Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Haraldur Þór Teitsson hafði æft fjórum til fimm sinnum í viku áður en hann gekk um Bezengi-dalinnn. MYND/HARALDUR ÞÓR Haraldur Þór Teitsson, fram- kvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf., er hálfgerð fjallageit og hefur meðal annars gengið Mont Blanc, Kilimanjaro og Hvannadalshnjúk. Eftirminnilegustu gönguna segir hann hafa verið í Bezengi-dalnum í Kákasus sem hann gekk með félaga sínum umkringdur fjöllum. „Við vorum búnir að ganga á Elbrus, sem er hæsta fjall Evrópu, en vorum snöggir að því,“ segir Haraldur. „Þá keyrðum við með vini okkar, sem er rússneskur fjallagarpur, í tíu tíma í Tsétséníu og þar upp í Bezengi-dal sem er alveg ótrúlegur staður. Við geng- um í tólf tíma upp dalinn og upp skriðjökul. Gengum svo eftir öllum skriðjöklinum inn í þrengsli þar sem við gistum í litlum kofa. Þarna vorum við umkringdir fjöllum, 5.000 metra háum og hærri, sem var mögnuð tilfinning. Elbrus var skemmtileg reynsla en þetta stóð algerlega upp úr í ferðinni.“ Rússneski félaginn hafði sjálfur gengið öll fjöllin í kring og segir Haraldur rússneska göngugarpa vera karla í krapinu. „Þeir eru ofboðslega harðir og enginn veimil- títuskapur í gangi. Þeir eru miklu djarfari en margir og maður fékk í magann yfir sögunum sem hann hafði að segja.“ Haraldur segir nauðsynlegt að vera í sæmilegu formi áður en lagt er í svona ferðir. Sjálfur æfði hann fjórum til fimm sinnum í viku og hafði gert í nokkur ár áður en hann fór þessa ferð. Hann viðurkennir þó að í seinni tíð hafi hann slakað aðeins á í fjallakrifri. „Ég hef aðeins minnkað þetta eftir að börn- in fæddust. Ég er orðinn voða rólegur núna.“ En hvaða fjall á Íslandi ætli standi upp úr hjá þeim sem hafa klifið fjöll og tinda um allan heim? „Það eru mörg fjöll sem er gaman að ganga eins og Botnssúlur og Herðubreiðin er líka skemmtileg en ætli uppáhalds fjallið sé ekki bara Esjan.“ heida@frettabladid.is Rússneskir dalir og fjöll Göngugarpurinn Haraldur Þór Teitsson hefur gengið á fjöll víða um heim og segir nauðsynlegt að vera í góðu formi áður en lagt er af stað. Sjálfur æfði hann fjórum til fimm sinnum í viku í mörg ár. ÓLÍKAR gerðir heimildarmynda, handritsuppbygg- ing, undirbúningsvinna fyrir tökur, vinna meðan á tökum stendur og eftirvinnsla verða til umfjöllunar á sérstöku námskeiði Farskólans, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, sem hefst 1. október. Nánar á www.farskolinn.is. BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Vægttab 30 kilo på 30 uger Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram, sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MA TAR- PRÓGRA M Léttist um 30 kíló á 30 vikum 865-8407 vigtarradgjafarnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.