Fréttablaðið - 05.10.2008, Page 34

Fréttablaðið - 05.10.2008, Page 34
8 Fjölskyldan Heilsumatur Námskeið Ebbu Guðnýar Guðmundsdóttur eru virkilega fróðleg fyrir foreldra lítilla og stórra barna. Ebba Guðný fjallar um ýmiss konar hollt hráefni til matargerðar, gefur foreldrum hugmyndir að einföldum og hollum réttum. Allir fá að smakka á nokkrum réttum og komast að raun um að hrísgrjónagrautur úr brúnum grjónum er betri en sá úr þeim hvítu. Næsta námskeið er í Manni lifandi 15. október. Poppkorn Kósíkvöld með fjölskyldunni yfir skemmtilegri bíómynd er fullkomnað með heimapoppuðu poppi, sem eru auðvitað miklu ódýrara en aðkeypt snakk úti í búð og fari maður sparlega með saltið er það hreint ekki óhollt, en hentar auðvitað ekki minnstu börnunum. Freyja þakkar nammigrísum landsins fyrir gott samstarf ! Höfum það svo bara gott saman áfram. Einar Áskell Hinn sænskættaði Einar Áskell er mikill uppáhaldsdrengur margra íslenskra barna. Þau geta sannarlega glaðst um þessar mundir því bæði er verið að sýna stórskemmtilegt leikrit um kappann í kúlunni í Þjóðleikhúsinu, Klókur ertu, Einar Áskell, og verið að endurútgefa bækurnar, meðal annars bókina Svei-attan, Einar Áskell sem leikritði byggist á. GAGN&GAMAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.