Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 16
16 23. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Að undanförnu hefur sjálfsálit Íslendinga fengið nokkurn skell. Hugmyndin um íslenska efnahagsmógúlinn sem væri bestur og klárastur í öllum heiminum hefur verið leiðarstef í hátíðarræðum ráðamanna um langt skeið og hefur breytt íslenskri tungu. Erlendar fjárfestingar heita núna „útrás“ þótt engum detti í hug að kalla fjárfestingar erlendra lögaðila á Íslandi „innrás“. En svo er þetta skyndilega búið og þar sem Ísland er unglingur í samfélagi þjóðanna eru geðsveifl- urnar eftir því. Í stað útrásar- innar er komin kreppa. Vissulega er kreppan ýkt eins og útrásin var áður en hvorttveggja lýsir þó raunverulegu fyrirbæri; upp- gangi sem hefur nú snúist í niðursveiflu. En hvers vegna? Vitum við eitthvað meira um kreppur núna en áður þegar íslenskur stjórnmálamaður og fjármálamógúll líkti kreppunni við vindinn; sem enginn vissi hvaðan kæmi eða hvert færi? Orsakir? Öll umræða um kreppur mótast óhjákvæmilega af reynslu sögunnar af heimskreppunni á 4. áratugnum. Af henni viljum við læra og forðast það sem gerðist þá. Það er að vísu ekki einfalt þar sem orsakir heimskreppunnar eru umdeildar og skoðanamunur um það nær yfir allt hið pólitíska litróf. Fáir deila þó um að niðursveifla sem varð á verð- bréfamörkuðum í Bandaríkjunum 1929-1930 hafi markað upphaf kreppunnar og vilja margir skilgreina kreppuna sem hreina fjármálakreppu. Of mikið af fjármagni hafi verið í umferð vegna þenslustefnu bandaríska seðlabankans, og sú þensla hlaut fyrr eða síðar að rétta sig af. Þetta hljómar kunnuglega í íslenskum nútímaveruleika, en þó glímdu menn við verri skilyrði á 3. áratugnum að því leyti að þá var ríkjandi rétttrúnaður hagfræðinga að viðhalda skyldi gulltryggingu peningakerfisins. Því fyrr sem horfið var frá þeirri forsendu í ólíkum löndum, þeim mun vægari urðu áhrif kreppunn- ar. Af þessu mætti jafnvel ráða að ríkjandi barlómur vegna gengis- fellingar sé á nokkrum villigötum – það hefur ekkert sérlega jákvæðar afleiðingar að halda gengi gjaldmiðils háu umfram það sem ástand efnahagsins gefur tilefni til. Kreppan á 4. áratugnum hafði þá sérstöðu að hún var alþjóðleg. Ástæðan var sú að hnattvæðingin var þá þegar hafin og Bandaríkin höfðu lykilstöðu í alþjóðahagkerf- inu. Kreppan varð meiri eftir því sem efnahagur landa var nátengdari Bandaríkjunum. Þannig voru áhrif hennar mest í Kanada, Rómönsku Ameríku og Þýskalandi; minni í Bretlandi og Frakklandi; og engin í Sovétríkj- unum. Núna er net alþjóðavið- skipta orðið þéttriðnara, en staða Bandaríkjanna er ennþá miðlæg. Það kemur því ekki á óvart að fjármálakreppa í Bandaríkjunum hafi áhrif um allan heim. Afleiðingar Enda þótt margt sé til í lýsingum þeirra sem sjá samhengi á milli þenslunnar á 3. áratugnum og niðursveiflunnar sem kom í kjölfarið vantar þó ákveðna dýpt í slíkar skýringar. Fjármálamark- aðir hafa síðar gengið í gegnum dýfur án þess að heimskreppa fylgi í kjölfarið. Enda hafa sumir viljað leita orsakanna á hinni skelfilegu eymd sem fylgdi heimskreppunni á 4. áratugnum í öðru. Þar má benda á bilið milli ríkra og fátækra sem orsakaði neyslukreppu í Bandaríkjunum; Láglaunafólk hafði ekki bolmagn til þess að halda áfram að kaupa neysluvörur og halda þannig hjólum efnahagslífsins gangandi. Ójöfnuðurinn í samfélaginu magnaði svo enn frekar upp neikvæðar afleiðingar kreppunn- ar þar sem fjöldaatvinnuleysi gerði það að verkum að fjöldi manns komst niður fyrir fátæktar- mörk. Fjármálakreppur eru óhjá- kvæmilegur – sumir myndu segja nauðsynlegur – hluti af gangverki kapítalismans, en í lýðræðisríkj- um er óhugsandi að búa við það ástand sem skapaðist á 4. áratugnum. Þess vegna hafði heimskreppan á sínum tíma þau áhrif að í mörgum ríkjum varð lýðræðið að láta undan síga, en í öðrum ríkjum var skrefið stigið í hina áttina. Hugmyndin um velferðarríkið komst á skrið á 4. áratugnum vegna þess að í ríkjum með almennan kosninga- rétt þarf líka að taka tillit til hinna örsnauðu. Hún náði mestum framgangi í löndum þar sem jarðvegurinn var mestur fyrir, t.d. á Norðurlöndunum og í Bretlandi. En meira að segja í Bandaríkjunum gekkst ríkis- stjórn Roosevelts fyrir stefnu- breytingu þar sem uppbygging kapítalísks hagkerfis skyldi framvegis haldast í hendur við jöfnuð og velferð. Í þrjá áratugi hafa bandarísk stjórnvöld verið að grafa undan þessari þver- sagnakenndu hugmyndafræði – og átt áhangendur um allan heim. En núna er ný fjármálakreppa í uppsiglingu og lærdómurinn af sögu heimskreppunnar verður ekki lengur sniðgenginn. Að læra af kreppunni SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | UMRÆÐAN Árni Þór Sigurðsson skrifar um Evrópumál Í umræðunni um Evrópumálin og gjaldmið-ilsmálin hafa talsmenn aðildar Íslands að ESB æ ofan í æ talað um mikilvægi þess að Ísland „léti reyna á“ og kannaði „hvað okkur býðst“ í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Þar með er látið í veðri vaka að Ísland gæti náð einhverjum sérstökum samningum, að Ísland gæti orðið einhvers konar „heiðursfélagi“ í Evrópusambandinu sem nyti einstakra vildarkjara. Hafa margir málsmetandi einstaklingar og fjölmiðl- ar haldið þessu fram. Þetta er að sjálfsögðu bábilja. Ef skoðaðar eru yfirlýsingar og fullyrðingar for- ystumanna og háttsettra embættismanna innan Evr- ópusambandsins er deginum ljósara að ekkert slíkt er í boði. Í besta falli hafa þeir sem eru velviljaðir Íslendingum látið í það skína að Ísland gæti fengið einhverjar tímabundnar undanþágur, einkum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins. En það er í raun algert aukaatriði. Það má öllum vera ljóst hvað felst í aðild að Evrópusambandinu. Allar samþykktir og sáttmálar um aðild að Evrópusambandinu liggja fyrir, lög og reglur Evrópusambands- ins sömuleiðis. Öll aðildarríki verða að beygja sig undir þá skilmála. Undanbragða- laust. Það er ekki hægt að velja sætu berin úr og skilja þau súru eftir. Nema hvað?! Það er ekki í boði neitt „íslenskt ákvæði“ sem und- anþiggur Ísland að standa við þær skuldbind- ingar sem aðrar þjóðir þurfa að gera. Þess vegna er allt tal um að láta reyna á aðild, kanna hvað okkur býðst o.s.frv. til þess eins fallið að slá ryki í augu fólks. Stjórnmálamenn eiga að koma hreint fram gagnvart þjóðinni og segja kost og löst á Evrópusambandsaðild en ekki að gefa í skyn að eitt- hvað annað og betra fylgi aðild en raun er á. Þannig er alveg ljóst að við myndum m.a. missa forræði yfir stjórn sjávarútvegsmála til Brussel og hið sama á við um viðskiptasamninga við önnur ríki. Um það á ekki að þurfa að deila. Höfundur er þingmaður og varafulltrúi VG í Evrópunefnd forsætisráðherra. Heiðursaðild að ESB er ekki til ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON F yrstu viðbrögðin við yfirmannaskiptum á fréttastofum ljósvakamiðlanna í síðustu viku voru þau að bankastjórn Seðlabankans fól formanni sínum að koma fram á Stöð 2 en ekki í sjónvarpi ríkisins til að hafa uppi andsvör við framlagi Jónasar Haralz og fjölda annarra sérfræðinga og forystumanna í stjórnmálum og atvinnulífi til umræðunnar um peningamálastefnuna. Að lögum ber bankastjórn þriggja embættis- manna sameiginlega ábyrgð á öllum ákvörðunum og yfirlýsingum Seðlabankans en formaðurinn er talsmaður þeirra. Embættisferill Jónasar Haralz er alkunnur. Minna hefur verið fjallað um að hann var um tíma formaður efnahagsnefndar Sjálf- stæðisflokksins. Í því hlutverki smíðaði hann að beiðni Geirs Hallgrímssonar einhverja mikilvægustu tímamótayfirlýsingu flokksins um endurreisn í anda frjálshyggju. Sú yfirlýsing var helsti hugmyndafræðilegi grundvöllur þeirra umbreytinga á efna- hagsstjórn sem smám saman urðu að veruleika á níunda og tíunda áratugnum í fjórum mismunandi samsettum ríkisstjórnum Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Ósmá áhrif. Það mat sem fram kom nýlega í greinum Jónasar Haralz og Ein- ars Benediktssonar að hagsmunum Íslands yrði betur borgið með því að taka upp evru en að viðhalda óbreyttri stefnu í peningamál- um hefur vissulega sett strik í umræðuna. Í greinum þeirra kom ennfremur fram ósk um að Seðlabankinn gerði ítarlega grein fyrir árangri peningamálastefnunnar sem fylgt hefur verið frá alda- mótum. Fallast verður á að slíkur málefnalegur rökstuðningur af hálfu Seðlabankans væri gagnlegur fyrir áframhald umræðunnar. Svar bankastjórnarinnar sem nú liggur fyrir í nefndu sjónvarps- viðtali var einkar skýrt og afdráttarlaust. Bankastjórarnir, einn fyrir alla og allir fyrir einn, líta einfaldlega svo á að slíkur mál- flutningur sé „lýðskrum“ og á honum hafi menn á þeim bæ bæði „skömm“ og „fyrirlitningu“. Sannarlega er ekki unnt að kvarta yfir því að svör hafi ekki fengist við hógværri beiðni. Þegar þetta svar liggur fyrir af hálfu bankastjórnarinnar vaknar hins vegar sú spurning hvort það byggi á mati hagsviðs bankans. Svo þarf ekki að vera þótt eðlilegt sé að ganga út frá því sem sjálf- sögðum hlut í svo veigamiklu máli. Vel má vera að hagsviðið hafi verið of svifaseint að bregðast við en bankastjórnin hafi ekki viljað draga þjóðina á svari. Það er skiljanlegt eins og staða umræðunnar er en vekur þó upp álitamál. Rétt er að minna á að aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur í blöðum heima og erlendis í rúm tvö ár lýst þeirri skoðun að ávinn- ingur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli sé minni en eng- inn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim. Hvernig sem undirbúningi að svari bankastjórnarinnar var háttað bendir efni þess ótvírætt til að bankinn þurfi að taka á innri málum. Það er spurning um traust og trúverðugleika í bráð og lengd. Bankastjórn Seðlabankans er eftir lögum sjálfstæð og óháð ríkis- stjórn. Lögin mæla þó fyrir um að bankastjórnin skuli ekki sinna öðrum viðfangsefnum en þeim sem samræmast hlutverki seðla- banka. Spurt hefur verið hvort bankastjórnin hafi farið út fyrir verksvið sitt í þessu svari og inn á pólitískan vettvang. Að lögum ber ríkisstjórnin ábyrgð á að slíkt gerist ekki. Lýðskrum, skömm og fyrirlitning: Jónasi svarað ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Sést varla... Um fátt er deilt meira þessa dagana en sérsveit ríkislögreglustjóra. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins, vill að sérsveitin sinni almennum löggæslustörfum í meira mæli, á meðan Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra finnst sú hugmynd firra. Á öllum vinnustöðum skap- ast ákveðinn vinnustaðahúmor og er lögreglan engin undan- tekning. Heimildir Fréttablaðsins herma að almennum lögreglu- mönnum þyki sérsveitin ekki sinna veigamiklum störfum og draga mikilvægi sérverkefna hennar í efa. Á meðal þeirra sé sérsveitin aldrei kölluð annað en „séstvallasveitin“. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Sjást vel Sé einhver stétt manna meira á milli tannanna á fólki nú um mundir en sérsveitarmenn eru það væntanlega handrukkarar. Stéttir þessar eiga það einnig sameiginlegt að innan þeirra vilja menn vera vel í vöðva settir, blása út kassa og hnykla vöðva. Sú staðreynd að annar hver handrukkari virðist vera einkaþjálfari á lík- amsræktarstöð er hins vegar umhugsunarverð. Nú stunda sérsveitar- menn þær stöðvar eflaust af miklum móð. Það er því ekki ólíklegt að einhver þeirra hafi notið handleiðslu ein- hvers handrukkarans. Stefán söng vel DV bendir á þá furðulegu staðreynd að séra Gunnar Björnsson hafi gefið fólk saman í trássi við vilja biskups, en Gunnar hefur verið kærður fyrir að leita á tvær ungar stúlkur í söfnuði sínum. Vissulega þörf ábending hjá blaðinu. Á eftir fer síðan skemmti- lega nostalgísk lýsing á athöfninni: „Brúðurin kom tíu mínútum of seint og var mikið basl að ganga í átt að kirkjunni vegna veðurs. [...] Stefán Hilmarsson söng í kirkjunni og stóð sig að mati viðstaddra mjög vel.“ Gott að vita að Stebbi klikkar ekki. kolbeinn@frettabladid.is Efnahagsástandið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.