovd Margar starfsumsóknir borist: Mikill áhugi á Bauhaus POLLURINN Talið er að andarnefja sem fannst dauð hafi haldið til á Pollinum að undanförnu. DÝRALÍF Andarnefja fannst dauð við bæinn Nes við utanverðan Eyjafjörð í fyrradag. Telja kunnugir að um sé að ræða eina af fjórum andarnefjum sem haldið hafa til á Pollinum við Akureyri að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að sést hefði til einnar af andarnefjunum á þriðjudag þar sem hún var föst í bauju. Daginn eftir voru hins vegar bæði baujan og andarnefjan horfin. Ekki liggur fyrir hvað varð hvalnum að bana. Vísindamenn Hafrannsóknastofn- unarinnar munu taka sýni úr honum og senda í rannsókn. - kg Hvalir á Pollinum á Akureyri: Andarnefja fannst dauð DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að ráðast á annan mann með skrúfjárni og eggvopni. Árásin átti sér stað í Tryggvagötu í Reykjavík í apríl á síðasta ári. Sá sem ráðist var á hlaut tvo skurði á höfði, þrjá grunna skurði á vinstri hendi og djúpan skurð á hægri hendi. Hann hefur krafið árásarmanninn um tæplega 800 þúsnd króna skaðabætur. - jss Ákærður fyrir héraðsdómi: Réðst á mann með skrúfjárni EVRAN VÆTLAR INN Óformleg evruvæðing er slæm að mati Friðriks Más Baldurssonar (til vinstri) og Eiríks Bergmanns Einarssonar og grefur undan virði krónunnar. Það er til dæmis slæmt fyrir eldra fólk sem lifir á sparifé. Sjálfkrafa evruvæðing er líkast til versta tegund evruvæðingar sem völ er á. EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON FORSTÖÐUMAÐUR EVRÓPUFRÆÐASETURS HÁSKÓLANS Á BIFRÖST VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.